Kristján Gíslason (1887-1963)
Kristján hét maður Gíslason (1887-1963) sem var vinur minn á bernskuárunum á Ísafirði. Hann var ljúfmenni og mikill húmoristi og þegar hann ávarpaði mig og aðra bætti hann oft við orðinu „ljúfur“ eða „ljúfurinn“. Hann var einn fárra fullorðinna sem spjallaði við okkur börnin og gaf sig að okkur með sínu ljúfa vimóti og skemmtilegum orðatiltækjum.
Hann þekkti foreldar mína og vissi að faðir minn rak verzlanir í bænum og þegar hann klappaði mér á kollinn, sem hann gerði gjarnan, sagði hann oftast: „Kaupmannsblóð í þér, ljúfurinn!“ Af þessu orðatiltæki var hann jafnan nefndur „Kitti ljúfur“.
Lesa meira →Líkar við:
Líka við Hleð...
You must be logged in to post a comment.