Messa, myndir, minningar og fögnuður á 60 ára fermingarafmæli! + Prédikun dagsins.

Upptaka af prédikun sem flutt var í Vídalínskirkju, 2. sunnudag eftir páska, 23. apríl 2023 en þann dag voru liðin 60 ár frá fermingu minni.

Blöðunum týndi ég með punktum fyrir prédikunina svo ég varð að flytja hana eftir minni. En svo gleymdi ég að setja á upptöku í byrjun ræðunnar en þar talað ég um gleðina og gleðidagana sem kirkjan heldur uppá frá páskadegi/upprisudeginum og allt til uppstigningardags en þeir dagar eru 40 talsins . . . þá vitnaði ég í guðspjall dagsins þar sem Jesús spurði Pétur þrisvar hvort henn elskaði sig og sagði svo að honum bæri að vera hirðir.

En svo kveikti ég á upptökunni. Hljóðgæðin eru þolanleg en með all nokkru braki í prédikunarstólnum!

Bið áheyrendur um að taka viljann fyrir verkið.

Viltu hlusta? Smelltu þá á tengilinn! Ræðan tekur 24 mínútur.

Yfir rúmi bernsku minnar hékk mynda af Jesú biðjandi fyrir Jerúsalem. Hún fylgdi mér í æsku og svo eignaðist ég samskonar mynd þegar ég var orðinn fullorðinn og hef hana enn á vegg heima.

Jesús biðst fyrir.
Jerúsalem í bakgrunni.

Aðra mynd á ég sem föðursystur mínar færðu mér, þær Jóhanna og Sigrún og sýnir afa minn með ánni Gullu sem honum var kær. Í prédikuninni segi ég sögu þeirra.

Bárður Guðmundur Jónsson 1884-1954
útvegsbóndi í Bolungavík, kvæntur Sigrúnu Katrínu Guðmundsdóttur 1885-1956, sem fluttu til Ísafjarðar á 4. áratugi liðinnar aldar og höfðu þangað með sér ána Gullu sem var vitur skepna.

Og hér bætist við þriðja myndin sem tekin var í kirkukaffinu af skólasystrum mínum – og ég fékk að vera með!

Borgin Lviv í Úkraínu og kaldhæðni örlaganna

Greinin er eftir blaðakonuna, Maren Kvamme Hagen, og birtist á vef NRK (Norska ríkisútvarpsins) og er hér endursögð og lesin inn af Erni Bárði Jónssyni með leyfi höfundar og birt á vefsíðu hans ornbardur.com.

Borgin Lviv

Rússar réðust einmitt á þessa borg, sunnudaginn 13. mars 2022. Í grein á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, er rætt hvers vegna borgin búi yfir vissri ógn fyrir rustann í Rússlandi.

Lesa meira

Minningarorð +Guðrún Þórðardóttir 1922-2021

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Guðrún Þórðardóttir

húsmóðir

1922-2021

Útför/bálför frá Bústaðakirkju

mánudaginn 23. ágúst 2021 kl. 15

Sálmaskráin er neðanmáls og þar geturður skoðað athöfninan, sálma og annað sem flutt var.

Til að hlusta: smelltu á skrána hér fyrir neðan og þá heyrist ræðan.

Lesa meira

+Þorkell Gunnar Guðmundsson 1934-2021

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

Þorkell Gunnar Guðmundsson

1934-2021

Húsgagnahönnuður

Útför/bálför frá Fossvogskirkju

fimmtudaginn 5. ágúst 2021 kl. 15

[Kveðjur sem bárust eru ekki á hljóðupptökunni heldur neðst í textanum. Þær voru lesnar eftir belssunarorðin í lok athafnar.]

Sálmaskrá með myndum er neðst í færslunni.

HVAR ríkir fegurðin ein? Hvar er fullkomið réttlæti að finna, fullkominn sannleika? Hvaðan höfum við hugmyndir okkar um að eitthvað sé til sem er fullkomið?

Allar slíkar hugmyndir koma úr handanverunni, úr transcendensinum. Þannig rökræddi heimspekingurinn Platón sem lifði á 4. og 5. öld f. Krist. Frummyndakenning hans er alkunn.

Lesa meira

Jón Ólafur Skarphéðinsson 1956-2021

Minningarorð eftir Örn Bárð Jónsson

+ Jón Ólafur Skarphéðinsson

1956-2021

Útför/bálför frá Fossvogskirkju

þriðjudaginn 23. febrúar 2021 kl. 13

Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði

Tengill á útsendingu/Link to the service: https://youtu.be/HLyU_OL2sBk

„Dreymi þig ljósið.“

Ljósið!

Ljósið er upphaf alls lífs á jörðu. Vísindamenn á sviði líffræði og fleiri fræðigreina hafa sagt að lífið hafi kviknað á hafsbotni við eldsumbrot. Eldurinn í iðrum jarðar er ljós af ljósi sólar sem er ljós af „sólnanna sól“. Lífið á jörðu og lífið í hafinu er allt af einu og sama ljósinu.

Lesa meira

Má hefta tjáningarfrelsi, var rétt að loka á Trump?

Enurskoðuð grein að hluta til sem áður birtist í Kjarnanum 16. janúar 2021.

Tjáningarfresli ætti að vera öllum heilagt sem búa í lýðræðislegu þjóðfélagi og reyndar hvar sem er. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins og farsæls lífs á jörðinni.

En eru einhver mörk á því hvað fólk getur sagt á opinberum vettvangi?

Vissulega er það mjög umdeilanlegt að samfélagsmiðlarnir Twitter og Facebook hafi sett hömlur á tjáningu Trumps forseta. Sumir hafa fagnað þeirri ákvörðun meðan aðrir harma hana.

Tjáningarfrelsi felur það í sér að mér er heimilt að tjá mig um hvað sem er og með þeim hætti sem ég kýs, en ég verð jafnframt að standa og falla með því sem ég segi hverju sinni. Að hefta mann sem er í senn vinsæll og líka afar óvinsæll, kosinn nýlega af 70 milljónum Bandaríkjamanna, þó ekki nægði til sigurs, er mjög alvarleg gjörð. Nú er ég enginn aðdáandi Trumps, finnst hann fyrirlitlegur á margan hátt, en hann á þó sinn rétt til tjáningar eins og ég og þú. Tilfinningar mínar eru eitt en skoðanir og rökhusun mega þó ekki lúta valdi þeirra. Hvað munu þær milljónir manna gera á næstu vikum og mánuðum sem telja að kosningunum hafi verið stolið af Trump?

Fengi að láni af Vefnum

Hver hefur vald til að þagga niður í öðrum? Enginn hefur í raun það vald, en samt er því valdi beitt.

Lesa meira

HINN „RÓTTÆKI“ JESÚS

HINN „RÓTTÆKI“ JESÚS

„Af sjónarhóli hinna vinnandi stétta horfir það svo við að Kristur hafi tekið sér bólfestu hjá kirkjunni og hinum borgaralegu öflum.“

Sá Jesús sem birtist í guðspjöllunum var hvorki íhaldssamur miðstéttarmaður né pólitískur róttæklingur. Han slóst hvorki í för með Saddúkeum né Selótum. Jesús ruddi braut fyrir annan skapandi valmöguleika. Hann gerði Guðs ríki að kjarna alls er hann gerði, og hafnaði þeim mannasetningum sem setja fram guðhræðslu, sem ekki frelsar fólk frá synd, vonleysi og félagslegri útskúfun. Eitt er algjörlega á hreinu: Jesús tilheyrir ekki kirkjunni fyrst og síðast, heldur heiminum, og vissulega ekki þeim sem hafa allt, heldur þeim sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu.“

TIL ÍHUGUNAR:

Jesús tilheyrir ekki hinni stofananlegu trúrækni, heldur þeim sem leita hans vegna þess að þeir þarfnast hans.

Hinn „róttæki“ Jesús
Mynd af Vefnum

Úr bókinni:

Charles Ringma

Grip dagen med Dietrich Bonhoeffer

Verbum 1992

Bæn 12. janúar

I Korintubréf 1,26-28

26 Minnist þess, systkin, hvernig þið voruð þegar Guð kallaði ykkur: Mörg ykkar voru ekki vitur að manna dómi, ekki voldug eða ættstór. 27 En Guð hefur útvalið það sem heimurinn telur heimsku til að gera hinum vitru kinnroða og hið veika í heiminum til þess að gera hinu volduga kinnroða. 28 Og hið lítilmótlega í heiminum, það sem heimurinn telur einskis virði, hefur Guð útvalið til þess að gera að engu það sem er í metum.

Úr Biblíu 21. aldar (2007)

Dietrich Bonhoeffer var þýskur guðfræðingur sem Nazistar tóku af lífi rétt fyrir stríðslok. „Glæpur“ hans var að mótmæla og taka þátt í undirbúningi að tilræði við Hitler.

Upphafsorðin eru eftir Bonhoeffer, hugvekjan eftir Ringma

Þýðandi: Örn Bárður Jónsson 12. janúar 2021