+Ragnhildur Jónsdóttir 1953-2023

Bálför frá Neskirkju föstudaginn 12. maí 2023 kl. 13

Minningarorðin, texti og hljóðupptaka hér fyrir neðan:

+Ragnhildur Jónsdóttir

1. lestur:

Ég hef augu mín til fjallanna – Sl. 121

2. lestur:

25 En Jesús kallaði þá til sín og mælti: „Þið vitið að þeir sem ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu. 26 En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. 27 Og sá sem vill fremstur vera meðal ykkar sé þræll ykkar. 28 Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla.“ Mt. 20.25-28

Lesa meira

Messa, myndir, minningar og fögnuður á 60 ára fermingarafmæli! + Prédikun dagsins.

Upptaka af prédikun sem flutt var í Vídalínskirkju, 2. sunnudag eftir páska, 23. apríl 2023 en þann dag voru liðin 60 ár frá fermingu minni.

Blöðunum týndi ég með punktum fyrir prédikunina svo ég varð að flytja hana eftir minni. En svo gleymdi ég að setja á upptöku í byrjun ræðunnar en þar talað ég um gleðina og gleðidagana sem kirkjan heldur uppá frá páskadegi/upprisudeginum og allt til uppstigningardags en þeir dagar eru 40 talsins . . . þá vitnaði ég í guðspjall dagsins þar sem Jesús spurði Pétur þrisvar hvort henn elskaði sig og sagði svo að honum bæri að vera hirðir.

En svo kveikti ég á upptökunni. Hljóðgæðin eru þolanleg en með all nokkru braki í prédikunarstólnum!

Bið áheyrendur um að taka viljann fyrir verkið.

Viltu hlusta? Smelltu þá á tengilinn! Ræðan tekur 24 mínútur.

Yfir rúmi bernsku minnar hékk mynda af Jesú biðjandi fyrir Jerúsalem. Hún fylgdi mér í æsku og svo eignaðist ég samskonar mynd þegar ég var orðinn fullorðinn og hef hana enn á vegg heima.

Jesús biðst fyrir.
Jerúsalem í bakgrunni.

Aðra mynd á ég sem föðursystur mínar færðu mér, þær Jóhanna og Sigrún og sýnir afa minn með ánni Gullu sem honum var kær. Í prédikuninni segi ég sögu þeirra.

Bárður Guðmundur Jónsson 1884-1954
útvegsbóndi í Bolungavík, kvæntur Sigrúnu Katrínu Guðmundsdóttur 1885-1956, sem fluttu til Ísafjarðar á 4. áratugi liðinnar aldar og höfðu þangað með sér ána Gullu sem var vitur skepna.

Og hér bætist við þriðja myndin sem tekin var í kirkukaffinu af skólasystrum mínum – og ég fékk að vera með!

+Kolbeinn Sæmundsson 1938-2023

Minningarorð eftir Örn Bárð Jónsson, byggð á samtali við son hans og systur.

+Kolbeinn Sæmundsson

1938-2023

Útför/bálför í kyrrþey frá Neskirkju,

mánudaginn 17. apríl 2023 kl. 13.

Duftkerið verður jarðsett

í Fossvogskirkjugarði í gröf foreldra hans.

1. Ritningarlestur: 1. Mós. 11:1-9 – Babelsturninn

2. Ritningarlestur:

Sálmur 139:1-12 – Hvaðan komum við?

Guðspjall: Jóhannes 1:1-14 – ORÐIÐ – LOGOS

Minningarorðin er hægt að lesa og hlusta á hér fyrir neðan. Vegna smá mistaka varð upptakan í tvennu lagi og því þarf að opna fyrst: Kolbeinn – inngangur og síðan kolbeinn-saemundsson-1938-2023

Lesa meira

Erkibiskupinn af Kantaraborg opnar sig

Örn Bárður Jónsson, þýddi grein úr The Times, sem birtist laugardaginn 8. apríl 2023, aðfangadag páska og las þýðingu sína inn á upptöku samdægurs, sem hægt er að hlust á hér fyrir neðan og tekur lesturinn 5 mínútur og 38 sekúndur.

Erkibiskupinn af Kantaraborg hefur sagt að það að taka lyf gegn þunglyndi hafi hjálpa sér að finnast hann „vera venjuleg manneskja“, og komið honum aftur „í stöðu Eyrnaslapa og úr annarri mun verri stöðu“. [Hér vitnar hann í sögurnar af Bangsímon].

Justyn Welby, erkibiskup af Kantaraborg,
sem ég hitti í Dómkirkjunni í Reykjavík
er hann kom til Íslands árið 2013.
Erkibiskupinn er æðsti maður hinnar Anglíkönsku kirkju (Church of England) og systurkirkna hennar víða um heim.

Erkibiskup Justin Welby hefur áður sagt frá því að hafa tekið lyf við þunglyndi og sagði messugestum í vikunni að lyfjanotkun hans leiki mikilvægt hlutverk í að stjórna líðan hans.

Í þriðja fyrirlestri sínum af þrem í Dómkirkjunni í Kantaraborg við upphaf kyrruviku [2023], ræddi hann þrjú þemu, bjartsýni, örvæntingu og von, og vitnaði í Eyrnaslapa, asnann dapra en geðþekka í sögunni Bangsímon eftir A.A. Milnes og útsýrði:

„Ég tek lyf við þunglyndi. Þau virka vel. Þau lyfta mér upp í stöðu Eyrnaslapa, úr enn verri stöðu. Eins og geðlæknirinn segir sem annast mig, er markmiðið ekki að ég leggist flatur, heldur að stilla mig nægjanlega af, þannig að mér líði eins og almennt gengur og gerist. Ég finn til depurðar þegar allt virðist dapurt og er hamingjusamur þegar allt virðist í lagi o.s.frv.“

Í fyrsta fyrirlestri sínum, sagði hann að persónur Milnesar gefi hjálplega leiðsögn við að skilja ólíka persónuleika – frá Tíguri, hinu síhoppandi og gjósandi tígrisdýri, til dapra asnans, Eyrnaslapa.

„Sum okkar eru Tígurar, sum Eyrnaslapar,“ sagði Welby sem er 67 ára. „Líklega eru sum okkar margar aðrar persónur í Bangsímonsögunum.“

„Rowan Williams [fv. erkibiskup af Kantaraborg] sagði eitt sinn við mig: „Eiginlega eru varla til þær mannlegu kringumstæður sem túlkunarfræði Bangsímons ná ekki að tala inn í.“ Aðeins Rowan gat sagt slíkt og verið í senn gamansamur og djúpur.““

Aðalpersónur sögunnar um Bangsímon.

Í öðrum fyrirlestri sínum, sagði Welby að „örvænting væri djúp, mannelg tilfinning“ og varaði við því að „samféleg án Guðs væri samfélag þar sem örvænting gæti reynst eina leiðin fram veginn“.

Hann hélt því fram að guðleysi fæli í sér „hugrakka heimspeki“, sem gæti á endanum reynst einskonar dýfa sem sumt fólk þurfi að reyna áður en það finni styrk í „einhverju handan“ þess sjálfs.

Erkibiskupinn sagði:

„Lífssýn án Guðs getur samt gert fólki mögulegt að reynast vel í kærleika, miskunn og réttlæti.

Þau geta eftir sem áður lifað í kærleika hvert með öðru. En slík heimspekileg sýn, því það að vera guðleysingi er hugrökk tegund heimspeki . . . gerir sjálfdæmið [autonomy] að átrúnaðargoði, og öll skurðgoð bregðast okkur.

Ekkert okkar er í raun sjálfráða [autonomous]. . . Við erum öll öðrum háð.“

Welby bætti við: „Það er einmitt á þeim stundum þegar við eru án allra valkosta að við vörpum okkur skilyrðislaust . . . á miskunn og náð Guðs. Og þá finnum við að valkostir eru til.“

Í bréfi sínu í vikunni ritaði Welby til æðstu leiðtoga annarra kirkjudeilda og sagði m.a.:

„Á yfirstandandi tímum . . . getur það reynst auðvelt að finna til tómleika vegna atburða og að líta stöðugt niður í svörð.

Yfirstandandi ár hefur verið ár mikillar þjáningar, sorgar, óvissu og ótta meðal fjölda fólks um heim allan. Í þessu landi hefur fjöldi fólks þurft að þrauka og þjást vegna dýrtíðar í daglegu lífi.

Víða um heim, þjást milljónir vegna stríðsátaka.“

Þegar við höldum páska, bætti hann við: „Er það vissulega hlutverk kristins fólks að halda áfram að minna stöðugt á dögun vonarinnar, hinn upprisna Jesú.


Welby: Antidepressants make me human.

The Times, Kay Burgess – Religious Correspondent

Tengill á greinina:

https://epaper.thetimes.co.uk/app/THETIM/editionguid/99d5b4bf-47d5-4497-94ef-bd6049889cc6?state=f7803531-6b49-4ecc-a80e-4029481b57da&userid=AAAA064860026

Hvað býr í boxinu?

Föstudaginn langa tók ég í sundur litla pappaöskju utan af rafhlöðu sem ég þurfti að endurnýja og þegar kassinn breiddi úr sér var hann krosslaga.

Ég málaði á pappann mynd sem tengist atburði föstudagsins langa og hér er verkið:

Krossfestur.
Umbúðir.
Leyndardómar,
sem opnast og verða augljósir með augum trúarinnar.
Mynd af atburði sem sneri veröldinni á hvolf og gerir enn. Þjáning og dauði breyttust í upprisu og sigur lífsins yfir dauðanum að morgni páskadags.

Hvenær tókstu seinast próf?

Messa 26. feb. 2023 1. sd. í föstu í Laugarneskirkju

Talaði út frá punktum en gleymdi að ýta á upptökutakkann í símanum en endurflutti ræðuna eftir minni þegar heim var komið og hér er hún. Hljóp í skarðið fyrir vin minn og kollega, séra Jón Ragnarsson sem hefur leyst þar af um nokkurt skeið en lauk störfum um þessar mundir og er þar með farinn á eftirlaun.

Textar dagsins voru um freistingar og próf og ég las þá í byrjun upptökunnar svo samhengið skiljist betur.

Mörg tengjum við freistinguna við söguna af Adam og Evu í Eden þar sem tré stóð og af ávexti þess máttu þau ekki eta. Það var ávöxtur en ekki epli en myndlistin hefur gefið okkur eplið sem tákn. Hvað sem því líður þá erum við prófuð hvern dag í vali okkar, alla daga er okkar freistað, alla daga tökum við próf og föllum. En Guð elskar okkur samt. Hann elskar breyskar manneskjur eins og mig og þig.

Þegar stjörnur fall´á storð

Nýárskveðja 2023 – Gleðilegt nýtt ár og þakka liðið.

Þankar á tímamótum. Hér er birt þýðing á „negrasálmi“ sem ég þýddi í gær, gamlársdag 2022 og tók svo upp söng minn á honum ásamt hugvekju um mannlíf um áramót og einnig á þeim tímamótum sem hinst verða á jörðu.

Mynd af Veraldarvefnum

Hér fyrir neðan er hljóðskrá með söng mínum og hugvekju

Lesa meira