Þátttaka Íslands í Íraksstríðinu

Í gær, 5. maí, horfði ég á heimildamynd á RÚV um Íraksstríðið 2003 og hvernig það var réttlætt og undirbúið með lygum og falsfréttum af hálfu Bandaríkjastjórnar.

Mér varð hugsað til útifunda í Reykjavík, þar sem mörg okkar, sem sáum í gegnum lygavefinn, stóðum og mótmæltum því að íslenskir ráðamenn hefðu lagt innrásinn lið. Fólk kom einnig saman á Ísafirði, Akureyri og í Snæfellsbæ, til að mótmæla.

Ísland hafði lýst yfir stríði á hendur annarri þjóð með því að styðja hernað stórveldis gegn mun minna ríki þar sem allur málatilbúnaður var byggður á blekkingum og lygum.

Við bjuggum hvorki við lýðræði né þingræði heldur bjálfræði á þeim tímum. Bjálfar og undirlægjur voru við stjórnvölinn í landinu sem hirtu ekki einu sinni um að ráðfæra sig við útanríkismálanefnd Alþingis.

Á einum mótmælafundanna sem haldinn var á Lækjartorgi, einn kaldan laugardag, flutti ég ávarp. Að fundi loknum sendi ég textann til vefútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is. Textinn fékkst birtur þar en um það bil tveimur tímum eftir birtingu var hann horfinn af vefnum. Ég komst að því síðar að ritsjórinn hafði hringt í fréttamann á vaktinni og spurt: „Hvað er þessi texti hans Arnar Bárðar að gera á vefnum?“ Starfsmaðurinn vissi hvað til síns friðar heyrði og tók færsluna út. Svona var nú sannleiksástin á þeim bæ á þeim tíma.

Stríðið hafði 10 árum síðar (2013) kostað Bandaríkjamenn 1,7 billjónir dollara og talið að heildarútgöld gætu numið 6 billjónum þegar öll kurl væru komin til grafar, 6 milljónum milljóna.

Við vorum með í þessu. Saga Íslands er breytt og landið á nú sína stríðsherra.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.