Skírdag, 17. apríl 2025, annaðist ég tvær fremingarmessur í tveimur presstaköllum og tveimur prófastsdæmum!
Ekið var yfir tvær heiðar og allt gekk upp.
Fyrri fermingin fór fram í Þórshafnarkirkju kl. 11 og þar fermdi ég tvö ungmenni.
Ég óska þessum glæsilegu ungmennum og ástvinum þeirra til hamingju með ferminguna og barninu með skírnina!
Þau eru:
Katla Bríet Líndal Benediktsdóttir, Brúarlandi 2, Þistilfirði og
Ujarak Suluk Thor Lynge Motzfeldt, Felli, Finnafirði.
Þá skírði ég systur drengsins sem heitir:
Freydís Nova Najaaraq Nuka Motzfeldt
Hópur skyldmenna kom frá Grænlandi til að vera við athöfnina og þau klæddust sínum fögru og þjóðlegu búningum af þessu hátíðlega tilefni.

Síðari athöfnin fór fram í Vopnafjarðarkirkju kl. 14 og þar fermdist
Jóhanna Laufey Hreiðarsdóttir, Hamrahlíð 38, Vopnafirði.
Meðfylgjandi vídeó og myndir eru úr þeirri athöfn:


You must be logged in to post a comment.