Trees – Tré

Fann á vefnum ljóðið Trees og glímdi við að snúa því á íslensku um bænadagana 2023. Árangurinn er hér fyrir neðan. En fyrst er vatnslitamynd af Akasíutré í Kenýu.

Akasíutré setja sterkan svip
á þjóðgarðinn, Masai Mara.
Ljóðið er úr ljóðabók frá 1914 og var birt sem grafskrift
yfir höfundinum sjálfum, Joyce Kilmer, liðþjálfa,
sem fæddur var 1886 en féll í stríðinu 1918.

Lesa og/eða hlusta? Smelltu þá á tengilinn:

Eftirsókn eftir vindi

Eftirsókn eftir vindi

eftir Örn Bárð Jónsson

Nú eru uppi menn sem sækjast mjög eftir vindi. Þeir vilja mæla vind á hverju fjalli, hæð og tindi, vangi og velli líka.

Prédikarinn er nafn á einni af bókum Gamla testamentisins sem telst til spekirita. Þar gefur að finna mörg spakmæli eins og t.d. þessi: „Öllu er afmörkuð stund.“ (3.1) Hljómsveitin Byrds söng texta úr þessu riti og gerði garðinn frægan á hippatímanum:

To everything (turn, turn, turn)

There is a season (turn, turn, turn)

And a time to every purpose, under heaven.

Prédikarinn er barmafullur af spakmælum og þaðan er fyrirsögn þessa greinarkorns komið.

Vindurinn gengur til suðurs

og snýr sér til norðurs,

hann snýr sér og snýr sér

og hringsnýst á nýjan leik. (1.6)

Ég hef séð öll verk sem unnin eru undir sólinni og öll voru þau hégómi og eftirsókn eftir vindi. (1.14)

Áhuginn á vindinum nú á tímum er tengdur voninni um gróða. Þeir sem mest leita, vilja beisla vindinn, og það er í sjálfu sér göfugt hlutverk.

En þegar útsendarar svonefndra fjárfesta og spekúlanta birtast, þá rísa hárin á höfði mér og þarf ekki vind til.

Flestir eru þetta karlmenn sem virðast falla að sömu staðalmynd. Agentarnir eru flestir af sama sauðahúsi þegar markmið þeirra eru greind. Þeir eru sendir til að veiða peninga með því að virkja vind og vötn, firði og flóa, finna krana til að tengja við sínar arðslöngur.

Þeir koma gjarnan fram eins og þeir beri hag lands og þjóðar fyrir brjósti, en augun svíkja sjaldan, þau lýsa gjarnan af græðgi. Ef agentunum væri stillt upp í röð, eins og löggan gerir í glæpamyndum, þegar hún leitar eftir sakbendingum, þá mundu flestir sem búa yfir lágmarks innsæi í það sem er að gerast í viðskiptaheiminum, benda á alla í röðinni og segja: Þessi, þessi, þessi, þessi og líka þessi. Allir væru þeir undir sömu sök seldir. Agentarnir hafa bara eitt markmið: Að ná því að skapa útsendurum sínum arð af samfélaginu, landi, sjó og lofti. Og nú er það vindurinn sem þarf að tengja við arðslöngurnar.

Ólíkir, en sama sinnis

Í bók Prédikarans er flest talið til hégóma. Það kann að þykja dimm lífssýn en víst er að þegar eftirsóknin færist í aukana, hvort sem hún beinist að auði eða völdum, víkum eða vindi, þá umbreytist hún oft í hégóma, en skv. orðabók merkir orðið: „lítilsverðir hlutir sem litlu eða engu máli skipta“.

Lítið vissi höfundur spekiritsins um beislun vindorkunnar nema kannski þegar vindurinn var látinn skilja hismið frá kjarnanum í kornræktinni forðum. Hann þekkti líklega ekki til úthafa og þandra segla, enda uppi þúsund árum fyrir uppfinningu hafskipa og vindmylla, en myllurnar rötuðu síðar inn í eitt merkasta bókmenntaverk sögunnar um Don Kíkóta sem barðist við vindmyllur og sá í þeim eintóma óvini.

Við sem ekki viljum vindmyllur víðsvegar um landið og viljum hafa hemil á þróuninni erum kannski eins og riddarinn hugumstóri sem vildi lifa í heimi ævintýra. En það er einmitt í ævintýrum sem undrin gerast sem koma mest á óvart.

Við erum mörg sem viljum fara varlega í sakirnar og með bjarta trú á mátt ævintýranna, þar sem ómögulegir möguleikar opnast.

Nú er ég alls ekki á móti því að menn beisli vind, en ég hef engan áhuga á að sú virkjun lendi í höndum þeirra sem leita tenginga fyrir arðslöngur sínar en virðast að öðru leyti hafa lítinn áhuga á landi og þjóð.

Í Noregi er svo komið, skv. nýlegum umræðuþætti í ríkissjónvarpinu þar í landi, að enginn veit í raun hverjir hirða gróðann af vindmyllunum í landinu sem þar mala gull nótt sem nýtan dag. Slóðin er vandlega hulin og allar líkur virðast benda til þess að þeir sem mjólka vindinn á norskum hæðum, geymi gróðann í skattaparadísum gjörspilltra smáríkja.

Norðmenn létu plata sig. Þeir sáu ekki við agentunum. Þeir klikkuðu á að þekkja manneðlið handan við glerið í hinum ímyndaða sakbendingarsal.

Eftirsókn eftir vindi er mikil nú á tímum því hann getur gefið mikinn arð. Ef virkja á vindinn þá vil ég að við gerum það sjálf, þjóðin, og að framkvæmdin verði öll á vegum og í eigu almennings.

Vindurinn er okkar allra!

Og þar með heldur vindurinn áfram að vera eign okkar allra á þessu vindbarða skeri, sem landið okkar fagra er, og á þeim grundvelli hættir eftirsóknin eftir vindi að teljast einskær hégómi, því leitin verður að vinningi í allra þágu.

„Vindurinn blæs þar sem hann vill og þú heyrir þyt hans“, sagði Jesús.

Hlustum á vindinn. Lausnina er að finna þar, segir söngvinna nóbelsskáldið, Dylan. Svarið er í vindinum.

Og vindurinn er vissulega sameign okkar allra.

Skissu-uppskera s.l. daga – Reaping sketches for a few days in Reykjavik, Iceland

Andlit á vegg í Vesturbænum þar sem heitir Seljavegur – A face on a wall in the western part of Reykjavik
Messa í Neskirju og sólin baðaði vegginn með Ljósinu eina – During a mass in Neskirkja where the sun casts it’s eternal Light on the altar wall.
Karlar á gedduveiðum í Svíþjóð – Men fishing pike in Sweden.
Rökræður um fordóma í sænsku sjónvarpi – Discussing predjudism in Swedish television.
Tvær á trúnó á Jómfrúnni – Women meeting at Jómfrúin, The Virgin restaurant in Reykjavík.
Iðnaðarmaður bíður eftir fundi – A tradesman waiting for a meeting.
Nauthólsvíkin þar sem fólk syndir í sjónum og baðar sig í heitum laugum og spjallar saman – Nautholsvik, Reykjavik where people swim in the ocean and bathe in hot tubs and chat, solving all the problems of the world. Tourists standing and checking out the premises before getting ready for a dive in the ocean.
Lambóll við Ægissíðu – A house called Lambhóll (Lamb hill) at Ægisíða-shore, Reykjavík.
Lambhóll. Taka tvö. Nei ég var ekki á neinum lyfjum! – Lamb hill. Take two, No, I was not taking any drugs!
Gróttuviti og melgresið mærir birtu sumars – The Grotta Lighthouse and the Alfa alfa straws praise summer.
Grótta – Taka tvö – Grotta: Take Two!
Við Reykjavíkurtjörn – Reykjavik Lake.
Við Reykjavíkurtjörn: Taka tvö! – Reykjavik Lake: Take two!
Gamall fiskibátur í Reykjavík – A classical fishing boat in Reykjavik.
Horfði á The Gladiator og þar voru þessir vinir, keisarinn Markús Árelíus og Maximus – Whatching The Gladiator where these two friends discussed life, emperor Marcus Aurelius and Maximus.
Gróttuviti, hákarlaskúri og Snæfellsjökull – The Grotta Lighthouse, a shark hut and the Snæfellsjokull Glacier seen from a 100 km distance or 60 miles.

Gatan mín

Gatan mín, Sólgata. Í húsinu nr. 8 sem stendur á horni Sólgötu og Fjarðarstrætis, fæddist ég og ólst upp. Undraveröld allt um kring, sjór og fjöll, bryggjur og bátar, allar kynslóðir saman í bæ sem var og er einskonar míkrókosmos, smækkuð mynd af umheiminum, með verslunargötu à la meginland Evrópu.

Í bænum voru a.m.k. 4 bakarí þegar ég var strákur, 2 úrsmiðir, 2 silfursmiðir, 2 klæðskeraverkstæði, 2 eða 3 skósmiðir og svo annarskonar iðnaðarmenn af öllu tagi, 2 rækjuverksmiðjur, 2 stór frystihús, 2 skipasmíðastöðvar, smábændur inni í firði og svo inn um allt Djúp, höfn og bæjarbryggja, þar sem strandferðaskipin lögðust að og báturinn sem sótti fólk út í Catalina-flugbátinn áður en flugvöllurinn var opnaður. Undraveröld sem hefur fylgt mér alla tíð. Bærinn býr í hjarta mínu, fjöllin og fjörðurinn, fólkið og húsin, hljóð náttúrunnar, sjó- og mófuglar, vélahljóð bátanna sem sigldu inn eða út lygnan fjörðinn. Fólk í göngutúrum, spariklætt, meðfram spegilsléttum Pollinum á sumarkvöldum. Skólarnir með nesti fyrir lífið og söng ljóða- og ættjarðarsöngva. Gamla kirkjan, Hjálpræðisherinn og Salem, skátaheimilið og bíóið í Alþýðuhúsinu, verslanir af öllu tagi, verkstæði og smiðjur. Og yfir öllu himinninn sjálfur, heiðblár á sumrin en með dansandi norðurljósum á vetrarkvöldum með grænum og fjólubláum litum sem sveifluðust um himinhvolfið eins og risastórt leikhústjald sem bylgjaðist eins og hið dumbrauða fyrir sviði Alþýðuhússins en bara milljónsinnum stærra og fallegra. Sólgatan er 100 metrar að lengd og gott að mæla vegalengdir í Sólgötum. Ég syndi t.d. oft 2 Sólgötur eða jafnvel 3-4. Fyrir sunnan götuna blasir Kubburinn við en fyrir norðan, handan Djúpsins, blasir við sjálf Snæfjallaströndin.

Myndir af harðfiskhjalli Kitta ljúfs

Kristján Gíslason (1887-1963)

Kristján hét maður Gíslason (1887-1963) sem var vinur minn á bernskuárunum á Ísafirði. Hann var ljúfmenni og mikill húmoristi og þegar hann ávarpaði mig og aðra bætti hann oft við orðinu „ljúfur“ eða „ljúfurinn“. Hann var einn fárra fullorðinna sem spjallaði við okkur börnin og gaf sig að okkur með sínu ljúfa vimóti og skemmtilegum orðatiltækjum.

Hann þekkti foreldar mína og vissi að faðir minn rak verzlanir í bænum og þegar hann klappaði mér á kollinn, sem hann gerði gjarnan, sagði hann oftast: „Kaupmannsblóð í þér, ljúfurinn!“ Af þessu orðatiltæki var hann jafnan nefndur „Kitti ljúfur“.

Lesa meira

Leitin að huglausa hagfræðingnum

Nú stendur yfir leitin að huglausa hagfræðingnum.

Stólvermir valdsins sem nú situr í fjármálaráðuneytinu vildi ekki mann í stöðu ritstjóra norræns tímarits, mann sem logar af hita og ástríðu fyrir réttlæti og sanngirni. Nei, ekki mann með áhuga eða heitar skoðanir sem brennur fyrir alþýðu þessa lands og heims, nei, ekki mann sem hefur andmælt ríkisstjórnum liðinna ára, látnum ríkisstjórnum, duglausum og án allrar döngunar þegar kemur að raunverulegu réttlæti og jöfnun lífskjara í landinu.

Nei, ekki hann! Alls ekki hann! Segir ráðherrann með roða í vöngum og velgju í hálsi. Hann sagði reyndar ekki: Ojbarasta! en kann akkúrat að hafa haft það orð í huga.

Útgerðin og allir hennar miskunnsömu samherjar (ojbarasta) veit að hún á urmul af seyðum í þessu landi, litlum bröndum, sem hún leyfir að ráða á yfirborðinu, með því að fóðra þau með gjöfum. Þessi seyði eru menn, karlar og konur, sem eru svo lítil að þau eru í raun miklu minni en lítil.

Hjálparsveitir landsins hafa ekki enn verið kallaðar út til leitar enda gerist þess ekki þörf því hug- og skoðanalausir hagfræðingar finnast í ráðnuneytum, í æðri menntastofnunum og víðar. En þeir eru í felum, þeir skýla sér á bak við skoðanaleysið og þess vegna eru þeir ekki og verða aldrei eftirsóttir fyrirlesar, hvorki í fjarlægum né nálægum löndum og enginn biður um þá í ritstjórastól virts tímarits.

Lesa meira

Nes church Norway, Calendar for June 2020- Watercolor Illustration

My watercolor sketches for the June calendar supporting repair of the church organ. This is the second year the Nes parish, Church of Norway (Lutheran), published a calendar with my works.

Clockwise from top:
Sun and sand, Alicante, Spain
Jonas drilling down fundament for the parasol
The average family enjoying life at the beach