eftir Örn Bárð Jónsson
Greinin birtist í Kjarnanum 7. júní 2022. Texti og hljóðupptaka er hér fyrir neðan.
Lesa meiraeftir Örn Bárð Jónsson
Greinin birtist í Kjarnanum 7. júní 2022. Texti og hljóðupptaka er hér fyrir neðan.
Lesa meiraÖrn Bárður Jónsson
23. október 2020
Ég vil aðskilnað ríkis og kirkju
Nú berast þær fréttir til almennings að nokkrir þingmenn standi saman að þingslyktunartillögu um aðskilnað ríkis og kirkju. Sjá nánar hér: https://www.althingi.is/altext/150/s/0128.html
Sagan
Árið 1907 gekkst biskup Íslands fyrir því að ná samningi við íslenska ríkið um að það tæki yfir nær allar jarðeignir kirkjunnar til forvöltunar sem merkir að ríkið skyldi reka þær og ávaxta. Gegn þeirri afhendingu var það tilskilið að ríkið greiddi tilteknum fjölda presta laun, sem kirkjan hafði til þess tíma séð um sjálf, en í reynd lifðu flestir prestar á þeim tíma af búskap á prestsetursjörðum. Biskup var orðinn þreyttur á því að standa í rekstri jarða og umsýslu eigna. Í 90 ár var þessi samningur í gildi, árin 1907-1997.
Ríkið, sem átti að gæta eignanna, var eins og aðrar veraldlegir aðilar, markað syndinni eða óflullkomleikanum. Vert er að minna á að orðið synd í Nýja testamentinu, hamartia, merkir geigun eða það að missa marks, ná t.d. ekki að uppfylla það sem er siðlegt og rétt. Menn brenna af í vítaspyrnu í fótbolta, hjón rífast, börn eru óhlýðin og allir klúðra lífi sínu á einn eða annan hátt.
Lesa meiraTil Davíðs Þorlákssonar vegna Bakþanka hans í Fréttablaðinu 21. október 2020 og samskipta við hann á Facebook í kjölfarið.
„Ákrot“ heitir það í þínum pistli. Huggulegt orðaval. Já, þetta fólk „krotar“ til að ná fram sínum málstað og setur kusk á hvítflibbann þinn.
Svo er sagt það hafi verið slæm hugmynd „að skipa stjórnlagaráð með fólki sem hafði flest hvorki sérfræðiþekkingu ný lýðræðislegt umboð til að skrifa nýja stjórnarskrá.“
Er þetta sannleikanum samkvæmt?
Nei, það sér hver heiðarlegur maður.
Hverjir hafa sérfræðiþekkingu til að skrifa stjórnarskrá?
Lesa meiraSvar við grein Sighvats Björgvinssonar í Kjarnanum 20. október 2020 https://kjarninn.is/skodun/2020-10-19-stjornarskrargjafinn-og-thu-sjalfur/
Hvatur þykir mér þú vera, sveitungi sæll, og bera nafn þitt með rentu, Sighvatur, hugrakkur til orrustu. En það er Bárður einnig því nafnið merki „sá sem ann orrustum“. Báðir höfum við vestfirskan anda í brjósti. En í bardaga er ekki gott að höggva í eigin fót. Það þykir mér þú nefnilega gera í grein þinni í Kjarnanum 20. október 2020 þegar 8 ár eru liðin frá því þjóðin sagði hugs sinn til tillagna Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá.
Lesa meiraÖrn Bárður Jónsson
Uppstigningardagur 21. maí 2020 prédikun við útvarpsmessu í Breiðholtskirkju kl. 11 sem átti að vera á Grund en var flutt vegna Covid-19.
Ræðan er hér ef þú vilt hlusta:
Hér er tengill á upptökuna af allri messunni. Ræðan hefst á mínútu 20:30:
https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3dn
Komið þið sæl og blessuð.
Ég var spurður um það á þorranum, að mig minnir, hvort ég væri tilbúinn að prédika við þessa guðsþjónustu. Ég var hikandi í fyrstu, enda kominn á úreldingarlista eins og gamall ryðgaður togari, kominn á eftirlaun, en lét þó til leiðast. Ég hef varla prédikað á íslensku í 5 ár enda starfaði ég og prédikaði yfir norskum söfnuðum, skírði, fermdi, gifti og jarðsöng Norðmenn og varð að tala bæði nýnorsku og svonefnd bókmál. Og nú er ég hér í dag sem fyrrverandi sóknarprestur, einskonar ellismellur, en það orð er notað um gamalt lag sem kannski var einu sinni vinsælt.
Lesa meiraEinn regnvotan dag í Brumunddal.
På en regnvåt dag i Brumunddal.
On a rainy day in Brumunddal Norway.
Heim
Prédikun við guðsþjónustu
í Neskirkju
sunnudaginn 12. maí kl. 14
í samvinnu við Ísfirðingafélagið
Kór heimamanna leiðir söng
Organisti Guðný Einarsdóttir
Þú getur lesið ræðuna og hlustað á hana hér fyrir neðan. Lesa meira
Alþingi sveik þig, þjóð mín, með því að hunsa vilja þinn sem kom afar skýrt fram í þjóðaratkvæðagreðslunni 20. október s.l.
Vonbrigðin með svik flokkanna fimm voru svo mikil að við sem bjóðum okkur fram fyrir Lýðræðisvaktina stigum fram til að lýsa okkur reiðubúin til að standa næstu vakt og koma Íslandi út úr hinni lamandi kreppu sem er ekki aðeins fjármálaleg heldur einnig andleg og hugarfarsleg. Lesa meira
Ég var að ferma í kirkjunni minni á kosningavori 2013 þar sem fjölmenni var til staðar í hverri messu. Nær allir gengu til altaris og tóku þátt í hinni einföldu og táknrænu máltíð sem altarisgangan er. Í kirkjunni eru allir við sama himinsborð. Þessi hugsun um jafnræði er gömul og hefur fylgt kristninni frá fyrstu tíð enda þótt mannfólkið hafi streizt við í aldanna rás hvað varðar umbætur og mannréttindi. Lesa meira
You must be logged in to post a comment.