Listamannalaun – Þvílík unun! Dísætur texti, dillandi kímnigáfa og djúp elska

Ný bók eftir rithöfundinn Ólaf Gunnarsson hefur litið dagsins ljós og það eru gleðitíðindi hverju sinni. Síðustu bækur hans hafa flestar verið breiðar og djúpar skáldsögur þar sem hann lýsir glímu fólks við erfiðar tilvistarspurningar á sviði trúar og heimspeki. Nú kemur fyrir augu lesenda bók um nána vini sem hann átti og horfnir eru á vit feðra sinna. Þeir voru Alfreð Flóki, Dagur Sigurðarson og Steinar Sigurjónsson.

img_0011

Sagnagáfu Ólafs kynntist ég fyrst fyrir rúmri hálfri öld. Þá vorum við unglingar á tímabili sem var rétt hafið og átti eftir að marka djúp spor í sögu og menningu heimsins, kennt við 68-kynslóðina. Ólafur á það til þegar við hittumst að rifja upp heilu samtölin frá því fyrir hálfri öld og gerir það með sinni næmu kímni og kankvísi. Hann rifjar gjarnan upp eitthvað sem ég sagði eða einhver annar úr vinahópnum, sem enginn man lengur – nema skáldið!

Ólafur, sem nam fræði gróssista við Verzlunarskólann, varð rithöfundur og kynntist sem slíkur listamönnum, sem eru mörgum eftirminnilegir, fóru mikinn og flugu hátt. Hann skrifar um 3 vini sína sem höfðu hver um sig meira þanþol en margur annar listamaðurinn þegar litið er til lífsþorsta og fangbragða við listagyðjuna. Þeir áttu sér stóra drauma og glæstar vonir en fengu að reyna í senn niðurlægingu og ísköld örlög. Sumt var sjálfskapað, annað ekki.

Þegar ég fékk bókina í hendur hér í Noregi á dögunum var ég staðráðinn í að treina mér hana og njóta a.m.k. í nokkra daga. Þær fyrirætlanir fuku fljótt út í veður og vind. Um miðja nótt eftir að bókin barst mér, vaknaði ég, teygði mig í hana og hætti ekki fyrr en á síðustu blaðsíðu.

Þvílík unun! Dísætur trexti, dillandi kímnigáfa og djúp elska.

Ólafur skrifar um þessa vini sína af fádæma næmni og hispursleysi án þess þó að niðurlægja persónurnar þrjár á nokkurn hátt. Þær fá að njóta sín án þess að höfundurinn upphefji sjálfan sig á þeirra kostnað.

Ólafur er að mínu mati meistari tilfinninga og tilvistar í sínum verkum og í þessari litlu bók birtist hans næma skáldgáfa, fimleg frásagnarlist, ískrandi húmor og djúp elska ti hrofinna vina.

Þessi bók gleður sannarlega hjartað og auðgar andann.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.