Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Skissur vikunnar í nýrri bók

Búinn að fylla seinustu bók með einum sextíu myndum og ný tekin í notkun.

Ein ljósmynd er hér fyrst og svo sex vatnslitaðar pennateikningar sem urðu til á s.l. fimm dögum.

Gekk um í Hofslandi og kom að þessu minnismerki um Vopnfirðingasögu þar sem Brodd-Helgi gegndi fyrirferðarmiklu hlutverki. Sagan er um grimmd og valdabaráttu en friðlegra varð lífið í Hofsárdal þegar leið frá landnámi og kristnin tók við með nýju gildismati.
Hofsáin bylgjast niður langan dalinn og rennur til sjávar nokkrum kílómetrum fyrir norð-austan Hof.
„Sjóhús 1950“ heitir þetta hús sem stendur við höfnina og er í eigu frænda minna, Páls og Ásmundar, sona Aðalsteins Sigurðssonar og Stefaníu Sigurðardóttur, frænku minnar, en hún og móðir mín voru bræðradætur.
Stefanía dó ung (1925-1968) en þau hjónin leiddu starf Hvítasunnusafnaðarins í Vopnafirði.
Rósa dóttir þeirra var fædd 1958 en lést 2019.
Páll og kona hans Astrid Örn, sem er sænskumælandi Finni að uppruna sem talar reiprennandi íslensku, leiða starf safnaðarins og ég hef átt með þeim
góðar bæna- og lofgjörðarstundir á liðnum sunnudögum.
Munkur íhugar og fer með hina fornu Jesú-bæn, sem er úr hefð Austurkirkjunnar, þ.e. hinnar Orþódoxu eða Rétttrúnaðarkirkjunnar eins og hún heitir á íslensku.
Bænin hljóðar þannig:
„Jesús Kristur,
sonur Guðs,
frelsari,
miskunna mér,
syndugum.“
Bænin er beðin hægt og tengd inn- og útöndun sem fyllir mann friði og vellíðan. Myndin var skissuð eftir mynd á Netinu.
11. mars 2025 og forsmekkur af vori í lofti.
Bob Dylan syngur, Don’t Think Twice It’s All Right í Madison Square Garden með Eric Clapton og hljómsveit á YouTube 1999.
Skissað af skjánum.
Neil Young, ungur að árum, á YouTube, sællegur með hatt, syngur,
Four Strong Winds,
fagurt lag um vorið í Kanada.
Skissað af skjánum.
Kallinn í Kiljunni, Egill Helgason,
í þætti sínum 12. mars 2025
með Kolbrúnu og Þorgeiri.
Skissað lauslega af skjánum
meðan horft var og hlustað
á umfjöllun um bækur.

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons