Eftir einn sólríkasta vetur í sögu Reykjavíkur hefur veðrið frá því rétt fyrir páska, einkennst af köldu lofti frá norður Heimskautinu en dagarnir þó flestir bjartir.
Samt hefur mér tekist að skissa eina og eina mynd þegar ég hjóla um borgarlandið og svo líka heima.
Allar nema sú fyrsta urðu þó til innandyra.

Blekið reyndar vatnshelt en þó ekki fyrr en það þornar á pappírnum


og ímynduð blóm sem kosta ekki krónu og eigi þarfnast vökvunar

Sjáumst! – bless . . . .

og sérstaklega fyrir hjólreiðamenn!
Dr. Skúli Ólafsson messaði í Neskirkju,
Háskólakórinn söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar, organista.
Skúla mæltist vel að vanda er hann ræddi um
Góða hirðinn versus Vonda hirðinn.
Helgihald kirkjunnar er vannýtt auðlind.
Prófaðu, að mæta til að syngja sálma, biðja, hlusta á orð mesta snillings sögunnar, Jesú Krist, tætt, rætt og túlkað – og að hitta gott fólk í kaffi á eftir!
Algjör dásemd fyrir þrenningu okkar sjálfra: líkama, sál og anda!
Ég skal útskýra þá þrenningu betur síðar á þessum vettvangi!
You must be logged in to post a comment.