Nú finnst mér kominn tími á róttæka tiltekt hvað varðar hugtök í landinu. Breyta þarf örnefnum og merkingum út um landið vítt og breitt.
Sem kristinn maður legg ég til að strikuð verði út öll nöfn sem vísa til heiðins átrúnaðar, t.d. þessi nöfn:
Óðinsgata,
Þórsgata,
Freyjugata,
Týsgata,
Lokastígur,
Haðarstígur,
Baldursgata,
Nönnugata,
Bragagata,
Urðarstígur,
Óðinstorg.
Þá eru örnefni eins og Goðaborgir og Esja óþolandi í okkar landi.
Þetta er hugsað til jafnvægis þar sem ekki má lengur tala t.d. um kirkjugarða.
Ég vil fá að hvíla í kirkjugarði en ekki undir heiðnum sverði.
Í Gufuneskirkjugarði t.d. eru þeir reitir helgaðir að kristnum sið, þar sem kristnum er búinn legstaður.
Múslimar helga svo sína reiti eftir sínum siðum og aðrir á sinn hátt og svo framvegis.
Þetta er hér sett fram til að gætt sé jafnræðis í landinu, að heiðnir og kristnir njóti mannréttinda í landi voru, enda er afar skiljanlegt að sálarþyngjandi sé fyrir heiðinn mann að þurfa að enda í kirkjugarði og fyrir kristinn að hvíla í heiðinna manna reit.
Og fyrir mig, sem bý í Skuggahverfinu, við rætur Skólavörðuholtsins, og fer nær allra minna ferða á hjóli, er það dálítið önugt að þurfa að hjóla eftir eða krossa götur sem kenndar eru við heiðin goð, skáldsagnapersónur frá Aserbadsjan sem upphafin voru af skáldum forðum daga og gerðar að guðum.
Burt með heiðin orð, burt með allt sem minnir á kristni.
Og styðjum við svo ekki öll tillögu þingmanna nokkurra hér á landi sem vilja að orðin mæður og feður, ömmur og afar, hverfi úr nafnalöggjöfinni?
Heimurinn verður skrítnari og furðulegri með hverjum deginum og vert að minn á að af orðinu heimur er komið orðið heimska.
Auðvitað er þessi grein ekkert annað en öfugmæli sem ég set hér fram til að undirstrika fáránleika umræðunnar.

Myndin er tekin árið 2020.
Stjórnvöld í Kína þola ekki kristnina því hún boðar
réttlæti og kærleika,
miskunn og mannréttindi.
Á að breyta nafni Fossvogskirkjugarðs?
Má ekkert standa óbreytt í framtíðinni sem ber í sér nafnið kirkja?
Auðvitað eiga kirkjugarðar áfram að heita svo og heiðnu götunöfnin í Þinholtunum að fá að lifa.
You must be logged in to post a comment.