Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Send blessun og frið yfir fjörðinn

Kæra fjölskylda, vinir og samferðafólk. Sendi ykkur kveðju mína á jólum og um áramót og óska ykkur velfarnaðar. Er við þjónustu í Vesturbyggð en átta kirkjur tilheyra prestakallinu. Fyrirhugaðar eru fjórar athafnir á aðfangadag og þrjár í sveitakirkjum á jóladag, en færð og veður ráða öllu hér á þessum árstíma.

Kveðja mín er ofin inn í meðfylgjandi sálm sem ég þýddi og umorti úr norsku og lýsir lífsbaráttu á norðurslóðum og á því vel við hér á Vestfjörðum og um allt land ef svo ber undir.

Úr Fossvogskapellu, glerverk Leifs Breiðfjörð.
Kristur lýtur sínu þyrnumkrýnda höfði
og ber kross sinn upp á Hausaskeljastað

Jólasálmur á Norðurslóðum

Send blessun og frið yfir fjörðinn,

fær blessun og ljós yfir lönd.

Og blessa þau eilífu orðin,

um vonir og útrétta hönd.

Vernda það góða þú gafst oss,

þann daginn oss bar hér að strönd,

gef oss að trúa og forð´oss að flækjast

í fátæktarbönd.

Vér horfðum oft grátand’ í gaupnir,

en glæst er hin sterka trú,

nú karlarnir konunum jafnir,

í kærleiksverkum sem þú.

Nú bíður vor harðasta hríðin,

með harðfylgi náum vér heim,

þar ljósið lýsir og aðventutíðin,

með líkn frá Betlehem.

Guðs friður í djúpi, á fjalli,

svo farnist vel byggð og jörð,

Guðs friður í fjárhús’ og stalli,

yfir fannir og harðan svörð.

Þú sérð gegnum mæðu og myrkur,

þín miskunn nær út yfir jörð,

heimilin, fjörðinn, fjöllin og kirkjur

og fólkið – þína hjörð.

Lag og norskur texti: Trygve Hoff 1985.

Þýðing: Örn Bárður Jónsson, október 2019

Píanóleikinn fann ég á Netinu en hljóðfæraleikarans var ekki getið þar. Guð blessi fingrafiman flytjanda.

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons