+Þorkell Gunnar Guðmundsson 1934-2021

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

Þorkell Gunnar Guðmundsson

1934-2021

Húsgagnahönnuður

Útför/bálför frá Fossvogskirkju

fimmtudaginn 5. ágúst 2021 kl. 15

[Kveðjur sem bárust eru ekki á hljóðupptökunni heldur neðst í textanum. Þær voru lesnar eftir belssunarorðin í lok athafnar.]

Sálmaskrá með myndum er neðst í færslunni.

HVAR ríkir fegurðin ein? Hvar er fullkomið réttlæti að finna, fullkominn sannleika? Hvaðan höfum við hugmyndir okkar um að eitthvað sé til sem er fullkomið?

Allar slíkar hugmyndir koma úr handanverunni, úr transcendensinum. Þannig rökræddi heimspekingurinn Platón sem lifði á 4. og 5. öld f. Krist. Frummyndakenning hans er alkunn.

Lesa meira

„ . . . einn hjá björkunum við Hljómskálann“

Við Hljómskálann

Þann 1. maí, síðdegis, fór ég á hjólinu um Vesturbæinn, Þingholtin og Skuggahverfið. Á bakaleiðinni eftir heimsókn á gjörgæslu LHS við Hringbraut kom ég við á gatnamótunum við Hljómskálann og teiknaði mynd af Hljómskálanum og styttunni  sem er í Hallargarðinum handan við gatnamótin. Sólin hafði lækkað mjög á lofti enda síðdegi og hitastigið undir frostmarki en litirnir voru tærir, himinninn blár og skær. Bjarkirnar eru enn króknaðar og fölar en þær munu vakna við vorsins yl. Lesa meira