Messa, myndir, minningar og fögnuður á 60 ára fermingarafmæli! + Prédikun dagsins.

Upptaka af prédikun sem flutt var í Vídalínskirkju, 2. sunnudag eftir páska, 23. apríl 2023 en þann dag voru liðin 60 ár frá fermingu minni.

Blöðunum týndi ég með punktum fyrir prédikunina svo ég varð að flytja hana eftir minni. En svo gleymdi ég að setja á upptöku í byrjun ræðunnar en þar talað ég um gleðina og gleðidagana sem kirkjan heldur uppá frá páskadegi/upprisudeginum og allt til uppstigningardags en þeir dagar eru 40 talsins . . . þá vitnaði ég í guðspjall dagsins þar sem Jesús spurði Pétur þrisvar hvort henn elskaði sig og sagði svo að honum bæri að vera hirðir.

En svo kveikti ég á upptökunni. Hljóðgæðin eru þolanleg en með all nokkru braki í prédikunarstólnum!

Bið áheyrendur um að taka viljann fyrir verkið.

Viltu hlusta? Smelltu þá á tengilinn! Ræðan tekur 24 mínútur.

Yfir rúmi bernsku minnar hékk mynda af Jesú biðjandi fyrir Jerúsalem. Hún fylgdi mér í æsku og svo eignaðist ég samskonar mynd þegar ég var orðinn fullorðinn og hef hana enn á vegg heima.

Jesús biðst fyrir.
Jerúsalem í bakgrunni.

Aðra mynd á ég sem föðursystur mínar færðu mér, þær Jóhanna og Sigrún og sýnir afa minn með ánni Gullu sem honum var kær. Í prédikuninni segi ég sögu þeirra.

Bárður Guðmundur Jónsson 1884-1954
útvegsbóndi í Bolungavík, kvæntur Sigrúnu Katrínu Guðmundsdóttur 1885-1956, sem fluttu til Ísafjarðar á 4. áratugi liðinnar aldar og höfðu þangað með sér ána Gullu sem var vitur skepna.

Og hér bætist við þriðja myndin sem tekin var í kirkukaffinu af skólasystrum mínum – og ég fékk að vera með!

+Laufey Eysteinsdóttir 1935-2023

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Laufey Eysteinsdóttir

1935-2023

Texti ræðunnar og hljóðupptaka eru fyrir neðan myndirnar af sálmaskránni.

Hólmgarði 50, Reykjavík

húsmóðir, saumakona og

fv. starfsmaður í eldhúsi Grensásdeildar

Útför frá Bústaðakirkju

föstudaginn 21. april 2023 kl. 13

Jarðsett í Görðum á Álftanesi

Ritningarlestrar – textarnir eru birtir neðanmáls.

Davíðssálmur 8 – Lofsöngur um lífið.

Guðspjall:

Jóh 21.1-14 – Fiskidráttur og Jesús birtist lærisveinum sínum upprisinn.

Lesa meira

Eftirsókn eftir vindi

Eftirsókn eftir vindi

eftir Örn Bárð Jónsson

Nú eru uppi menn sem sækjast mjög eftir vindi. Þeir vilja mæla vind á hverju fjalli, hæð og tindi, vangi og velli líka.

Prédikarinn er nafn á einni af bókum Gamla testamentisins sem telst til spekirita. Þar gefur að finna mörg spakmæli eins og t.d. þessi: „Öllu er afmörkuð stund.“ (3.1) Hljómsveitin Byrds söng texta úr þessu riti og gerði garðinn frægan á hippatímanum:

To everything (turn, turn, turn)

There is a season (turn, turn, turn)

And a time to every purpose, under heaven.

Prédikarinn er barmafullur af spakmælum og þaðan er fyrirsögn þessa greinarkorns komið.

Vindurinn gengur til suðurs

og snýr sér til norðurs,

hann snýr sér og snýr sér

og hringsnýst á nýjan leik. (1.6)

Ég hef séð öll verk sem unnin eru undir sólinni og öll voru þau hégómi og eftirsókn eftir vindi. (1.14)

Áhuginn á vindinum nú á tímum er tengdur voninni um gróða. Þeir sem mest leita, vilja beisla vindinn, og það er í sjálfu sér göfugt hlutverk.

En þegar útsendarar svonefndra fjárfesta og spekúlanta birtast, þá rísa hárin á höfði mér og þarf ekki vind til.

Flestir eru þetta karlmenn sem virðast falla að sömu staðalmynd. Agentarnir eru flestir af sama sauðahúsi þegar markmið þeirra eru greind. Þeir eru sendir til að veiða peninga með því að virkja vind og vötn, firði og flóa, finna krana til að tengja við sínar arðslöngur.

Þeir koma gjarnan fram eins og þeir beri hag lands og þjóðar fyrir brjósti, en augun svíkja sjaldan, þau lýsa gjarnan af græðgi. Ef agentunum væri stillt upp í röð, eins og löggan gerir í glæpamyndum, þegar hún leitar eftir sakbendingum, þá mundu flestir sem búa yfir lágmarks innsæi í það sem er að gerast í viðskiptaheiminum, benda á alla í röðinni og segja: Þessi, þessi, þessi, þessi og líka þessi. Allir væru þeir undir sömu sök seldir. Agentarnir hafa bara eitt markmið: Að ná því að skapa útsendurum sínum arð af samfélaginu, landi, sjó og lofti. Og nú er það vindurinn sem þarf að tengja við arðslöngurnar.

Ólíkir, en sama sinnis

Í bók Prédikarans er flest talið til hégóma. Það kann að þykja dimm lífssýn en víst er að þegar eftirsóknin færist í aukana, hvort sem hún beinist að auði eða völdum, víkum eða vindi, þá umbreytist hún oft í hégóma, en skv. orðabók merkir orðið: „lítilsverðir hlutir sem litlu eða engu máli skipta“.

Lítið vissi höfundur spekiritsins um beislun vindorkunnar nema kannski þegar vindurinn var látinn skilja hismið frá kjarnanum í kornræktinni forðum. Hann þekkti líklega ekki til úthafa og þandra segla, enda uppi þúsund árum fyrir uppfinningu hafskipa og vindmylla, en myllurnar rötuðu síðar inn í eitt merkasta bókmenntaverk sögunnar um Don Kíkóta sem barðist við vindmyllur og sá í þeim eintóma óvini.

Við sem ekki viljum vindmyllur víðsvegar um landið og viljum hafa hemil á þróuninni erum kannski eins og riddarinn hugumstóri sem vildi lifa í heimi ævintýra. En það er einmitt í ævintýrum sem undrin gerast sem koma mest á óvart.

Við erum mörg sem viljum fara varlega í sakirnar og með bjarta trú á mátt ævintýranna, þar sem ómögulegir möguleikar opnast.

Nú er ég alls ekki á móti því að menn beisli vind, en ég hef engan áhuga á að sú virkjun lendi í höndum þeirra sem leita tenginga fyrir arðslöngur sínar en virðast að öðru leyti hafa lítinn áhuga á landi og þjóð.

Í Noregi er svo komið, skv. nýlegum umræðuþætti í ríkissjónvarpinu þar í landi, að enginn veit í raun hverjir hirða gróðann af vindmyllunum í landinu sem þar mala gull nótt sem nýtan dag. Slóðin er vandlega hulin og allar líkur virðast benda til þess að þeir sem mjólka vindinn á norskum hæðum, geymi gróðann í skattaparadísum gjörspilltra smáríkja.

Norðmenn létu plata sig. Þeir sáu ekki við agentunum. Þeir klikkuðu á að þekkja manneðlið handan við glerið í hinum ímyndaða sakbendingarsal.

Eftirsókn eftir vindi er mikil nú á tímum því hann getur gefið mikinn arð. Ef virkja á vindinn þá vil ég að við gerum það sjálf, þjóðin, og að framkvæmdin verði öll á vegum og í eigu almennings.

Vindurinn er okkar allra!

Og þar með heldur vindurinn áfram að vera eign okkar allra á þessu vindbarða skeri, sem landið okkar fagra er, og á þeim grundvelli hættir eftirsóknin eftir vindi að teljast einskær hégómi, því leitin verður að vinningi í allra þágu.

„Vindurinn blæs þar sem hann vill og þú heyrir þyt hans“, sagði Jesús.

Hlustum á vindinn. Lausnina er að finna þar, segir söngvinna nóbelsskáldið, Dylan. Svarið er í vindinum.

Og vindurinn er vissulega sameign okkar allra.

Hvenær tókstu seinast próf?

Messa 26. feb. 2023 1. sd. í föstu í Laugarneskirkju

Talaði út frá punktum en gleymdi að ýta á upptökutakkann í símanum en endurflutti ræðuna eftir minni þegar heim var komið og hér er hún. Hljóp í skarðið fyrir vin minn og kollega, séra Jón Ragnarsson sem hefur leyst þar af um nokkurt skeið en lauk störfum um þessar mundir og er þar með farinn á eftirlaun.

Textar dagsins voru um freistingar og próf og ég las þá í byrjun upptökunnar svo samhengið skiljist betur.

Mörg tengjum við freistinguna við söguna af Adam og Evu í Eden þar sem tré stóð og af ávexti þess máttu þau ekki eta. Það var ávöxtur en ekki epli en myndlistin hefur gefið okkur eplið sem tákn. Hvað sem því líður þá erum við prófuð hvern dag í vali okkar, alla daga er okkar freistað, alla daga tökum við próf og föllum. En Guð elskar okkur samt. Hann elskar breyskar manneskjur eins og mig og þig.

+Guðmundur Halldórsson 1933-2022

Minningarorð

+Guðmundur Halldórsson

1933-2022

Sjómaður frá Ísafirði,

síðast búsettur í Bolungavík.

Útför frá Ísafjarðarkirkju

laugardaginn 9. júlí 2022.

Texti ræðunnar og hljóðupptaka eru hér fyrir neðan. Sálmaskráin er neðst og þar á undan kveðjur sem bárust.

Lesa meira