+Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir 1917-2022

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir

frá Ísafirði

f. 22. ágúst 1917, d. 18. júlí 2022

Útför frá Kópavogskirkju, fæðingardag hennar, fyrir 105 árum, mánudaginn 22. ágúst 2022 kl. 13

Ræðan, bæði texti og hljóðupptaka eru í næstu smellu. Kveðjur eru ekki á upptökunni, en texti þeirra er neðanmáls.

Sálmaskráin er einnig neðanáls.

Lesa meira

+Pétur Geir Helgason 1932-2021

Minningarorð

+Pétur Geir Helgason

1932-2021

fv. skipstjóri og útgerðarmaður

frá Ísafirði

Ég horfi út á Sundin blá úti fyrir höfuðborginni úr gluggunum heima. Sjór hefur verið sléttur og kyrr síðustu daga en fyrir helgina hvítnaði í báru og sægrænir litaflákar skreyttu yfirborðið. Fiskibátar og seglskútur sigldu út eins og sjómenn hafa gert um aldir hér á landi. „Föðurland vort hálft er hafið“ segir í fögrum sjómannasálmi, helmingur föðurldands okkar liggur í sædjúpinu.

„Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar“, sagði Jesús við Símon Pétur. Og hann fór eftir orðum hans og fyllti bátinn.

Lesa meira

+Inga Kristjana Halldórsdóttir

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Inga Kristjana Halldórsdóttir

1939-2021

Bálför frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. apríl 2021 kl.

„Grasið visnar, blómin fölna
en orð Guðs vors varir að eilífu.“ (Jesaja 40:8)

Þessi orð Jesaja spámanns voru rituð fyrir 2500 árum eða svo og tjá sígildan sannleika. Séra Hallgrímur Pétursson, kallast á við þessa speki í 1. versi sálms síns Um dauðans óvissan tíma, sem hefst á orðunum: „Allt eins og blómstrið eina“.

Lesa meira