Búinn að fylla seinustu bók með einum sextíu myndum og ný tekin í notkun.
Ein ljósmynd er hér fyrst og svo sex vatnslitaðar pennateikningar sem urðu til á s.l. fimm dögum.

Hofsáin bylgjast niður langan dalinn og rennur til sjávar nokkrum kílómetrum fyrir norð-austan Hof.

Stefanía dó ung (1925-1968) en þau hjónin leiddu starf Hvítasunnusafnaðarins í Vopnafirði.
Rósa dóttir þeirra var fædd 1958 en lést 2019.
Páll og kona hans Astrid Örn, sem er sænskumælandi Finni að uppruna sem talar reiprennandi íslensku, leiða starf safnaðarins og ég hef átt með þeim
góðar bæna- og lofgjörðarstundir á liðnum sunnudögum.

Bænin hljóðar þannig:
„Jesús Kristur,
sonur Guðs,
frelsari,
miskunna mér,
syndugum.“
Bænin er beðin hægt og tengd inn- og útöndun sem fyllir mann friði og vellíðan. Myndin var skissuð eftir mynd á Netinu.


Skissað af skjánum.

Four Strong Winds,
fagurt lag um vorið í Kanada.
Skissað af skjánum.

í þætti sínum 12. mars 2025
með Kolbrúnu og Þorgeiri.
Skissað lauslega af skjánum
meðan horft var og hlustað
á umfjöllun um bækur.
You must be logged in to post a comment.