HERÖRIN – Nýjar Smásögur eftir Ólaf Gunnarsson – en þó engar smá sögur! Ólafur er einn af okkar bestu höfundum og í Herörinni tekst hann á við tilvistarlega glímu okkar mannfólksins á sinn næma hátt. Af hverju erum við eins og við erum? Hvað drífur okkur áfram? Hvað stjórnar hegðun okkar?
Ólafur kafar djúpt og með málfari sem vekur upp álíka kennd og þegar maður gengur inn í hönnunarbúð með vandaðan varning og sér fegurðina blasa við, hvert sem litið er, mjúkar línur harðviðar, litríkan vefnað og fegurð í hverju smáatriði. Sögurnar hreyfa við manni, skapa ugg og undrun, gleði, fögnuð og fagrar minningar vakna. Meistaratök!
Smásögur henta nútímanum. Maður les bókina í smáskömmtum og nýtur hennar eins og eðal konfekts.
Skrifa mætti langan ritdóm um bókina, HERÖRIN, en í ys aðventunnar læt ég þetta duga, af virðingu við upptekið fólk – en munið að ná ykkur í eintak!

You must be logged in to post a comment.