Nú stendur yfir leitin að huglausa hagfræðingnum.
Stólvermir valdsins sem nú situr í fjármálaráðuneytinu vildi ekki mann í stöðu ritstjóra norræns tímarits, mann sem logar af hita og ástríðu fyrir réttlæti og sanngirni. Nei, ekki mann með áhuga eða heitar skoðanir sem brennur fyrir alþýðu þessa lands og heims, nei, ekki mann sem hefur andmælt ríkisstjórnum liðinna ára, látnum ríkisstjórnum, duglausum og án allrar döngunar þegar kemur að raunverulegu réttlæti og jöfnun lífskjara í landinu.
Nei, ekki hann! Alls ekki hann! Segir ráðherrann með roða í vöngum og velgju í hálsi. Hann sagði reyndar ekki: Ojbarasta! en kann akkúrat að hafa haft það orð í huga.
Útgerðin og allir hennar miskunnsömu samherjar (ojbarasta) veit að hún á urmul af seyðum í þessu landi, litlum bröndum, sem hún leyfir að ráða á yfirborðinu, með því að fóðra þau með gjöfum. Þessi seyði eru menn, karlar og konur, sem eru svo lítil að þau eru í raun miklu minni en lítil.
Hjálparsveitir landsins hafa ekki enn verið kallaðar út til leitar enda gerist þess ekki þörf því hug- og skoðanalausir hagfræðingar finnast í ráðnuneytum, í æðri menntastofnunum og víðar. En þeir eru í felum, þeir skýla sér á bak við skoðanaleysið og þess vegna eru þeir ekki og verða aldrei eftirsóttir fyrirlesar, hvorki í fjarlægum né nálægum löndum og enginn biður um þá í ritstjórastól virts tímarits.
Lesa meira →Líkar við:
Líkar við Hleð...
You must be logged in to post a comment.