Til útlendinga
Prédikun í Neskirkju sunnudaginn 21. september 2014 – 14. sd. e. trin
Umhverfisráðstefna SÞ er um sömu helgi og fundur WCC um sama málefni.
Textar dagsins eru neðanáls.
Hér fyrir neðan má hlusta á og lesa ræðuna.
Ebóla heitir sjúkdómur sem herjar nú á fólk í sumum ríkjum í V-Afríku og ógnar um leið heimsbyggðinni. Sjúkdómurinn berst þó ekki með loftinu heldur við snertingu. Hann er skelfilega hættulegur og bráðdrepandi. Vísindamenn gera nú allt hvað þeir geta til að finna lausn og njóta til þess tilstyrks voldugra ríkja.
Sjúkdómar hafa um aldir ógnað mannkyni en læknavísindin hafa fundið lausnir í mörgum tilfellum. Stutt er síðan pensilín var fundið upp en fyrir tíma þess dóu margir af völdum smásýkinga sem mögnuðust og enginn réð við.
Guðspjallið er um líkrþráa menn eða holdsveika. Þeir urðu að hafast við utan borga og bæja á dögum Jesú og máttu ekki hafa náin samsktipi við fólk. Jesús nálgast þorp og þá koma þeir til móts við hann á veginum og biðja hann ásjár. Jesús læknaði þá með því einu að segja þeim að fara til prestanna en það áttu líkrþáir menn að gera ef þeir töldu sig læknaða. Þeir fóru allir. Einn sneri aftur til Jesú og þakkaði lækninguna.
Ekki er svo langt síðan holdsveiki var vandamál á Íslandi. Holdsveikraspítalinn var reistur og stóði inni í Laugarnesi. Þar var um árabil ungur, sjálfmenntaður fræðimaður, Sigurður Kristófer Pétursson, sem orti fagran sálm sem er í sálmabókinni okkar nr. 402 Drottinn varkir.
http://is.wikipedia.org/wiki/Sigur%C3%B0ur_Krist%C3%B3fer_P%C3%A9tursson
Lúkas segir söguna af Jesú og tíu líkþráum mönnum. Oftast er hún túlkuð sem saga um þakklæti og mikilvægi þess að vera þakklátur. En er það kjarninn í sögunni?
Síðasta sunnudag íhuguðum við söguna um miskunnsama Samverjann sem vissulega er um miskunnsemi og kærleika en í raun er kjarninn í henni sá að Samverjinn var útlendingur. Í sögu dagsins er sá eini, sem kom og þakkaði fyrir sig, útlendingur. Hvað er Jesús að meina með því að benda á þennan útlending? Hann teflir honum fram sem fyrirmynd í þjóðfélagi sem átti það til að líta niður á framandi fólk og telja sig sjálft eiga meirihlutann í Himnaríki h.f. Farísear og fræðimenn á dögum Jesú töldu sig vera með allt á hreinu og liti niður á útlendinga og framandi fólk. Samt er í arfi Gyðingar í GT að finna fagra texta og áminningar um að fara vel með útlendinga eins og t.d. í lexíu dagsins: „Drottinn verndar útlendinga“. Sú áminning og hvatning í GT er sumstaðar studd með tilvísun í að eitt sinn voru Ísraelsmenn sjálfir útlendingar í Egyptalandi um aldir áður en þeir héldu þaðan með Móse í Exódus-förinni eða brottförinni miklu. Mundu að eitt sinn var þjóð þín í fjötrum sem útlendingur í framandi landi. Þetta var börnum kennt að vita um sögu sína og tilvist.
Hverjir erum við? Við sem teljum okkur vera Íslendinga, erum stolt af því að vera það. Átthagavitund er sterk í landinu og víða eru aðfluttir aldrei taldir til heimamanna. Nei, hann er ekki héðan hann er aðfluttur, heyrist oft sagt um fólk. Menn vilja vera original. En svo breytist þetta smátt og smátt. Hverjir eru Reykvíkingar? Stutt er síðan Reykjavík var eitt agnar lítið þorp í landi Seltjarnarnesshrepps sem náði upp í Bláfjöll. Reykjavík stendur eiginlega öll á Seltjarnarnesi eða í landi hins forna hrepps. Íbúarnir hér eru allir lang flestir „útlendingar“ þ.e. fæddir annars staðar á landinu og aðfluttir. Með auknum samgöngum og tengslum við útlönd fjölgar nú útlendu fólki hér á landi. Veröldin er að blandast og fólksflutningar eru gríðarlegir. Evrópa ræður vart við fólksstrauminn sem flæðir að ströndum álfunnar í leit að betri lífskjörum. Aldrei fyrr í sögunni hefur það blasað við mannkyni með jafn skýrum hætti og nú að við erum eitt mannkyn, ein fjölskylda, eitt lítið alheimsþorp. Í Ameríku streyma börn frá M-Ameríkuríkjum fótgangandi norður á bóginn í gegnum Mexíkó til að komast yfir landamæri Bandaríkjanna. Yfirvöld ná þeim flestur og senda þau í til baka í rútuförmum þar sem þeirra bíður fátækt og eymd. Það gladdi mig að lesa í fréttum nýlega að það voru forystumenn kristinna trúfélaga í BNA sem einir töluðu máli þessara barna og hvöttu stjórnvöld til að sýna miskunn.
Ótti við útlendinga eða jafnvel útlendingahatur er þekkt í samtíð okkar. Í nágrannalöndum okkar vex nýjum stjórnmálaflokkum fiskur um hrygg sem eru á móti útlendingum á einn eða annan hátt. Xenophobia heitir það á fræðimáli að vera í nöp við útlendinga. Við þekkjum líka kynþáttahatur sem t.a.m. er erfitt vandamál í Bandaríkjunu og víðar – og er þekkt hér á landi líka. Mikilvægur áfangi í baráttu svartra í BNA fyrir viðurkenningu var kjör Baraks Obama.
Gott er fyrir okkur upplitaða, hvíta menn, að muna að mannkynið er allt upprunnið í Afríku og því voru allir menn svartir í eina tíð. Vísindamenn segja að flutningur manna fyrir ym 7 þúsund árum á kaldar norðurslóðir þar sem sólarljós er minna, ræktun og neysla kornmetis ásamt fleiri þáttum, hafi breytt erfðavísum okkar. Þess vegna fölnuðum við.
Til er kínversk sagan um húðlit manna. Guð bakaði manninn úr deigi. Hann var of bráðlátur í fyrstu tilraun og því varð maðurinn hans hvítur, fölur og hrár. Næst hækkaði hann hitann og þá brann allt við. Svo tókst það í þriðja sinn og maðurinn varð svona líka fallega gulbrúnn!
Sínum augum lítur hver silfrið, segir í máltækinu.
Við erum eitt mannkyn, gulir, svartir, hvítir.
Jesús upphóf útlendinginn í sögunni um hina tíu líkþráu. Hann er okkar fyrirmynd og sama má segja um miskunnsama Samverjann.
En svo má spyrja: Hver er útlendingur og hver ekki í þessum heimi? Ísland er alsetið útlendingum. Við erum öll komin frá öðrum löndum, frá Noregi, Breltandsleyjum og víðar að. Við erum útlendingar. Og Biblían sér okkur í sömu mynda. Í Hebreabréfinu er talað um fyrri kynslóðir sem biðu þess að finna lausn á tivistarvanda mannsins. Þar segir:
„Allir þessir menn dóu í trú án þess að hafa öðlast fyrirheitin. Þeir sáu þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu að þeir væru gestir og útlendingar á jörðinni.“ (Heb 11.13)
Þegar dýpst er skyggnst þá erum við útlendingar á þessari jörð. Heimkynni okkar eru á himnum og þangað stefnum við.
„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag“, kvað Tómas, „við erum gestir og hótel okkar er jörðin“.
Og þessi jörð er eina perlan sem við þekkjum í öllu sólkerfinu sem er svo ógnarstórt að við getum ekki einu sinni ímyndað okkur stæð þess, heilinn í okkur skilur ekki slíkar stærðir og firð.
Jörðin er undurfögur. Geimfarar hafa lýst því er þeir sáu jörðina úr fjarska utan úr geimnum og grétu yfir fegurð bláa hnattarins.
Í dag er haldin umhverfisráðstefna SÞ og Alkirkjuráðið, WCC, kemur einnig saman þessa helgi og ræðir loftslagsbreytingar sem orðið hafa af okkar völdum. Við ógnum jörðinni með neyslu okkar og lífsháttum. Vísindin leita ráð við að minnka mengun og útblástur með því að smíða ný farartæki með nýjum vélum og öðru eldsneyti en það dugar ekki. Lofslagsbreytingar hafa orðið og þær munu halda áfram. Höfin eru að súrna og eitur eykst og vex í lífríkinu. Blái hnötturinn stefnir í að verað dökkur mengunarbolti, öskuhaugur, og við þakin kaunum og líkþrá vegna eigin græðgi og rangra líshátta. Ég er sekur í þessum efnum og við erum það öll.
Við verðum að hugsa um þessa hluti og horfast í augu við vandann og leita lausna með öðrum sem byggja þessa jörð. Til mín barst bæn eftir útlending, svartan mann, bróður okkar í S-Afríku, Desmond Tutu. Hún ljóðar svo:
„Við höfum komið á hagkerfi sem ógnar lífinu. Við höfum breytt loftslaginu til hins verra svo að við drukknum í örvæntingu. Við biðjum þess að vötn réttlætisins flæði og við lærum að varðveita og endurnýja lífið á jörðinni sem er móðir okkar.
Við biðjum fyrir leiðtogum þjóðanna, ráðsmönnum jarðarinnar, sem safnast saman í New York til að ræða um loftslagsmál. Við biðjum þess að þeir komist að samkomulagi í speki og sanngirni og að þeir aðhafist með umhyggju og hugrekki og leiði okkur á vegu réttlætisins fyrir sakir barna okkar og barnabarna.“
Orð útlendings til okkar sem öll erum gestir og útlendingar á þessari dásamlegu jörð sem Guð gaf okkur.
Amen.
Taxtar dagsins:
http://kirkjan.is/tru/kirkjuarid/a/14-sunnudagur-eftir-threnningarhatid/