Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Hvítasunnudagur í Neskirkju 28. maí 2023

Skissaði 3 myndir í messunni sem var góð og gefandi á hvítasunnudag en þá fagnar kirkjan um allan heim úthellingu heilags anda sem enn starfar og gefur kraft og líf. Þetta er dagur lita og gleði. Messuskrúðinn er rauður sem vísar í eldinn sem minnir á eldtungurnar sem settust á hvert og eitt þeirra sem fylltust andanum á hvítaasunnudag forðum og töluðu tungum. Tungutal er dásamleg gjöf. Þegar beðið er í tungum, biður hjartað klökkt af gleði.

Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir messaði.
Steingrímur þandi orgelið með mögnuðu eftirspili og stýrði kórnum í stólversi.

Prestur og meðhjálpari útdeildu, dr. Steinunn Arnþrúður og Þórdís Ívarsdóttir, form. sóknarnefndar.

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons