Réttilega að málum staðið

Margar eru þær Nes­kirkj­urnar á Norð­ur­löndum og ein er sú sem ég þjóna í Nor­egi og hef gert frá árs­byrjun 2016. Á kirkju­garðs­veggnum er skjöldur til að minn­ast atburðar í árs­byrjun 1814. Christ­ian Fred­rik kon­ungur hafði sent út bréf í febr­úar sama ár til allra lands­hluta og beðið um að kosnir yrðu full­trúar til stjórn­laga­þings.

Aðsend mynd

Mynd ÖBJ

Um allt land fór kosn­ing fram í hverju presta­kalli nema í Nor­dland. Póst­ur­inn barst heima­mönnum þar ekki fyrr en í mars og þá var árleg fisk­gengd í algleym­ingi og karl­arnir sögð­ust þurfa að stunda veiðar meðan færi gæf­ist og hefðu því engan tíma til að sinna svona verk­efni, þeir þyrftu að sækja björg í bú. Þessa var minnst í útvarpi nýlega og þá sagt að karl­arnir hefðu nú bara getað haldið áfram að fiska en sent kon­urnar á stjórn­laga­þing­ið. En þá voru aðrir tímar en nú. En hvað um það. Um allt land fór fram kosn­ing í höf­uð­kirkjum hvers presta­kalls og full­trú­arnir vald­ir. 

Aðsend mynd
Mynd ÖBJ

Í Nes­kirkju er líka mynd af bréfi sem sýnir nið­ur­stöð­una hér í sveit.

Þing­full­trú­arnir 112 komu svo saman á Eiðsvelli 10. apríl 1814 og skil­uðu til­bú­inni stjórn­ar­skrá sem var sam­þykkt 17. maí sama ár. 

Þjóðin hafði valið sína full­trúa og þeir samið stjórn­ar­skrá í umboði henn­ar. 

Fer­ill­inn var þessi. 12. apríl setti Rík­is­sam­koman (Riks­for­sam­lin­gen, þ.e. þing­full­trú­arnir 112) á fót stjórn­laga­nefnd sem skyldi koma með til­lögu að stjórn­ar­skrá. Christ­ian Magnus Falsen var val­inn til for­ystu. Fjórum dögum síðar lagði nefndin fram 11 grund­vall­ar­at­riði til frek­ari úrvinnslu. Nor­egur skyldi vera frjál­st, óháð og óskipt­an­legt ríki. Kon­ungur skyldi hafa fram­kvæmda­vald, þing valið af þjóð­inni lög­gjaf­ar- og ákvörð­un­ar­vald, og sjálf­stæðir dóm­stólar dóms­vald. Trú­frelsi og prent­frelsi skyldi tryggja en Gyð­ingar fengu þó ekki að búa í rík­inu. Þeir fengu rétt­indin síð­ar. Eftir þetta hóf stjórn­laga­nefndin vinnu sína við sjálfa stjórn­ar­skrána. 2. maí lagði hún fram til­lögu með 115 grein­um. Ein­hugur ríkti um til­lög­una og 4.-11. maí sam­þykkti Rík­is­sam­koman stjórn­ar­skrána. Þá hófst nokk­urra daga deila um hlut­verk kon­ungs sem lauk þegar Rík­is­sam­koman kom prúð­búin saman 17. maí og valdi sér kon­ung hins nýja rík­is. 19. maí tók Christ­ian Frederik við krún­unni og dag­inn eftir var Rík­is­sam­koman leyst upp.

Á Íslandi var sett í gang sam­bæri­legt ferli árið 2009 og 25 full­trúar valdir af þjóð­inni 2010 til setu á stjórn­laga­þingi. Kosn­ingin var síðan lýst ógild vegna þess að hugs­an­lega hefðu ein­hverjir hugs­an­lega getað séð á milli kjör­klefa. Hæsti­réttur sem hefur frá upp­hafi verið skip­aður að mestu leyti flokks­hollum und­ir­sátum Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks lýstu kosn­ing­una ógilda út frá ein­tómum hýpótesum um að hugs­an­lega hefði ein­hverjir hugs­an­lega getað svindl­að. Engin dæmi voru til um neitt mis­ferli og kosn­inga­bás­arnir sem not­aðir voru eru sams­konar og tíðkast við kjör í mörgum nágranna­lönd­um. Reynir Axels­son, stærð­fræð­ing­ur, jarð­aði nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, með gildum rökum og óhrekj­an­leg­um. En úrskurð­ur­inn stóð. Spyrja má í því sam­hengi: Hafa ekki allar kosn­ingar á Íslandi verið haldnar í sams­konar sam­hengi hugs­an­legra ágalla eða mögu­leika til mis­ferl­is, það er hýpotetiskt ólög­leg­ar? Og eru þá ekki allar íslenskar kosn­ingar ógild­ar?

Nóg um það. 

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sem af hug­rekki og skiln­ingi á lýð­ræð­inu setti ferlið af stað valdi eina rétta kost­inn í stöð­unni og skip­aði þá 25 ein­stak­linga sem þjóðin hafði valið til stjórn­laga­ráðs. 

Ráðið samdi stjórn­ar­skrá á 4 mán­uðum með 114 greinum og skil­aði til Alþing­is. Aldrei fyrr í mann­kyns­sög­unni hefur stjórn­ar­skrá verið samin í eins mik­illi sam­vinnu við almenn­ing og í þessu til­felli. Fræði­menn við helstu háskóla heims þar sem stjórn­ar­skrár eru sér­stak­lega til umfjöll­unar og rann­sóknar hafa lokið upp lofi um þetta verk. 

En á Íslandi eru til valda­blokkir sem vilja ekki rétt­læti handa fólk­inu í land­inu. Þær braska með valdið til að tryggja sér­hags­muni ein­stak­linga og hópa sem þeim eru þókn­an­leg­ir. Eða kannski er þessu einmitt öfugt far­ið: Sér­hags­muna­hóp­arnir hafa krækt sér í veð í full­trúum ákveð­inna flokka og stýra þeim svo sem strengja­brúður væru?

Fram­koma Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar, Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar hefur verið fyrir neðan allar hellur í þessu máli en síð­ast nefndi flokk­ur­inn klofn­aði og stóð ekki í lapp­irnar á loka­metr­un­um. Stjórn Jóhönnu féll og síðan hafa spill­ingaröflin ráðið ríkjum á Íslandi.

Og nú talar for­sæt­is­ráð­herra um Alþingi sem stjórn­ar­skrár­gjafann og nefnir sam­ræðu­gátt um að möndla með það sem er þjóð­inni heil­agt. Ég er gátt­aður á að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki dýpri skiln­ing á mik­il­vægi þess að þjóðin setji sér stjórn­ar­skrá.

Stjórn­ar­skrá verður aldrei, ég end­ur­tek, aldrei, skrifuð af póli­tískum full­trú­um, sem berj­ast fyrir sér­hags­munum til­tek­inna hópa. Hún verður aðeins samin af stjórn­laga­þing­i/ráði sem vinnur í umboði þjóðar sinnar sem hefur valið full­trú­ana án tengsla þeirra við póli­tíska flokka eða sér­hags­muni.

Komið ykkur nú að verki, alþing­is­menn, hysjið upp um ykkur bux­urnar og sam­þykkið til­lög­una sem mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar hefur lýst sig sam­þykka í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. 

Þar með getum við sagt að rétti­lega hafi verið að verki stað­ið.

– – –

Greinin birtist í Kjarnanum 23. maí 2019

https://kjarninn.is/skodun/2019-05-23-rettilega-ad-malum-stadid/

 

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.