Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Opnar gervigreindin mæri lífs og dauða?

Mynd af Vefnum

Þessir þankar mínir vöknuðu við lestur fréttar í New York Times, á þessum bjarta sunnudagsmorgni, 30. mars 2025.

Hluta fréttarinnar þýddi ég fyrst með hjálp Google til að flýta fyrir mér og lagfærði svo sjálfur.

Og hér kemur textinn og hljóðupptaka af greininni og ef hún birtrist ekki öll, smelltu þá á fyrisögnina:

Herra Lee, eldri kóreskur maður, klæddur jakkafötum og síðbuxum, grípur um arma stólsins sem hann situr í, hallar sér að konu sinni og segir:

„Elskan, það er ég. Það er langt síðan.“

„Ég bjóst aldrei við að ég fengi að upplifa þetta“

svarar hún með tár á hvörmum.

„Ég er svo ánægð.“

Herra Lee er dáinn.

Ekkja hans er að tala við Gervigreindar-knúna líkingu af honum sem varpað er upp á vegg.

„Gleymdu aldrei að ég er alltaf hjá þér,“ segir hann.

„Vertu hress þar til við hittumst aftur.“

Þetta samtal var tekið upp sem hluti af kynningarherferð fyrir Re;memory, gervigreindarverkfæri sem hannað var af kóreska sprotafyrirtækinu DeepBrain AI, sem býður upp á nýja tækni sem gerir fólki kleift að búa til lifandi myndir af látnum.

Þetta er hluti af vaxandi markaði fyrir gervigreindarvörur sem lofa notendum upplifun sem nálgast hið ómögulega: samskipti og jafnvel „sameiningu“ við látna.

Sumar lausnir – eins og þær sem HereAfter AI og StoryFile bjóða upp á, gera það mögulegt að forrita minningar og rödd látins einstaklings og búa til raunhæfa þrívíddarmynd (hologram) eða spjallþráð, sem fjölskyldumeðlimir geta átt í samskiptum við.

Löngunin til að byggja brú milli lífs og dauða hefur fylgt manninum um aldir og árþúsund. Trúarbrögð og dulspeki hafa löngum sett fram rök sín fyrir eilífðinni.

Nú reynir tæknin að brúa mærin milli lífs og dauða.

Fyrir rúmri öld, tilkynnti Thomas Edison, að hann hefði verið að reyna að finna upp „tæki“ sem myndi gera persónum kleift, sem hafa yfirgefið þessa jörð, að eiga samskipti við okkur. Edison, sem er enn þekktur fyrir uppfinningar sínar, t.d. símskeyti, ljósaperuna og kvikmyndir, sagði á sínum tíma í samtali við The American Magazine að þetta tæki myndi ekki virka með neinum „dulrænum“ eða „furðulegum hætti“ – heldur með „vísindalegum aðferðum“.

Þa nebbla þa! sögðu karl og kerling í koti sínu.

Og þá koma hér viðbrögð mín við þessari frétt NYT.

Vísindi og tækni hafa þróast og nú eru nýjar lausnir settar fram.

Á 19. öld og semma á 20. öld var mikill uppgangur í tilraunastarfi á þessum sviðum, sem einkum kom fram í spíritisma og því sem hér á landi var kallað, sálarrannsóknir, sem miðuðu að því að eiga samskipti við látna – með miðilsfundum og andalækningum. Sumir birtu ljósmyndir af anda látinna og svo var einnig horft í eftirvæntingu til „andasíma“ Edisons.

Eru nú að opnast, með gervigreindinni, nýir möguleikar fyrir einhverskonar tækni-spíritisma?

Þess má geta, að þegar spíritisminn varð vinsæll, var hann vonarneisti fólks, sem fannst vísindin vera komin nærri því að útrýma trúnni á almættið og handanveruna.

Þá datt mönnum það snjallræði í hug að reyna að sanna framhaldslífið með sálarrannsóknum. Það sem fólki finnst snjallræði í byrjun vegferðar getur snúist upp í eitthvað allt annað.

Það þarf nefnilega heilbrigða skynsemi, mannlega greind, en ekki gervigreind, til að skilja að slíkt verður líklega aldrei sannað.

Mynda af Vefnum sem á að sýna látinn í örmum syrgjanda.

Biblían, sú mikla trúarbók, geymir texta sem skilgreinir trúna og hljóðar svo:

„Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1)

Þetta er eina versið í allri Biblíunni sem skilgreinir trú með þessu snilldarlega orðfæri.

Er búið að opna yfir mæri lífs og dauða?

Svarið er:

Já, fyrir löngu!

Það gerðist á Golgata!

Og við þurfum ekkert annað en trúna á Krist.

Og trúin er skilgreind í versinu hér að framan.

Guð verður ekki sannaður með aðferð vísinda eða gervigreindar og sú kennd í hjarta þér, sem kallast ást, verður heldur ekki sönnuð með neinum vísindum.

Auðvitað er unnt að rannsaka æðaslátt fólks sem trúir eða er ástfangið, eða hvort tveggja í senn. Það er gert, en það sannar ekki ástina eða hið eilífa, sannar hvorki handanveruna né Guð. Reynslan ein, upplifun þín, sannar Guð, ástina og trúna, fyrir þér.

Allar tilraunir til að sanna að látnir lifi, eru þá bara ímyndun og tæknibrellur eins og gervigreindin býður nú uppá, til að hugga syrgjendur með sínum uppvakningum á vegg.

Brellumeistarar hafa ætíð getað glatt trúgjarnt fólk. En auðvitað getur uppvakningur á vegg vakið upp kærar minningar og kveikt vellíðan í hug og hjarta syrgjandi manneskju. Og það er jú jákvætt í sjálfu sér.

Gervigreind er gervi og Færeyingar hafa þýtt orðið á sinn hátt og kalla það vitlíki.

En það skal áréttað hér í lokin að trú og trúgirni eru í raun óskild orð þótt samstofna séu.

Njótum daganna meðan þeir gefast.

Góðar stundir í hérverunni!

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons