Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Unga konan fer loks að heiman

Örpistill sem tekur rúma mínútu í hlustun:

Kona nokkur sem heitir Evrópa, fögur, rík og fönguleg, er nú loks farin að átta sig á því að hún þarf að yfirgefa mömmu og pabba, þau Unu Siggu og Ara. Hún þarf hætta að biðja um vasapeninga, húsaskjól og vernd og standa á eigin fótum.

Amma og afi skrifa til hennar hvetjandi bréf:

Elsku Evrópa, þú stendur nú á tímamótum eins og allt ungt fólk, sem kemst að því að „Hótel mamma“ mun senn loka.

Mamma þín og pabbi hafa mörg járn í eldinum og í raun er heimilið orðið að einhverskonar farsakenndum vígvelli þar sem eilíf togstreita á sér stað og hagsmunabarátta. Pabbi þinn er orðinn undarlegur í háttum og mamma úti á þekju andlega talað. Okkur blöskraði þegar við fórum í heimsókn nýlega.

Að þroskast og fara að heiman er mikilvægt skref í lífi ungs fólks.

Elsku Evrópa, gangi þér vel á eigin vegum!

Þú getur þetta! Þú ert flott!

Una Sigga og Ari, komast af á eigin forsendum og vonandi hangir hjónabandið saman og megi fjölskylduerjur fara dvínandi í ætt okkar.

Með bestu kveðjum,

amma og afi 🙏❤️

Mynd af Vefnum

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons