Það sem stendur

kristnibodMessa í Neskirkju sunnudaginn 10. nóvember 2013 kl. 11 sem var 24. sd. e. þrenningarhátíð og kristniboðsdagurinn.

Textar dagsins.

Prédikunin var flutt út frá punktunum hér að neðan en þeim þó ekki fylgt nema að hluta til.

Hljóðupptakan er hér fyrir neðan:

Sálmurinn sem sunginn var fyrir prédikun:

Sálmur 302

Í fornöld á jörðu var frækorni sáð,
það fæstum var kunnugt, en sums staðar smáð,
það frækorn var Guðs ríki’, í fyrstunni smátt,
en frjóvgaðist óðum og þroskaðist brátt.Þá dundu’ yfir stormar og hretviðrin hörð,
og haglél og eldingar geisuðu’ um jörð.
Það nístist af frosti, það funaði’ af glóð,
en frjóvgaður vísir þó óskemmdur stóð.Og frækornið smáa varð feiknastórt tré,
þar fá mátti lífsins í stormunum hlé,
það breiddi sitt lim yfir lönd, yfir höf,
á lifenda bústað, á dáinna gröf.Í skjóli þess þjóðirnar þreyta sitt skeið
og þreyttur fær hressing á erfiðri leið,
í skjóli þess hrakinn og vesall fær vörn,
þar velja sér athvarf hin saklausu börn.Það vantar ei ennþá hin ísköldu él
og orma, sem vilja þess rót naga’ í hel,
en hvernig sem fella það farið er að,
þeir fá því ei grandað né eyðilagt það.Það blómgast og vex og æ blómlegra rís,
í breiskjandi hita, í nístandi ís,
af lausnarans blóði það frjóvgaðist fyrst,
þann frjóvgunarkraft eigi getur það misst.Frá heimskauti einu til annars það nær,
þótt önnur tré falli, þá sífellt það grær,
þess greinar ná víðar og víðar um heim,
uns veröldin öll fær sitt skjól undir þeim.Og sú kemur tíðin, að heiðingja hjörð
þar hælis sér leitar af gjörvallri jörð,
sú tíðin, að illgresið upp verður rætt
og afhöggna limið við stofninn sinn grætt.Hve gleðileg verður sú guðsríkisöld.
Um gjörvallan heim ná þess laufskálatjöld.
Úr hvelfingu myndast þar musteri frítt,
þar mannkynið allt Guði lof syngur blítt.Sb. 1886 – Valdimar Briem

Hún söng skírnarsálminn með hinum fullorðnu

Sálmur 252

Ó, blíði Jesús, blessa þú

það barn, er vér þér færum nú,

tak það í faðm og blítt það ber

með börnum Guðs á örmum þér.

Ef á því hér að auðnast líf,

því undir þínum vængjum hlíf,

og engla þinna láttu lið

það leiða’ og gæta slysum við.

Ó, gef það vaxi’ í visku’ og náð

og verði þitt í lengd og bráð

og lifi svo í heimi hér,

að himna fái dýrð með þér.

Ólafur Guðmundsson – Sb. 1589

Valdimar Briem

Hafði lært hann í skóla!

Hættulegur boðskapur í skóla!

Hvað má í menningunni og hvað ekki?

Börn mega ekki syngja sálma í skólum

en þau mega syngja hvað annað sem er!

Ég vil láta fara fram könnun á því hvað kennt er í skólum og hvað gert er í tómstundastarfi í skólum.

Ég veit að kristnifræði er kennd í skólum.

En hvað með annað sem tengist kristni?

Heiðindómurinn – má hann koma fram í skólum?

Má tala um jólasveina í skólum?

Má tala um tröll og forynjur?

Svar mitt er JÁ

Hluti af menningu okkar.

Táknsögur eru mikilvægar.

Sáuð þið kvikmyndina á föstudaginn?

Evan Almighty sem fékk það hlutverk að byggja örk!

Má syngja dægurlög?

Má syngja bull?

Má syngja um fegurðina í heiminum?

Þau mega syngja nánasts allt nema það sem telst vera kristilegt.

Er þetta í lagi?

Táknsögur og lyklar að vestrænni menningu verður að kenna hverri kynslóð.

Kristinn arfur.

Kristur – stórkostleg fyrirmynd.

Sú besta sem til er.

Mikil umbrot eiga sér stað í heiminum

Kína eflist og eflist

Indland – geimskot

BNA eyðir og safnar skuldum

Arabíska vorið

í Arabaheiminum eiga kristnir undir högg að sækja

Hvernig mætum við ógn og andstððu?

Förum við í felur?

Látum sem við séum ekki til?

Hvernig boðum við trúna í óvinveittum heimi?

Viljum við fórna einhverju fyrir trúna?

Bréf SÍK

Kristniboð

Hvar?

Heima – fyrst og síðast

Á vinnustað

Með afstððu til mála líðandi stunda

Úti í hinum stóra heimi?

Prentsmiðjan í Kína

sem prentar 1 milljón Biblía á mánuði. Fólk vinnur við bókband og pökkun á svæði sem er eins og knattspyrnuvöllur að stærð.Ég heyrði í prentvélunum í útvarpi um daginn.

Afríka

Evrópa

Í Noregi

Sterkur armur vakningarkristindóms

Moð

Einvherskonarl félagslegt fagnaðarerindin –  social gospel sem er blanda af öllu og engu.

Á Íslandi

Kirkjan og starf hennar

Fjölhyggjan á ekki að gera okkur að einu moði, einum graut þar sem öllu er hrært sama. Það er grautartrú.

Trúfrelsi leyfir öllum að hafa sína trú.

Eru börnin í þinni fjölskyldu skírð?

Er beðið með þeim?

Er farið með þau í sunnudagaskóla?

Eru þau studd til fermingar?

Eru þau studd í gegnum lífið á kristnum grunni?

Eða við?

Lærum við að taka afstöðu til málefna þjóðfélagsins á grundvelli kenninga Jesú?

Ó, gef . . .

Ó, gef það vaxi’ í visku’ og náð

og verði þitt í lengd og bráð

og lifi svo í heimi hér,

að himna fái dýrð með þér.

Útleggja versið.

Þitt ríki stendur

Sálmur 602

Þitt ríki stendur um alla eilífð

og konungdómur þinn um allar aldir.

Hallelúja, hallelúja.

Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna,

frá dásemdarverkum hans meðal allra lýða.

Fallið fram fyrir Drottni,

í helgum skrúða.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda.

Svo sem var í upphafi, er og verður

um aldir alda. Amen.

Sl 145.13 – Sl 96.3

Við þurfum ekki að örvænta.

Guð er að verki.

Kirkja hans lifir.

En við erum ekki stikkfrí!

Við erum samverkamenn HANS!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.