Fór í messu sem séra Jón Ragnarsson annaðist á Mörkinni í Reykjavík sem tilheyrir svonefndum Grundarheimilum. Prédikun Jóns afbragð og samfélagið gott. Hjartans þakkir, kollega kær.
Við Fríða drukkum svo kaffi með Jóni og Gyðu á kaffihúsi staðarins að messu lokinni.
Skissaði í laumi mynd og litaði þegar heim kom. Hún er mér góð minning um atburðinn, en ég geri mér þó grein fyrir því, að portret af þessu tagi af prestinum, verður ekki notað í vegabréf!
Svörtu flekkirnir eru munstur sem þekur allan kórvegginn en hér er aðeins hluti þess gefinn í skyn.

You must be logged in to post a comment.