+Ólafur Valdimar Guðmundsson 1937-2021

Eftir Örn Bárð Jónsson

Um hvað snýst kristin trú? Oft heg ég átt samtal við fólk um þessa spurningu og þá spyr fólk mig gjarnan um lífið eftir dauðann, eins og það sé helsta áhersluatriði trúarinnar. En í raun snýst kristin trú um lífið fyrir dauðann.

Næsti hluti ræðunnar var fluttur út frá punktum.

Við erum komin hér saman til að kveðja Ólaf Valdimar Guðmundsson og þakka fyrir líf hans og störf.

Ólafur var fæddur f. 14. september 1937 í Reykjavík og varð rafvirkjameistari í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, lögregluvarðstjóri, f. 3. september 1903 í Hafnarfirði, d. 3. apríl 1993, og k.h. Þóra Jósefína Magnúsdóttir, f. 9. ágúst 1910 í Hafnahreppi, Gullbringusýslu, dáin 7. febrúar 1976.  

Systkini hans eru:

Þórður Helgason (sammæðra). f. 1930, d. 2018

Kristín, f. 1935, d. 2020

Guðmundur Magnús, f. 1941, d. 2017

Þorbjörg Jóna, f. 1945.

Ólafur nam rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og tók sveinspróf 1958. Meistari hans var Vilberg Guðmundsson.  Meistarabréf fékk hann 1962 og landslöggilding 1963.

Starfaði hjá Segli hf. 1958-1964 en hóf svo eigin rafverktakarekstur 1965, jafnframt var hann stundakennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1986-1990.  

Eftirlifandi eiginkona hans er Guðný Steingrímsdóttir, f. 22. september 1941 í Reykjavík.  Foreldrar ennar voru Steingrímur Hinriksson, umboðsmaður í Reykjavík, (f. 20. maí 1914 á Höfn í Hornafirði, d. 24. janúar 1979), og k.h. hans Anna Sigríður Sigurmundsdóttir, frá Svínhólum, Bæjarhreppi, A-Skaftafellssýslu, (f. 22. janúar 1915)  

Börn Ólafs og Guðnýjar eru:

a) Guðmundur, f. 14. Júlí 1959, rafveitustjóri, eiginkona: Guðlaug Jónsdóttir, leiðsögumaður f. 30. desember 1951.  Börn Guðmundar, með fyrrverandi eiginkonu, Þórdísi Sigríði Hannesdóttur eru:

Ólafur Freyr, f. 5. nóvember 1978, börn hans: Daníel Freyr (f. 2000) og Kristófer Kári (f. 2007);

Kári Þór, f. 4. júní 1987, dóttir hans: Eygló Tinna (f. 2011),

Ingunn Freyja, f. 20 október 1989. Börn hennar: Kristín Freyja (f. 2014) og Benjamín Logi (f. 2017).  

Börn Guðlaugar með fyrrverandi eiginmanni Ásgeiri Ebenezersyni):

Ebenezer Þórarinn (f. 1976),

Hinrik (f. 1989) [unnusta Hinriks: Nataly Sæunn Valencia] og

Lára (f. 1992) [eiginmaður: Michael Brookman].

Næst í röð barna Guðnýjar og Ólafs eru:

b) Brynja, f. 28. nóvember 1963, d. 26. ágúst 1966.

c) Jón Þór, f. 25. júní 1970, póstfulltrúi.

d) Ragnar Páll, f. 30. apríl 1974, [fyrrverandi eiginkona: Angela Jeanie Mumm (skilin)] (engin börn).

Ég spurði ekkju hans og aðstandendur spurningarinnar: Hver var hann Ólafur? Hvað kemur ykkur fyrst í hug þegar þið minnist hans? Þau nefndu hve mikinn þátt það átti í mótun hans að hafa alist upp að hluta hjá ömmu sinni, Kristínu Jósefsdóttur og ömmubróður sínum, Guðmundi Jósefssyni sem bjuggu að Staðarhóli í Höfnum á Reykjanesi. Hann átti margar góðar minningar þaðan. Náttúran hafði sterk áhrif á hann og svo vann hann á Vellinum eftir að ann óx úr grasi og lærði ýmislegt gott á þessum árum syðra.

Hann var nákvæmur í mörgu sem kom m.a. fram í áhug hans og þeirra Guðnýjar á garðrækt. Garðurinn þeirra við Skriðustekk í Reykjavík var svo vel hirtur að fólk hélt að þau hefðu siktað alla mold með fínasta sikti því svo flott voru beðin og gróskurík. Það fór vel á því að syngja hið fagra ljóð, Jónasar Hallgrímssonar, Smávinir fagrir um blómin fögrus sem skrýða landið.

Garðurinn var m.a. hafður til sýnis á vegum Skógræktarinnar og þau nutu þess ætíð að vinna með sínum grænu fingrum.

Systir hans nefndi að mjög náið og sterkt samband hafi verið á milli hans og móður þeirra.

Hann var góður sögumaður og jafnan ræðinn og opinn gagnvart fólki almennt talað. Árum saman sinnti hann viðhaldi í félagsbústöðum á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fólk af öllu tagi bjó og sýndi það sig í því samhengi að eiginleikar hans til samskipta og fordómaleysi gerðu það að verkum að öllum líkaði við Ólaf. Hann hafði yndi af að ræða við fólk á förnum vegi og ef hann fór í verzlunarmiðstöð og Guðný kíkti í búðir sat hann stundum á bekk fyrir utan og ræddi við hvern sem var. „Þekktir þú þessa konu sem þú varst að tala við?“ spurði hún. „Nei, nei, hef aldrei séð hana fyrr!“ Svona var Ólafur.

Hann var vandvirkur, vel kynntur, bar virðingu fyrir fólki, hafði góðan húmor og var einkar bóngóður.

Þau hjón urðu fyrir sárum missi þegar dóttir þeirra, Brynja, lést í Bandaríkjunum, þar sem hún gekk undir hjartaaðgerð. Hún var á 3ja ári. Sorgin er erfið og sorgin hverfur aldrei en fólk lærir að lifa með henni. Þau hjónin tóku þetta afar nærri sér og eru af þeirri kynslóð sem þekkti ekki leiðir til að vinna úr sorginni. Nú á tímum er meiri þekking á sálarlífi fólks og bæði prestar og sálfræðingar hafa meiri kunnáttu og úrræði en áður.

Öll erum við syrgjendur á einn eða annan hátt. Við höfum misst ástvin, einn eða fleiri og sorgin situr í okkur. Hún hverfur aldrei en við lærum að lifa með örunum sem hún skilur eftir.

Við kveðjum mann sem átti gott líf og leitaðist við að lifa lífinu hérna megin grafar, að lifa lífinu fyrir dauðann.

Hann er hér kvaddur af syrgjendum sem munu sakna hans en muna margt gott úr lífi hans og ævi.

Eitt sinn skal hver deyja. Við munum öll deyja í fyllingu tímans, þegar kallið kemur til okkar hvers og eins. Þannig er lífið skrúfað saman í þessum heimi. Við þurfum hvorki að óttast það sem tekur við né það sem enn er eftir af þessu lífi. Við eigum vísa elsku Guðs og náð. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því og læra að lifa í elsku og náð, í vináttu við Guð og menn.

Guð blessi minningu Ólafs Valdimars Guðmundssonar og Guð blessi þig alla daga.

Amen.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.