Hluti af afla sumarsins en áður hafði ég birt ferðasögu til Evrópu með mörgum teikningum. En hér koma nokkrar nýlegar.
Lyfjaflöskur og glös í glugga læknishússins á Hesteyri. Klóróform var í stóru flöskunni enda þurfti stundum að svæfa fólk.Íslenska vatnið er einstakt, ferskt, frískandi og hollt.Rústir sildarverksmiðju í Hesteyrarfirði í Jökulfjörðum.Tveir á spjalli.Stóll og stjakar.Í Garðabæ: Horft úr Nýhöfn yfir Arnarvog, Arnarnes, Kópavogsbæ og Esjuna.Spekingar spjalla yfir kaffi.Fólk bíður afgreiðslu hjá Þjóðskrá.Prestarnir sr. Auður Eir, sr. Jón Þorsteinsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, héldu uppá 50 ára vígsluafmæli á Grund – en eru þó ekki fluttir þangað. Sr. Auður prédikaði og flutti afbragðsgóðar ræðu blaðalaust. Auður er auðvitað nettari en þessi mynd tjáir og svipurinn náðist ekki vegna andagiftar hennar og orða sem voru í senn djúp og breið, eins og segir í barnasöngnum og þess vegna varð myndin líka djúp og breið.Útför séra Franks M. Halldórssonar í Neskirkju 26. ágúst s.l. Séra Ragnar Gunnarsson, jarðsöng.Horft út um glugga á Landakoti að skólanum.Í bláma gleymskunnar. Á sjúkrahúsi er lokuð deild fyrir fólk með minnissjúkdóma. Þegar minnið er farið að daprast er öruggara að bera a.m.k. tvær húfur á höfði, sixpensara og yfir henni ameríska baseball húfu. Hlutverkin voru e.t.v. mörg á mektarárum mannsins og einkennishúfur kannski af ýmsu tagi?
You must be logged in to post a comment.