Þú getur hlustað með því að halda áfram og velja afspilun.

Þú getur hlustað með því að halda áfram og velja afspilun.
Örn Bárður Jónsson
Ávarp
+Jón Sigurðsson
1946-2021
Við útför Jóns þjónuðum við séra Kristján Björnsson, vígslubiskup sem flutti minningarorðin en ég flutti ávarp eftir að leikið hafði verið Kveðjuleg frímúrara eftir Valdemar Schiöth. Organisti var Jónas Þórir.
Lesa meiraEnurskoðuð grein að hluta til sem áður birtist í Kjarnanum 16. janúar 2021.
Tjáningarfresli ætti að vera öllum heilagt sem búa í lýðræðislegu þjóðfélagi og reyndar hvar sem er. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins og farsæls lífs á jörðinni.
En eru einhver mörk á því hvað fólk getur sagt á opinberum vettvangi?
Vissulega er það mjög umdeilanlegt að samfélagsmiðlarnir Twitter og Facebook hafi sett hömlur á tjáningu Trumps forseta. Sumir hafa fagnað þeirri ákvörðun meðan aðrir harma hana.
Tjáningarfrelsi felur það í sér að mér er heimilt að tjá mig um hvað sem er og með þeim hætti sem ég kýs, en ég verð jafnframt að standa og falla með því sem ég segi hverju sinni. Að hefta mann sem er í senn vinsæll og líka afar óvinsæll, kosinn nýlega af 70 milljónum Bandaríkjamanna, þó ekki nægði til sigurs, er mjög alvarleg gjörð. Nú er ég enginn aðdáandi Trumps, finnst hann fyrirlitlegur á margan hátt, en hann á þó sinn rétt til tjáningar eins og ég og þú. Tilfinningar mínar eru eitt en skoðanir og rökhusun mega þó ekki lúta valdi þeirra. Hvað munu þær milljónir manna gera á næstu vikum og mánuðum sem telja að kosningunum hafi verið stolið af Trump?
Hver hefur vald til að þagga niður í öðrum? Enginn hefur í raun það vald, en samt er því valdi beitt.
Lesa meiraTil Davíðs Þorlákssonar vegna Bakþanka hans í Fréttablaðinu 21. október 2020 og samskipta við hann á Facebook í kjölfarið.
„Ákrot“ heitir það í þínum pistli. Huggulegt orðaval. Já, þetta fólk „krotar“ til að ná fram sínum málstað og setur kusk á hvítflibbann þinn.
Svo er sagt það hafi verið slæm hugmynd „að skipa stjórnlagaráð með fólki sem hafði flest hvorki sérfræðiþekkingu ný lýðræðislegt umboð til að skrifa nýja stjórnarskrá.“
Er þetta sannleikanum samkvæmt?
Nei, það sér hver heiðarlegur maður.
Hverjir hafa sérfræðiþekkingu til að skrifa stjórnarskrá?
Lesa meiraSvar við grein Sighvats Björgvinssonar í Kjarnanum 20. október 2020 https://kjarninn.is/skodun/2020-10-19-stjornarskrargjafinn-og-thu-sjalfur/
Hvatur þykir mér þú vera, sveitungi sæll, og bera nafn þitt með rentu, Sighvatur, hugrakkur til orrustu. En það er Bárður einnig því nafnið merki „sá sem ann orrustum“. Báðir höfum við vestfirskan anda í brjósti. En í bardaga er ekki gott að höggva í eigin fót. Það þykir mér þú nefnilega gera í grein þinni í Kjarnanum 20. október 2020 þegar 8 ár eru liðin frá því þjóðin sagði hugs sinn til tillagna Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá.
Lesa meiraHeim
Prédikun við guðsþjónustu
í Neskirkju
sunnudaginn 12. maí kl. 14
í samvinnu við Ísfirðingafélagið
Kór heimamanna leiðir söng
Organisti Guðný Einarsdóttir
Þú getur lesið ræðuna og hlustað á hana hér fyrir neðan. Lesa meira
You must be logged in to post a comment.