Ég vil aðskilnað ríkis og kirkju

Örn Bárður Jónsson

23. október 2020

Ég vil aðskilnað ríkis og kirkju

Nú berast þær fréttir til almennings að nokkrir þingmenn standi saman að þingslyktunartillögu um aðskilnað ríkis og kirkju. Sjá nánar hér: https://www.althingi.is/altext/150/s/0128.html

Sagan

Árið 1907 gekkst biskup Íslands fyrir því að ná samningi við íslenska ríkið um að það tæki yfir nær allar jarðeignir kirkjunnar til forvöltunar sem merkir að ríkið skyldi reka þær og ávaxta. Gegn þeirri afhendingu var það tilskilið að ríkið greiddi tilteknum fjölda presta laun, sem kirkjan hafði til þess tíma séð um sjálf, en í reynd lifðu flestir prestar á þeim tíma af búskap á prestsetursjörðum. Biskup var orðinn þreyttur á því að standa í rekstri jarða og umsýslu eigna. Í 90 ár var þessi samningur í gildi, árin 1907-1997.

Ríkið, sem átti að gæta eignanna, var eins og aðrar veraldlegir aðilar, markað syndinni eða óflullkomleikanum. Vert er að minna á að orðið synd í Nýja testamentinu, hamartia, merkir geigun eða það að missa marks, ná t.d. ekki að uppfylla það sem er siðlegt og rétt. Menn brenna af í vítaspyrnu í fótbolta, hjón rífast, börn eru óhlýðin og allir klúðra lífi sínu á einn eða annan hátt.

Lesa meira

Bjagað vald

Svar við grein Sighvats Björgvinssonar í Kjarnanum 20. október 2020 https://kjarninn.is/skodun/2020-10-19-stjornarskrargjafinn-og-thu-sjalfur/

Hvatur þykir mér þú vera, sveitungi sæll, og bera nafn þitt með rentu, Sighvatur, hugrakkur til orrustu. En það er Bárður einnig því nafnið merki „sá sem ann orrustum“. Báðir höfum við vestfirskan anda í brjósti. En í bardaga er ekki gott að höggva í eigin fót. Það þykir mér þú nefnilega gera í grein þinni í Kjarnanum 20. október 2020 þegar 8 ár eru liðin frá því þjóðin sagði hugs sinn til tillagna Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá.

Lesa meira

Við sama borð

fermingarbornÉg var að ferma í kirkjunni minni á kosningavori 2013 þar sem fjölmenni var til staðar í hverri messu. Nær allir gengu til altaris og tóku þátt í hinni einföldu og táknrænu máltíð sem altarisgangan er. Í kirkjunni eru allir við sama himinsborð. Þessi hugsun um jafnræði er gömul og hefur fylgt kristninni frá fyrstu tíð enda þótt mannfólkið hafi streizt við í aldanna rás hvað varðar umbætur og mannréttindi. Lesa meira