Borgin Lviv í Úkraínu og kaldhæðni örlaganna

Greinin er eftir blaðakonuna, Maren Kvamme Hagen, og birtist á vef NRK (Norska ríkisútvarpsins) og er hér endursögð og lesin inn af Erni Bárði Jónssyni með leyfi höfundar og birt á vefsíðu hans ornbardur.com.

Borgin Lviv

Rússar réðust einmitt á þessa borg, sunnudaginn 13. mars 2022. Í grein á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, er rætt hvers vegna borgin búi yfir vissri ógn fyrir rustann í Rússlandi.

Lesa meira

+Þorkell Gunnar Guðmundsson 1934-2021

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

Þorkell Gunnar Guðmundsson

1934-2021

Húsgagnahönnuður

Útför/bálför frá Fossvogskirkju

fimmtudaginn 5. ágúst 2021 kl. 15

[Kveðjur sem bárust eru ekki á hljóðupptökunni heldur neðst í textanum. Þær voru lesnar eftir belssunarorðin í lok athafnar.]

Sálmaskrá með myndum er neðst í færslunni.

HVAR ríkir fegurðin ein? Hvar er fullkomið réttlæti að finna, fullkominn sannleika? Hvaðan höfum við hugmyndir okkar um að eitthvað sé til sem er fullkomið?

Allar slíkar hugmyndir koma úr handanverunni, úr transcendensinum. Þannig rökræddi heimspekingurinn Platón sem lifði á 4. og 5. öld f. Krist. Frummyndakenning hans er alkunn.

Lesa meira

+Pétur Geir Helgason 1932-2021

Minningarorð

+Pétur Geir Helgason

1932-2021

fv. skipstjóri og útgerðarmaður

frá Ísafirði

Ég horfi út á Sundin blá úti fyrir höfuðborginni úr gluggunum heima. Sjór hefur verið sléttur og kyrr síðustu daga en fyrir helgina hvítnaði í báru og sægrænir litaflákar skreyttu yfirborðið. Fiskibátar og seglskútur sigldu út eins og sjómenn hafa gert um aldir hér á landi. „Föðurland vort hálft er hafið“ segir í fögrum sjómannasálmi, helmingur föðurldands okkar liggur í sædjúpinu.

„Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar“, sagði Jesús við Símon Pétur. Og hann fór eftir orðum hans og fyllti bátinn.

Lesa meira

+Inga Kristjana Halldórsdóttir

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Inga Kristjana Halldórsdóttir

1939-2021

Bálför frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. apríl 2021 kl.

„Grasið visnar, blómin fölna
en orð Guðs vors varir að eilífu.“ (Jesaja 40:8)

Þessi orð Jesaja spámanns voru rituð fyrir 2500 árum eða svo og tjá sígildan sannleika. Séra Hallgrímur Pétursson, kallast á við þessa speki í 1. versi sálms síns Um dauðans óvissan tíma, sem hefst á orðunum: „Allt eins og blómstrið eina“.

Lesa meira

Má hefta tjáningarfrelsi, var rétt að loka á Trump?

Enurskoðuð grein að hluta til sem áður birtist í Kjarnanum 16. janúar 2021.

Tjáningarfresli ætti að vera öllum heilagt sem búa í lýðræðislegu þjóðfélagi og reyndar hvar sem er. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins og farsæls lífs á jörðinni.

En eru einhver mörk á því hvað fólk getur sagt á opinberum vettvangi?

Vissulega er það mjög umdeilanlegt að samfélagsmiðlarnir Twitter og Facebook hafi sett hömlur á tjáningu Trumps forseta. Sumir hafa fagnað þeirri ákvörðun meðan aðrir harma hana.

Tjáningarfrelsi felur það í sér að mér er heimilt að tjá mig um hvað sem er og með þeim hætti sem ég kýs, en ég verð jafnframt að standa og falla með því sem ég segi hverju sinni. Að hefta mann sem er í senn vinsæll og líka afar óvinsæll, kosinn nýlega af 70 milljónum Bandaríkjamanna, þó ekki nægði til sigurs, er mjög alvarleg gjörð. Nú er ég enginn aðdáandi Trumps, finnst hann fyrirlitlegur á margan hátt, en hann á þó sinn rétt til tjáningar eins og ég og þú. Tilfinningar mínar eru eitt en skoðanir og rökhusun mega þó ekki lúta valdi þeirra. Hvað munu þær milljónir manna gera á næstu vikum og mánuðum sem telja að kosningunum hafi verið stolið af Trump?

Fengi að láni af Vefnum

Hver hefur vald til að þagga niður í öðrum? Enginn hefur í raun það vald, en samt er því valdi beitt.

Lesa meira

HINN „RÓTTÆKI“ JESÚS

HINN „RÓTTÆKI“ JESÚS

„Af sjónarhóli hinna vinnandi stétta horfir það svo við að Kristur hafi tekið sér bólfestu hjá kirkjunni og hinum borgaralegu öflum.“

Sá Jesús sem birtist í guðspjöllunum var hvorki íhaldssamur miðstéttarmaður né pólitískur róttæklingur. Han slóst hvorki í för með Saddúkeum né Selótum. Jesús ruddi braut fyrir annan skapandi valmöguleika. Hann gerði Guðs ríki að kjarna alls er hann gerði, og hafnaði þeim mannasetningum sem setja fram guðhræðslu, sem ekki frelsar fólk frá synd, vonleysi og félagslegri útskúfun. Eitt er algjörlega á hreinu: Jesús tilheyrir ekki kirkjunni fyrst og síðast, heldur heiminum, og vissulega ekki þeim sem hafa allt, heldur þeim sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu.“

TIL ÍHUGUNAR:

Jesús tilheyrir ekki hinni stofananlegu trúrækni, heldur þeim sem leita hans vegna þess að þeir þarfnast hans.

Hinn „róttæki“ Jesús
Mynd af Vefnum

Úr bókinni:

Charles Ringma

Grip dagen med Dietrich Bonhoeffer

Verbum 1992

Bæn 12. janúar

I Korintubréf 1,26-28

26 Minnist þess, systkin, hvernig þið voruð þegar Guð kallaði ykkur: Mörg ykkar voru ekki vitur að manna dómi, ekki voldug eða ættstór. 27 En Guð hefur útvalið það sem heimurinn telur heimsku til að gera hinum vitru kinnroða og hið veika í heiminum til þess að gera hinu volduga kinnroða. 28 Og hið lítilmótlega í heiminum, það sem heimurinn telur einskis virði, hefur Guð útvalið til þess að gera að engu það sem er í metum.

Úr Biblíu 21. aldar (2007)

Dietrich Bonhoeffer var þýskur guðfræðingur sem Nazistar tóku af lífi rétt fyrir stríðslok. „Glæpur“ hans var að mótmæla og taka þátt í undirbúningi að tilræði við Hitler.

Upphafsorðin eru eftir Bonhoeffer, hugvekjan eftir Ringma

Þýðandi: Örn Bárður Jónsson 12. janúar 2021

Ég vil aðskilnað ríkis og kirkju

Örn Bárður Jónsson

23. október 2020

Ég vil aðskilnað ríkis og kirkju

Nú berast þær fréttir til almennings að nokkrir þingmenn standi saman að þingslyktunartillögu um aðskilnað ríkis og kirkju. Sjá nánar hér: https://www.althingi.is/altext/150/s/0128.html

Sagan

Árið 1907 gekkst biskup Íslands fyrir því að ná samningi við íslenska ríkið um að það tæki yfir nær allar jarðeignir kirkjunnar til forvöltunar sem merkir að ríkið skyldi reka þær og ávaxta. Gegn þeirri afhendingu var það tilskilið að ríkið greiddi tilteknum fjölda presta laun, sem kirkjan hafði til þess tíma séð um sjálf, en í reynd lifðu flestir prestar á þeim tíma af búskap á prestsetursjörðum. Biskup var orðinn þreyttur á því að standa í rekstri jarða og umsýslu eigna. Í 90 ár var þessi samningur í gildi, árin 1907-1997.

Ríkið, sem átti að gæta eignanna, var eins og aðrar veraldlegir aðilar, markað syndinni eða óflullkomleikanum. Vert er að minna á að orðið synd í Nýja testamentinu, hamartia, merkir geigun eða það að missa marks, ná t.d. ekki að uppfylla það sem er siðlegt og rétt. Menn brenna af í vítaspyrnu í fótbolta, hjón rífast, börn eru óhlýðin og allir klúðra lífi sínu á einn eða annan hátt.

Lesa meira

Þankar um Bakþanka Davíðs en þó engir bakþankar

Til Davíðs Þorlákssonar vegna Bakþanka hans í Fréttablaðinu 21. október 2020 og samskipta við hann á Facebook í kjölfarið.

„Ákrot“ heitir það í þínum pistli. Huggulegt orðaval. Já, þetta fólk „krotar“ til að ná fram sínum málstað og setur kusk á hvítflibbann þinn.

Svo er sagt það hafi verið slæm hugmynd „að skipa stjórnlagaráð með fólki sem hafði flest hvorki sérfræðiþekkingu ný lýðræðislegt umboð til að skrifa nýja stjórnarskrá.“

Er þetta sannleikanum samkvæmt?

Nei, það sér hver heiðarlegur maður.

Hverjir hafa sérfræðiþekkingu til að skrifa stjórnarskrá?

Lesa meira