Við vorum vígðir himninum í heilagri skírn sem ungabörn og fermdir fjórtán árum síðar árið 1963.
Haukur heitinn Böðvarsson fór heim í himin Guðs þennan dag, 25. febrúar 1980, er hann fórst í Ísafjarðardjúpi með skipi sínu mb. Eiríki Finnssyni. Blessuð sé minning þeirra sex manna er fórust í þessu óveðri og megi Guð styrkja ástvini þeirra nú sem þá.
Mannkyns fley á mari rekur,
Guð man allra barna nöfn.
Hafið gefur, hafið tekur,
himinninn er örugg höfn.
(ÖBJ 25.2.2025)


You must be logged in to post a comment.