Átökin í Ísrael og Palestínu eru þyngri en tárum taki, glæpir á glæpi ofan eru framdir á báða bóga. Slíkt ber að fordæma.
Biðjum fyrir friði í Ísrael og að beinir gerendur slíðri vopnin.
Á liðnu sumri heimsótti ég Ísrael og í kjölfar þess málaði ég nokkrar vantslitamyndir. Hér er ein frá Jerúsalem þar sem Musteri Gyðinga stóð forðum, nú moska múslíma.
Sérstök upplifun var að fá að fara upp á Musterishæðina og skoða þessa merku byggingu og Grátmúrinn, sem er nánast undirstaða helgidómsins. Við, ferðafélagarnir, fengum að upplifa þetta allt í maí á liðnu ári, áður en átökin hófust síðar á árinu.

You must be logged in to post a comment.