Glórulaus hagfræði?

verkamenn i vingardiÖrn Bárður Jónsson

Glórulaus hagfræði? 

Prédikun í Neskirkju

16. febrúar 2014 kl. 11

1. sd. í níuviknaföstu

Ritningarlestra dagsins má skoða hér.

Hægt er að hlusta á ræðuna hér fyrir neðan og lesa punktana sem hún var byggð á.

Punktar: 1. sd. í níuv.föstu Verkamenn í víngarði
Nú er deilt um kaup og kjör á Íslandi
Það er lífsins saga en við höfum ekki lengi unnið fyrir kaupi. Allt fram undir þarseinustu aldamót var vistarbandið við lýði hér á landi og jafnvel eftir að hnútar þess voru leystir vann fólk upp á inneignir í kaupfélögum og hjá kaupmönnum. Nýlega heyrði ég um mann sem lést fyrir á seinni hluta liðinnar aldar og átti allt sitt inni hjá kaupfélaginu þegar hann dó og væntanlega á litlum vöxtum.
Nútíminn kom til okkar í gær!
Svisslendingur
Hitti hann eftir útför.Þið Íslendingar eruð svo líkir okkur Svisslendingum.Ég var eitt spurningarmerki og mótmælti og vísaði til meðhöndlunar okkar á peningum.Já, við höfum haft peningar í mörg hundruð ár en þið bara í 50 ár!
Guðspjallið
2000 ára gamall texti þar sem samið eru um kaup og kjör og peningar í boði.
Fönikíumenn
Verslunarþjóð sem vitað er um lengst aftur í aldir f. 3.200 árum. Bjuggu á svæðinu þar sem Líbanon er núna. Sigldu um Miðjarðarhafið. Seldu varning. Komu hugsanlega frá söndunum kringum Rauðahafið í Arabíu en ekki vitað með vissu. Nafnið er hugsanlega tilvísun í purpuralitinn en þeir framleiddu hann með því að veiða sniglategund sem þeir gátu unnið litarefnið úr. Fundu upp perustefnið sem nú er verið að setja á skip hér á landi. Gömul menning og rótgróin.
Að verzla vs. kaupa – breytingin í íslensku máli
Við erum svo blaut á bak við eyrun.
Sagt er að við séum góð í að framleiða varning en kunnum síður að koma honum á markaðinn.
Og nú ætlum við að sigra heiminn með því að prédika fordómaleysi yfir öðrum þjóður með Pollapönki! (sbr. úrslit í Söngvakeppninni í gær.)
Er nóg að menntast
og fræðast af hraðsoðnum kenningum nútímans sem í mörgum tilfellum hafa litla tengingu við hin dýpri rök tilverunnar, sögu og menningu fornalda, visku árþúsundanna?
Gildi
Lexían beinir sjónum okkar að sérstakri sýn á veruleikann.
Við erum skáld og listamenn og kunnum lítt rökræður
Að þekkja Guð
Og ef við erum svona illa áttuð í lífinu, má spyrja:
HVAÐ SKIPTIR MESTU?
Hvað segir lexían?
Lexían
Lexía: Jer 9.22-23
Svo segir Drottinn:
Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni,
hinn sterki hrósi sér ekki af afli sínu
og hinn ríki hrósi sér ekki af auði sínum.
Nei, sá sem vill hrósa sér hrósi sér af því
að hann sé hygginn og þekki mig.
Því að ég, Drottinn, iðka miskunnsemi,
rétt og réttlæti á jörðinni,
á því hef ég velþóknun, segir Drottinn.
Og þá komum við að guðspjallinu
Snýst það um kaup og kjör? Er þetta er ekki gallin hagfræði sem þar er boðuð?
Ekki alveg.
Vínuppskerunni varð að bjarga. Hún var orðin þroskuð í september og haustrigningarnar á næsta leyti. Menn urðu að hafa snarar hendur og uppskera í hvelli. Menn voru ráðnir að morgni og um miðjan dag og loks ef fúsar hendur boru í boði jafnvel síðustu klukkustundu fyrir myrkur voru þær ráðnar og boðið hátt kaup fyrir eina stund.
Óréttlátt! mundu margir segja.
Snýst það um kaup og kjör? Er þetta er ekki glórulaus hagfræði sem þar er boðuð?Ekki alveg. Vínuppskerunni varð að bjarga. Hún var orðin þroskuð í september og haustrigningarnar á næsta leyti. Menn urðu að hafa snarar hendur og uppskera í hvelli. Menn voru ráðnir að morgni og um miðjan dag og loks ef fúsar hendur boru í boði jafnvel síðustu klukkustundu fyrir myrkur voru þær ráðnar og boðið hátt kaup fyrir eina stund.
Laun?
Hvernig hugnast okkur þessi hugmynd um laun?
Stóru trúarbrögðin eru öll með hugmyndir um uppgjör og laun fyrir lífið.Hafa Íslendingar vitund um þetta? Eða höldum við að allt sé auðfengið og að við séum best í öllu?
Um hvað snýst guðspjallið?
Það snýst í raun ekki um kaup og kjör, í það minnsta ekki um endurgjald fyrir dagvinnu.
Það snýst um annað og stærra.
Hvað skiptir mestu?
Hann sem borgar út!
Réttlát laun
Þau sem hafa verið trúuð alla ævina og þau sem hafa verið það hálfa ævina og líka þau sem vakna til vitundar um hjálpræðið á banabeði. Allir fá sín laun. Er það óréttlátt?
Gyðinglegt orðtak: Það tekur suma eina klst sem það tekur aðra heila mannsævi.
Engin forréttindastétt í kirkju Krists
Allir jafnir.
Kristur er líklega að vísa til Gyðinganna sem fylgt höfðu Guði um aldir. Þeir voru ekki nær Guði en aðrir sem komu síðar og jafnvel heiðingjar sem komu inn í Guðsríkið á lokametrunum að núinu sem þá var.
Verkaréttlætingin – lögmálstrú
Hin rétta þekking
Hún er ekki flókin eins og svissneskt úr eða bankareynsla þeirrar ríku þjóðar. Hin rétta þekking er sáraeinföllf. Hún er auðveld eins og ástin. Láttu elskuna til Krists ná tökum á þér.
Og hver verða launin?
Þau munu koma okkur á óvart!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.