Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Ályktun um átökin í Palestínu

Á þeim eru tvær hliðar að minnsta kosti – en ekki ein!

(Til áréttingar og útskýringar: Þessi ályktun er skrifuð í samhengi einhliða ályktana gegn Ísrael eins og um einn deiluaðila sé að ræða en ekki tvo)

Viltu lesa og/eða hlusta?

Átökin í Palestínu hófust í kjölfar morðarásar Hamas á ísraelska borgara og gíslatöku 7. október 2023.

Palestínumenn kusu Hamas yfir sig í lýðræðislegum kosningum en samtökin eru ein hryllilegustu samtök ómenna í heiminum og eru studd dyggilega af stjórnvöldum í Íran og trúarleiðtogum islam þar í landi og víðar. Og þeir vaða í peningum og morðtólum.

Hamas hefur innrætt heilum kynslóðum barna í Palestínu, taumlaust hatur á Gyðingum og borgurum Ísraelsríkis og að útrýma beri öllu þess fólki.

Hamas hirðir ekkert um íbúana á Gaza og notar almenning sem skjöld í brjálæði sínu og taumlausu hatri, sem byggir á trúarsetningum þeirra.

Friður getur orðið þegar Hamas leggur niður vopn, skilar gíslum og líkum þeirra sem meðlimir samtakanna hafa svívirt og myrt með köldu blóði.

Ósk mín og bæn er sú að Hamas snúi frá útrýmingarherferð sinni, sem er hér með fordæmd og lýst sem ómennskri og djöflullegri, og að stjórnvöld í Ísrael hætti, að því skilyrði uppfylltu, öllum hernaðaraðgerðum á Gaza.

17. maí 2025,

Með bæn og einlægri ósk um frið,

Örn Bárður Jónsson

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons