Þankar um Bakþanka Davíðs en þó engir bakþankar

Til Davíðs Þorlákssonar vegna Bakþanka hans í Fréttablaðinu 21. október 2020 og samskipta við hann á Facebook í kjölfarið.

„Ákrot“ heitir það í þínum pistli. Huggulegt orðaval. Já, þetta fólk „krotar“ til að ná fram sínum málstað og setur kusk á hvítflibbann þinn.

Svo er sagt það hafi verið slæm hugmynd „að skipa stjórnlagaráð með fólki sem hafði flest hvorki sérfræðiþekkingu ný lýðræðislegt umboð til að skrifa nýja stjórnarskrá.“

Er þetta sannleikanum samkvæmt?

Nei, það sér hver heiðarlegur maður.

Hverjir hafa sérfræðiþekkingu til að skrifa stjórnarskrá?

Lesa meira

Bjagað vald

Svar við grein Sighvats Björgvinssonar í Kjarnanum 20. október 2020 https://kjarninn.is/skodun/2020-10-19-stjornarskrargjafinn-og-thu-sjalfur/

Hvatur þykir mér þú vera, sveitungi sæll, og bera nafn þitt með rentu, Sighvatur, hugrakkur til orrustu. En það er Bárður einnig því nafnið merki „sá sem ann orrustum“. Báðir höfum við vestfirskan anda í brjósti. En í bardaga er ekki gott að höggva í eigin fót. Það þykir mér þú nefnilega gera í grein þinni í Kjarnanum 20. október 2020 þegar 8 ár eru liðin frá því þjóðin sagði hugs sinn til tillagna Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá.

Lesa meira

Stattu við orð þín, íslenska þjóð!

Image

Alþingi sveik þig, þjóð mín, með því að hunsa vilja þinn sem kom afar skýrt fram í þjóðaratkvæðagreðslunni 20. október s.l.

Vonbrigðin með svik flokkanna fimm voru svo mikil að við sem bjóðum okkur fram fyrir Lýðræðisvaktina stigum fram til að lýsa okkur reiðubúin til að standa næstu vakt og koma Íslandi út úr hinni lamandi kreppu sem er ekki aðeins fjármálaleg heldur einnig andleg og hugarfarsleg. Lesa meira