Í Morgunblaðinu á dögunum ræddi Elínborg Una Einarsdóttir við Jóhannes B. Sigtryggsson, rannsóknardósent, um íslenkt mál. Sjá meðf. grein.
Við lestur hennar urðu til vísur þar sem ég tók upp tvö orð sem mér finnst ég geti notað um sjálfan mig, orðin piktur og stívarður en fyrra orði merkir málari en hitt ráðsmaður.
Ég hef löngum starfað sem þjónn eða ráðsmaður Drottins og minni oft á orð Jesú, sem reyndar notar orðin þræll og þjónn í sömu andrá.
Og sá er vill fremstur vera meðal ykkar sé allra þræll. Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla.
Hér eru vísurnar:
Heill þér heimsins lávarður,
himins sonurinn sæli.
Þér ég þjóna stívarður,
þakka skjól og hæli.
Tíðum munda pentil pent,
pára á striga myndir.
Piktur ei mín reiknast mennt,
en miskunn sýknar syndir.
Að tjá sig í myndmáli er skemmtileg glíma og sem lítt menntaður á því sviði er glíma mín gjarnan hörð og óvægin og því er það miskunn Guðs að þakka að ég gefst ekki upp.

Hér er svo greinin úr Morgunblaðinu:

Og hér er samhengi textans þar sem lærisveinarnir ræddu við meistara sinn. Smelltu á tengilinn og þú ferð inn á vef Biblíufélagsins:
Biblíulestur 7. apríl – Mrk 10:35-45
You must be logged in to post a comment.