Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Viltu heyra einn magnaðasta texta veraldar?

Sótt messu í Neskirkju í dag, jóladag. Þar var valinn maður í hverju rúmi, tveir prestar, dr. Skúli Ólafsson sem prédikaði og gerði það að vanda mjög vel og séra Helga Kolbeinsdóttir sem stýrði altarisgöngu. Fjölmenni var í kirkjunni.


Þá var hinn fimi og frábæri tónlistarmaður, Steingrímur Þórhallsson, við orgelið og stjórnaði söng síns góða kórs Neskirkju sem fyllti kirkjuna lofgjörð og fegurð og til viðbótar söng Drengjakór Reykjavíkur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar ásamt undirleikara sem ég hef ekki nafnið á.


Allt var þetta uppbyggilegt og hátíðlegt.
Sólin varpaði krosstáknum úr gluggapóstum suðurgluggans á vegginn og færðist svo smátt og smátt út og hvarf svo alveg í ljósasýningu almættisins.

Ég hjólaði til messu og þaðan upp í Hliðar í heimsókn til bróður og lokst heim á malbiki og klaka til skiptis.
En svo las ég guðspjall jóladags sem er annað en það sem lesið er á aðfangadag og allir kunna. Hér kemur jólaguðspjall Jóhannesar postula þar sem hann segir frá nafna sínum skírara og hinum eilífa Kristi. Hér er upptakan:

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons