+Eðvarð Lárus Árnason 1936-2023

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Eðvarð Lárus Árnason

fv. verktaki og lögreglumaður

f. 8. desember 1936, d. 28. janúar 2023

Útför frá Fossvogskapellu

mánudaginn 6. febrúar 2023 kl. 15

Ræðuna er hægt að lesa og hlusta á hér fyrir neðan

Tíminn er leyndardómsfullt fyrirbrigði. Við eigum erfitt með að skilja tímann. Við göngum flest með úr á handlegg til að mæla hann. Við vitum að kvöld fylgir degi, og morgunn nótt. Reynslan hefur kennt okkur það. Hver dagurinn á fætur öðrum kemur út úr nóttinni og brosir við sólu. En hvaðan í ósköpunum koma allir þessir dagar? Hvaðan?

Við skulum kíkja snöggvast í bók í Gamla testamentinu sem heitir Prédikarinn og flokkast sem spekirit því þar er að finna mörg spakmæli eins og t.d. þetta:

„Vertu í góðu skapi á góðum degi og hugleiddu þetta á illum degi: Guð hefur gert þennan dag alveg eins og hinn til þess að maðurinn verði einskis vísari um það sem síðar kemur.“ (Préd. 7.14)

Já, enginn veit morgundaginn og lífið er ferðalag í heimi tímans, vegferð má kalla það: „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin“, kvað skáldið Tómas Guðmundsson.

Fyrir Eðvarði var lífið ferðalag en kannski ekki síður sjóferð. Hann hafði yndi af siglingum og átti lengi vel bát sem bar hann yfir víkur og firði, flóa og úthöf. Forðum skildu menn ekki hvernig unnt var að sigla dögum saman án þess að koma að ystu brún hafsins. Menn héldu lengi vel að jörðin væri flöt en svo uppgötvaði mannkyn að hún væri hnöttur og hvernig stendur þá á því að andfæltingar okkar í Ástralíu ganga á yfirborði jarðar alveg eins og við en snúa ekki á haus?

Eðvarð naut þess að sigla og í lok minningarorðanna mun ég vitna í bát sem kemur fram í merkri bók og glímu skálds við það að skilja hvernig syndugar manneskjur komast upp Skírnarfjallið og að lokatakmarki sínu.

Gáturnar eru margar sem hugurinn glímir við á lífshafinu og það liggur fyrir að enginn veit morgundaginn eða hvað bíður handan hinsta andvarps, deyjandi manneskju.

Eðvarð Lárus Árnason, leit dagsins ljós á Akranesi 8. desember 1936 og lést 28. janúar s.l.

Eðvarð ólst upp á Skaganum hjá foreldrum sínum, þeim Árna Breiðfjörð Gíslasyni, frá Hellissandi (1913-2002) og Þóreyjar Hannesdóttur (1918-1991). Systkini eignaðist hann tvö: Sæunni f. 1940 sem er látin og Gísla Breiðfjörð f. 1957.

Dagar drengsins litla urðu nokkuð margir því hann náði að lifa í rúm 86 ár. Það telst bara nokkuð gott á tímum þegar ævilíkur Íslendinga eru 84 ár skv. mælingum sérfræðinga en voru þó ekki fleiri en 42 ár, fyrir 160 árum. Fólk féll á barnsaldri úr sjúkdómum og sumir dóu jafnvel af smásárum á fingri því ekkert penisillín var til í þá daga. Ævilíkur okkar hafa tvöfaldast. En fólk gat samt náð háum aldri forðum daga eins og fram kemur í 2.500 ára gömlum texta í Gamla testamentinu: „Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár.“ (Sálmarnir 90.10).

Tíminn.

Sekúndur, mínútur, klukkustundir, sólahringar, vikur, mánuðir, ár og aldir.

Og við getum ekki skilið tímann, þetta undarlega fyrirbrigði sem ber okkur áfram eins og bátsskel á haffleti og varpar okkur síðan fyrir borð við hlið himinsins – eða hvað?

Og nú eru liðnar 3 mínútur og 52 sekúndur síðan ég hóf að flytja þessi minningarorð og áfram líður tíminn.

Skaginn var og er ævintýraheimur og Skagamenn hafa borið hróður bæjarins vítt og breitt um landið í tímans rás. Sjósókn hefur verið stunduð þar um aldir.

Eðvarð kynntist atvinnulífinu eins og fólk af hans kynslóð gerði, byrjaði að vinna ungur og kom víða við. Ungur eignaðist hann vörubíl af gerðinni Ford Henschel og eignaðist svo fleiri stóra bíla síðar og hafði oftast nóg að gera í verktöku og vegagerð.

Hann kvæntist Önnu Ólöfu Kristjánsdóttur, sem fædd var árið 1934 en lést árið 2000. Hún átti fyrir dótturina, Þórdísi Ásgerði Arnfinnsdóttur f. 1955. Saman eignuðust þau Anna og Eðvarð 6 börn. Þau eru:

• Árni Eyþór f. 1956, lést sama ár.

• Kristján Arndal f. 1957, d. 1997.

• Eyþór f. 1961

• Guðni f. 1962

• Anna Lára 1965 og

• Örn Arndal f. 1968, d. 1990.

Lífið er sjóferð og brot geta riðið yfir bátinn og hrifið fólk úr skjóli skeljar og í djúp dauðans. Dagarnir geta verið þungir en góðu dagarnir eru þó fleiri en hinir hjá okkur flestum.

Árið 1963 flutti fjölskyldan í Kópavog og þar stundaði Eðvarð ýmis störf en árið 1967 varð hann lögreglumaður og síðar varðstjóri en svo flutti fjölskyldan í Stykkishólm þar sem hann varð yfirlögregluþjónn.

Eðvarð var fjölhæfur og listrænn og stytti sér oft stundir með því að mála myndir en tónlistin var þó enn stærri þáttur í lífi hans. Hann var á fermingaraldri á Akranesi þegar þangað kom sveitakona ríðandi ofan úr Leirársveit, til að falast eftir því við foreldra hans að þau myndu lána strákinn til harmonikkuspils á balli. Konan hafði heyrt af tónlistargáfu drengsins og hæfileikum hans. Harmonikkan var hans fylginautur alla tíð og hann lék á böllum víða um land og með mörgum þekktum tónlistarmönnum. Hann átti nokkra húsbíla um ævina og á ferðum sínum í samfloti húsbíla þá var harmonikkan alltaf með í ferð. En harmonikkan var ekki eina hljóðfærið, Eðvarð spilaði nánast á öll hljóðfæri og allt eftir eyranu. Honum nægði að heyra lagið, þá var það komið. Ekki eru nema mánuðir síðan hann bætti síðustu harmonikkunni í hljóðfærasafnið sitt.

Veistu að hvergi í hinum þekkta alheimi heyrist hljóð? Veistu að tónlist og hljóð heyrast bara á jörðinni okkar? Alheimurinn er steinhljóður því þar eru engin skilyrði fyrir hljóð að berast, þ.e.a.s. enginn lofthjúpur og engar sameindir sem bera hljóðið og þar er ekki heldur nein dýr og ekkert fólk með eyru sem kunna að nema hljóð! Merkileg er hún þessi tilvera okkar hér á jörð.

Og svo eru það höfin sem hylja 71% af yfirborði jarðar. Þau eru vatnsvegir sem heillað hafa mannkyn frá fyrstu tíð.

Eðvarð hafði byrjað að sigla í Kópavoginum og hélt því áfram í Hólminum. Báturinn, Lárus, bar hann langa vegu og m.a. alla leið til Spánar.

Nafnið Lárus er líklega tilvísun í lárviðarsveig, sem heitir stephanos á grísku og merkir sigursveig og er hugtakið á bak við kórónu lífsins, sem kemur fram í bæn til ungmenna, sem fermast, um að þau megi öðlast kórónu lífsins, lárviðarsveig. En sjálfur hét hann Eðvarð Lárus og fyrri liður fornafnsins vísar til auðs og síðari liðurinn til verndar.

Eðvarð kom víða við. Hann var einn af stofnendum Hlaðbæjar sem var verktakafyrirtæki. Hann átti hlut í Flugfélaginu Vængir og stofnaði einnig fyrirtækið Hraunfell, steypti gangstéttir í Reykjavík og vann við að leggja hitaveitu í Kópavogi, sprengdi m.a. gjána við Sundlaug Kópavogs í gegnum hverja Borgarholtsbrautin liggur.

„Leggið braut, leggið braut, greiðið veginn, ryðjið hverjum ásteytingarsteini úr vegi þjóðar minnar!“, segir í spádómsbók Jesaja. Göfugt er það hlutverk að ryðja brautir og forða hindrunum úr vegi vegfarenda.

Eðvarð hafði nef fyrir viðskiptum og sá víða tækifæri.

En lífið var aldrei bara dans á rósum. Hann og Anna Ólöf skyldu árið 1992 og hann kvæntist seinna Jórunni Sigfúsdóttur en þau skyldu en héldu vinskap alla tíð.

Systkinin sögðu um pabba sinn: „Hann var nagli en með mjúkt hjarta og mátti hvergi aumt sjá og studdi oft við þau sem minna máttu sín á lífsveginum og gerði mörg góðverkin.“ Hann var líka dýravinur og köttur sem átti að lóga endaði hjá honum og lifði í 17 ár.

Hann var réttsýnn og ekki sama um það hvernig sumt gekk fyrir sig í lífinu.

Hann fór margar ferðir uppá Skaga með börnin til að sýna þeim æskuslóðirnar, átti hjólhýsi í mörg ár og ferðaðist víða.

Afkomendur hans eru 34 og af þeim eru þrjú látin og við hópinn bætast stjúpbörnin hans, afkomendur Þórdísar Ásgerðar.

Árið 2015 skrifaði hann eitthvað um lífið og dauðann og sagðist mundu horfa til barnanna „að ofan“ og fylgjast með þeim.

Enginn veit morgundaginn.

„Vertu í góðu skapi á góðum degi og hugleiddu þetta á illum degi: Guð hefur gert þennan dag alveg eins og hinn til þess að maðurinn verði einskis vísari um það sem síðar kemur.“ (Préd. 7.14)

Lífið er undur. Tíminn líður og fólk hverfur af sviði tímans og inn í eilífðina þar sem Guð ríkir. Við höfum flest alist upp við áhrif kristinnar trúar, erum skírð og fermd. Skírnin er í raun sáttmáli, samningur, milli Guðs og manns. Og þegar tveir aðilar gera með sér samning ber báðum að standa við loforð sín. Við, mannfólkið, erum hins vegar svo breisk að við náum aldrei að standa við okkar hlut, en Guð svíkur aldrei sitt loforð, samning sinn við okkur. Við erum hans í lífi og dauða, sama hvar við erum á lífsveginum eða höfum verið, sama hvað við höfum gert eða látið vera að gera. Við erum börnin hans sem hann elskar og gleymir aldrei. Gott er að muna það um leið og við gleðjumst yfir þessum degi þegar við kveðjum Eðvarð Lárus Árnason og þökkum fyrir lífið hans.

Í hinu stórbrotna verki Dantes, Gleðileikurinn guðdómlegi, sem ritað var nokkrum áratugum eftir drápið á Snorra Sturlusyni á 13. öld. Í ritinu er mikið og margslungið líkingamál í bundnu máli um ferðina frá jarðlífi, um dularfullar víddir ríkis hinna dauðu og alla leið til himinsins heim.

Nýlega kom út bókin, Skírnarfjallið, sem er ný þýðing á orðinu Hreinsunareldur. Skírn merki jú, hreinsun og Skírnarfjallið þurfa sálirnar að klífa eftir skilningi Dantes sem talar út frá kaþólskri trú síns tíma.

Í II. kafla er vísað til báts sem fer svo hratt að botn hans blotnar ei og hann ferjar sálirnar. Þar segir:

Ég niður leit, og hann á ströndu steytti

á bát sem lipur, léttur var og hraður

svo vatnið aldrei kjalarborðin bleytti.

Í skuti helgur stóð þar stýrimaður,

og sem letruð lýsti sæluglóðin;

og bátur meir en hundrað sálum hlaður.

(Kafli II. 40-41)

Og nú er Eðvarð Lárus Árnason, farinn í sína hinstu för, landfestar hafa verið leystar og himinn fyrir stafni.

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Eðvarð Lárus Árnason

fv. verktaki og lögreglumaður

f. 8. desember 1936, d. 28. janúar 2023

Útför frá Fossvogskapellu

mánudaginn 6. febrúar 2023 kl. 15

Tíminn er leyndardómsfullt fyrirbrigði. Við eigum erfitt með að skilja tímann. Við göngum flest með úr á handlegg til að mæla hann. Við vitum að kvöld fylgir degi, og morgunn nótt. Reynslan hefur kennt okkur það. Hver dagurinn á fætur öðrum kemur út úr nóttinni og brosir við sólu. En hvaðan í ósköpunum koma allir þessir dagar? Hvaðan?

Við skulum kíkja snöggvast í bók í Gamla testamentinu sem heitir Prédikarinn og flokkast sem spekirit því þar er að finna mörg spakmæli eins og t.d. þetta:

„Vertu í góðu skapi á góðum degi og hugleiddu þetta á illum degi: Guð hefur gert þennan dag alveg eins og hinn til þess að maðurinn verði einskis vísari um það sem síðar kemur.“ (Préd. 7.14)

Já, enginn veit morgundaginn og lífið er ferðalag í heimi tímans, vegferð má kalla það: „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin“, kvað skáldið Tómas Guðmundsson.

Fyrir Eðvarði var lífið ferðalag en kannski ekki síður sjóferð. Hann hafði yndi af siglingum og átti lengi vel bát sem bar hann yfir víkur og firði, flóa og úthöf. Forðum skildu menn ekki hvernig unnt vað að sigla dögum saman án þess að koma að ystu brún hafsins. Menn héldu lengi vel að jörðin væri flöt en svo uppgötvaði mannkyn að hún væri hnöttur og hvernig stendur þá á því að andfæltingar okkar í Ástralíu ganga á yfirborði jarðar alveg eins og við en snúa ekki á haus?

Eðvarð naut þess að sigla og í lok minningarorðanna mun ég vitna í bát sem kemur fram í merkri bók og glímu skálds við það að skilja hvernig syndugar manneskjur komast upp Skírnarfjallið og að lokatakmarki sínu.

Gáturnar eru margar sem hugurinn glímir við á lífshafinu og það liggur fyrir að enginn veit morgundaginn eða hvað bíður handan hinsta andvarps, deyjandi manneskju.

Eðvarð Lárus Árnason, leit dagsins ljós á Akranesi 8. desember 1936 og lést 28. janúar s.l.

Eðvarð ólst upp á Skaganum hjá foreldrum sínum, þeim Árna Breiðfjörð Gíslasyni, frá Hellissandi (1913-2002) og Þóreyjar Hannesdóttur (1918-1991). Systkini eignaðist hann tvö: Sæunni f. 1940 sem er látin og Gísla Breiðfjörð f. 1957.

Dagar drengsins litla urðu nokkuð margir því hann náði að lifa í rúm 86 ár. Það telst bara nokkuð gott á tímum þegar ævilíkur Íslendinga eru 84 ár skv. mælingum sérfræðinga en voru þó ekki fleiri en 42 ár, fyrir 160 árum. Fólk féll á barnsaldri úr sjúkdómum og sumir dóu jafnvel af smásárum á fingri því ekkert penisillín var til í þá daga. Ævilíkur okkar hafa tvöfaldast. En fólk gat samt náð háum aldri forðum daga eins og fram kemur í 2.500 ára gömlum texta í Gamla testamentinu: „Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár.“ (Sálmarnir 90.10).

Tíminn.

Sekúndur, mínútur, klukkustundir, sólahringar, vikur, mánuðir, ár og aldir.

Og við getum ekki skilið tímann, þetta undarelga fyrirbrigði sem ber okkur áfram eins og bátsskel á haffleti og varpar okkur síðan fyrir borð við hlið himinsins – eða hvað?

Og nú eru liðnar 3 mínútur og 52 sekúndur síðan ég hóf að flytja þessi minningarorð og áfram líður tíminn.

Skaginn var og er ævintýraheimur og Skagamenn hafa borið hróður bæjarins vítt og breitt um landið í tímans rás. Sjósókn hefur verið stunduð þar um aldir.

Eðvarð kynntist atvinnulífinu eins og fólk af hans kynslóð gerði, byrjaði að vinna ungur og kom víða við. Ungur eignaðist hann vörubíl af gerðinni Ford Henschel og eignaðist svo fleiri stóra bíla síðar og hafði oftast nóg að gera í verktöku og vegagerð.

Hann kvæntist Önnu Ólöfu Kristjánsdóttur, sem fædd var árið 1934 en lést árið 2000. Hún átti fyrir dótturina, Þórdísi Ásgerði Arnfinnsdóttur f. 1955. Saman eignuðust þau Anna og Eðvarð 6 börn. Þau eru:

• Árni Eyþór f. 1956, lést sama ár.

• Kristján Arndal f. 1957, d. 1997.

• Eyþór f. 1961

• Guðni f. 1962

• Anna Lára 1965 og

• Örn Arndal f. 1968, d. 1990.

Lífið er sjóferð og brot geta riðið yfir bátinn og hrifið fólk úr skjóli skeljar og í djúp dauðans. Dagarnir geta verið þungir en góðu dagarnir eru þó fleiri en hinir hjá okkur flestum.

Árið 1963 flutti fjölskyldan í Kópavog og þar stundaði Eðvarð ýmis störf en árið 1967 varð hann lögreglumaður og síðar varðstjóri en svo flutti fjölskyldan í Stykkishólm þar sem hann varð yfirlögregluþjónn.

Eðvarð var fjölhæfur og listrænn og stytti sér oft stundir með því að mála myndir en tónlistin var þó enn stærri þáttur í lífi hans. Hann var á fermingaraldri á Akranesi þegar þangað kom sveitakona ríðandi ofan úr Leirársveit, til að falast eftir því við foreldra hans að þau myndu lána strákinn til harmonikkuspils á balli. Konan hafði heyrt af tónlistargáfu drengsins og hæfileikum hans. Harmonikkan var hans fylginautur alla tíð og hann lék á böllum víða um land og með mörgum þekktum tónlistarmönnum. Hann átti nokkra húsbíla um ævina og á ferðum sínum í samfloti húsbíla þá var harmonikkan alltaf með í ferð. En harmonikkan var ekki eina hljóðfærið, Eðvarð spilaði nánast á öll hljóðfæri og allt eftir eyranu. Honum nægði að heyra lagið, þá var það komið. Ekki eru nema mánuðir síðan hann bætti síðustu harmonikkunni í hljóðfærasafnið sitt.

Veistu að hvergi í hinum þekkta alheimi heyrist hljóð? Veistu að tónlist og hljóð heyrast bara á jörðinni okkar? Alheimurinn er steinhljóður því þar eru engin skilyrði fyrir hljóð að berast, þ.e.a.s. enginn lofthjúpur og engar sameindir sem bera hljóðið og þar er ekki heldur nein dýr og ekkert fólk með eyru sem kunna að nema hljóð! Merkileg er hún þessi tilvera okkar hér á jörð.

Og svo eru það höfin sem hylja 71% af yfirborði jarðar. Þau eru vatnsvegir sem heillað hafa mannkyn frá fyrstu tíð.

Eðvarð hafði byrjað að sigla í Kópavoginum og hélt því áfram í Hólminum. Báturinn, Lárus, bar hann langa vegu og m.a. alla leið til Spánar.

Nafnið Lárus er líklega tilvísun í lárviðarsveig, sem heitir stephanos á grísku og merkir sigursveig og er hugtakið á bak við kórónu lífsins, sem kemur fram í bæn til ungmenna, sem fermast, um að þau megi öðlast kórónu lífsins, lárviðarsveig. En sjálfur hét hann Eðvarð Lárus og fyrri liður fornafnsins vísar til auðs og síðari liðurinn til verndar.

Eðvarð kom víða við. Hann var einn af stofnendum Hlaðbæjar sem var verktakafyrirtæki. Hann átti hlut í Flugfélaginu Vængir og stofnaði einnig fyrirtækið Hraunfell, steypti gangstéttir í Reykjavík og vann við að leggja hitaveitu í Kópavogi, sprengdi m.a. gjána við Sundlaug Kópavogs í gegnum hverja Borgarholtsbrautin liggur.

„Leggið braut, leggið braut, greiðið veginn, ryðjið hverjum ásteytingarsteini úr vegi þjóðar minnar!“, segir í spádómsbók Jesaja. Göfugt er það hlutverk að ryðja brautir og forða hindrunum úr vegi vegfarenda.

Eðvarð hafði nef fyrir viðskiptum og sá víða tækifæri.

En lífið var aldrei bara dans á rósum. Hann og Anna Ólöf skyldu árið 1992 og hann kvæntist seinna Jórunni Sigfúsdóttur en þau skyldu en héldu vinskap alla tíð.

Systkinin sögðu um pabba sinn: „Hann var nagli en með mjúkt hjarta og mátti hvergi aumt sjá og studdi oft við þau sem minna máttu sín á lífsveginum og gerði mörg góðverkin.“ Hann var líka dýravinur og köttur sem átti að lóga endaði hjá honum og lifði í 17 ár.

Hann var réttsýnn og ekki sama um það hvernig sumt gekk fyrir sig í lífinu.

Hann fór margar ferðir uppá Skaga með börnin til að sýna þeim æskuslóðirnar, átti hjólhýsi í mörg ár og ferðaðist víða.

Afkomendur hans eru 34 og af þeim eru þrjú látin og við hópinn bætast stjúpbörnin hans, afkomendur Þórdísar Ásgerðar.

Árið 2015 skrifaði hann eitthvað um lífið og dauðann og sagðist mundu horfa til barnanna „að ofan“ og fylgjast með þeim.

Enginn veit morgundaginn.

„Vertu í góðu skapi á góðum degi og hugleiddu þetta á illum degi: Guð hefur gert þennan dag alveg eins og hinn til þess að maðurinn verði einskis vísari um það sem síðar kemur.“ (Préd. 7.14)

Lífið er undur. Tíminn líður og fólk hverfur af sviði tímans og inn í eilífðina þar sem Guð ríkir. Við höfum flest alist upp við áhrif kristinnar trúar, erum skírð og fermd. Skírnin er í raun sáttmáli, samningur, milli Guðs og manns. Og þegar tveir aðilar gera með sér samning ber báðum að standa við loforð sín. Við, mannfólkið, erum hins vegar svo breisk að við náum aldrei að standa við okkar hlut, en Guð svíkur aldrei sitt loforð, samning sinn við okkur. Við erum hans í lífi og dauða, sama hvar við erum á lífsveginum eða höfum verið, sama hvað við höfum gert eða látið vera að gera. Við erum börnin hans sem hann elskar og gleymir aldrei. Gott er að muna það um leið og við gleðjumst yfir þessum degi þegar við kveðjum Eðvarð Lárus Árnason og þökkum fyrir lífið hans.

Í hinu stórbrotna verki Dantes, Gleðileikurinn guðdómlegi, sem ritað nokkrum áratugum eftir drápið á Snorra Sturlusyni á 13. öld. Í ritinu er mikið og margslungið líkingamál í bundnu máli um ferðina frá jarðlífi, um dularfullar víddir ríkis hinna dauðu og alla leið til himinsins heim.

Nýlega kom út bókin, Skírnarfjallið, sem er ný þýðing á orðinu Hreinsunareldur. Skírn merki jú, hreinsun og Skírnarfjallið þurfa sálirnar að klífa eftir skilningi Dantes sem talar út frá kaþólskri trú síns tíma.

Í II. kafla er vísað til báts sem fer svo hratt að botn hans blotnar ei og hann ferjar sálirnar. Þar segir:

Ég niður leit, og hann á ströndu steytti

á bát sem lipur, léttur var og hraður

svo vatnið aldrei kjalarborðin bleytti.

Í skuti helgur stóð þar stýrimaður,

og sem letruð lýsti sæluglóðin;

og bátur meir en hundrað sálum hlaður.

(Kafli II. 40-41)

Og nú er Eðvarð Lárus Árnason, farinn í sína hinstu för, landfestar hafa verið leystar og himinn fyrir stafni.

Guð geymi hann og Guð geymi þig sem enn ert á lífsveginum. Mættum við öll ná því að lifa vel og lengi. Amen.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.