Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Tölfræði af trúarmiðum 2024

Fréttir af umferð

Yfir hundrað og fjórtánþúsund hafa hlustað!

Ég hef haldið úti vefsíðu árum saman og hún hefur smátt og smátt aukið afla sinn.

Smelltu á spilarann. Hlustun tekur rúmar 4 mínútur.

Hvert árið hefur afli farið fram úr tölum fyrra árs og hér koma rauntölur fyrir árið 2024 sem senn er á enda. Forritið WordPress heldur utan um bókhaldið svo þetta eru ekki neinar ímyndanir þess er rekur síðuna.

Creator: NicoElNino 
Copyright: Nicolas Herrbach

Flettingar í desember voru 2.936 en niðurhal á upptökum töldu 7.208.

Fjöldi heimsókna vikuna 23. des. til 29. des. var 890 og hlustanir 6.520 en á þessu tímabili flutti ég aðeins 2 prédikanir þannig að fólk leitar í eldra efni til að hlusta.

Og kl. 11:14 á gamlársdag hafa 43 hlustað á upptökur af líkræðum, prédikunum, pistlum eða greinum og hálfur dagurinn enn eftir!

Heimsóknir á síðuna mína allt árið 2024 þ.e. til moguns 31. desember voru 44.903.

En svo koma hljóðupptökurnar eða m4a-skrárnar og þeim hefur verið hlaðið niður í 114.350 skipti.

Þessi tala segir mér fjölda hlustenda eða öllu heldur hlustana því sumir hlusta aftur og aftur.

Skokkað í skóginum – Vatnslitamynd

Ég frumsem allar ræður sem ég flyt og svo rita ég greinar og hugvekjur og ef ég rita grein í prent- eða vefmiðil þá les ég hana upp svo þau sem vilja geti hlustað.

Þetta er miðill sem nær til margra og hlustun hefur tekið rækilega fram úr lestri.

Og það er með þessa miðlun að hún virkar eins og fræin sem Jesús talaði um:

Líkt mustarðskorni

Aðra dæmisögu sagði Jesús þeim: „Líkt er himnaríki mustarðskorni sem maður tók og sáði í akur sinn. Smæst er það allra sáðkorna en nær það vex er það öllum jurtum meira, það verður tré, og fuglar himins koma og hreiðra sig í greinum þess.“ (Matteus 13.31-32)

Mustarðstré – mynd af Vefnum

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons