Fyrir mörgum árum þýddi ég textann góða, Tears in Heaven, eftir Eric Clapton, sem hann orti eftir að hafa misst son sinn sem féll út um glugga háhýsis.
Eric syrgði son sinn og orti þetta ljóð um himininn. Mundi drengurinn þekkja hann þar í fyllingu tímans? Hann veit að hann sjálfur á ekki heima á himum, ekki fyrr en kannski síðar, og því verður hann að halda lífinu áfram og vinna úr sorginni.
Erfitt er að fylgja sagnhætti enskunnar og því þýddi ég textann í framsöguhætti germyndar í stað viðtengingarháttar.
Ung stúlka sem tók þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir margt löngu hafði samband við mig og spurði hvort hún mætti syngja þýðingu mína sem fulltrúi Menntaskólans í Borgarnesi, að mig minnir, og gaf ég leyfi mitt.
En svo týndist textinn og hvarf af netinu en nú hef ég rifjað hann upp og birti hann hér aftur og líklega í sömu mynd og fyrr.
Hér er upptaka þar sem þýðandinn raular textann. Er þetta ekki í lagi?
Bálför frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. apríl 2021 kl.
„Grasið visnar, blómin fölna en orð Guðs vors varir að eilífu.“ (Jesaja 40:8)
Þessi orð Jesaja spámanns voru rituð fyrir 2500 árum eða svo og tjá sígildan sannleika. Séra Hallgrímur Pétursson, kallast á við þessa speki í 1. versi sálms síns Um dauðans óvissan tíma, sem hefst á orðunum: „Allt eins og blómstrið eina“.
Mætti á málþing í Árnagarði, HÍ, og hlustaði þar á fræðimenn. Glósaði í Moleskine bókina mína og rissaði á blöð sem ég síðan klippti og límdi inn í skissubókina mína. Þetta mybdblogg er endurgert þ.e.a.s. myndir af þremur fyrirlesurum voru teiknaðar upp á nýtt.
You must be logged in to post a comment.