Ók til Grindavíkur og fylgdi Kristrúnu til grafar en hún starfaði með mér af miklum áhuga í safnaðarstarfi Grindavíkurkirkju á árunum 1985-1990.

Yndisleg manneskja sem brá birtu yfir lífið með afstöðu sinni, glaðlegum tilsvörum og jákvæðni. Hún var heil í sinni trú og einlægt Guðs barn alla tíð og sönn fyrirmynd sem slík.
Ég sat aftast í kirkjunni til að sjá vel yfir og leyfði mér að skissa þrjár myndir.
Bið fólk að taka viljann fyrir verkið.

Tilbrigði við altaristöfluna stóru sem er mósaikmynd gerð eftir olíumálverki
Ásgríms Jónssonar sem var í gömlu kirkjunni sem nú er aflögð
Gaman var að hitta Grindvíkinga, sem eru keikir þrátt fyrir ótrúlegar hamfarir, sem breytt hafa lífi þeirra allra.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, jarðsöng en hún tók við af mér í Grindavík á sínum tíma og er nú sóknarprestur á Fáskrúðsfirði, á sínum æskuslóðum.

teiknuð hér við altarið undir mósaikverkinu stóra
Guð blessi minningu Kristrúnar Bogadóttur og allt hennar fólk, Grindvíkinga alla og ástvini.

Teiknað á leiðinni til baka úr kirkjugarðinum
Megi Grindavík rísa upp úr ösku, sprungum og hrauni, til nýrrar og bjartrar framtíðar.
You must be logged in to post a comment.