Fann meðfylgjandi brag á ensku hjá Bókabéusum á Fésinu og prófaði að snúa honum á íslensku.
Hlusta? – það tekur rúma eina mínútu!

–
Ég sótti digra dreka heim,
daginn er ártug náði,
og fór í glæsta ferð um geim,
galt hetjum beittu háði.
–
Ég barðist einn við tignar tröll
og trylltan hákarl hamdi,
vitjaði kanínu í vesturhöll,
varðist og drauga lamdi.
–
Í djúpið sótti í kafbáts skel,
svipt’upp leynihólfum,
um tómið fór í tímansvél,
tiginn á hallargólfum.
–
Ég ólmur rauk í fjanda flas,
fann gull og gnótt í stíu,
um þetta allt í bókum las,
er náð’eg árum tíu.
—
Höfundur: Jack Prelutsky
Þýðing: Örn Bárður Jónsson 5.12.2024
Frumtextinn:

You must be logged in to post a comment.