Nýárskveðja 2023 – Gleðilegt nýtt ár og þakka liðið.
Þankar á tímamótum. Hér er birt þýðing á „negrasálmi“ sem ég þýddi í gær, gamlársdag 2022 og tók svo upp söng minn á honum ásamt hugvekju um mannlíf um áramót og einnig á þeim tímamótum sem hinst verða á jörðu.
Mynd af Veraldarvefnum
Hér fyrir neðan er hljóðskrá með söng mínum og hugvekju
Greinin er eftir blaðakonuna, Maren Kvamme Hagen, og birtist á vef NRK (Norska ríkisútvarpsins) og er hér endursögð og lesin inn af Erni Bárði Jónssyni með leyfi höfundar og birt á vefsíðu hans ornbardur.com.
Borgin Lviv
Rússar réðust einmitt á þessa borg, sunnudaginn 13. mars 2022. Í grein á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, er rætt hvers vegna borgin búi yfir vissri ógn fyrir rustann í Rússlandi.
Áður en þessi dagur, 21. apríl 2021, hverfur í tímans haf, þegar við höfum fagnað því sem þjóð að við fengum handritin afhent fyrir 50 árum, langar mig að rifja upp grein er ég skrifaði fyrir tæpum 19 árum og birtist í Morgunblaðinu 22. október 2002 undir yfirskriftinni: „Handritin og hálendið“.
Þar velti ég fyrir mér verðmætum þeim sem fólgin eru í því sem þessi tvö hugtök vísa til. Þau orð eiga enn erindi við okkur þegar landið er boðið til sölu á einn eða annan hátt. Myndum við selja handritin hæstbjóðanda?
Enurskoðuð grein að hluta til sem áður birtist í Kjarnanum 16. janúar 2021.
Tjáningarfresli ætti að vera öllum heilagt sem búa í lýðræðislegu þjóðfélagi og reyndar hvar sem er. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins og farsæls lífs á jörðinni.
En eru einhver mörk á því hvað fólk getur sagt á opinberum vettvangi?
Vissulega er það mjög umdeilanlegt að samfélagsmiðlarnir Twitter og Facebook hafi sett hömlur á tjáningu Trumps forseta. Sumir hafa fagnað þeirri ákvörðun meðan aðrir harma hana.
Tjáningarfrelsi felur það í sér að mér er heimilt að tjá mig um hvað sem er og með þeim hætti sem ég kýs, en ég verð jafnframt að standa og falla með því sem ég segi hverju sinni. Að hefta mann sem er í senn vinsæll og líka afar óvinsæll, kosinn nýlega af 70 milljónum Bandaríkjamanna, þó ekki nægði til sigurs, er mjög alvarleg gjörð. Nú er ég enginn aðdáandi Trumps, finnst hann fyrirlitlegur á margan hátt, en hann á þó sinn rétt til tjáningar eins og ég og þú. Tilfinningar mínar eru eitt en skoðanir og rökhusun mega þó ekki lúta valdi þeirra. Hvað munu þær milljónir manna gera á næstu vikum og mánuðum sem telja að kosningunum hafi verið stolið af Trump?
Fengi að láni af Vefnum
Hver hefur vald til að þagga niður í öðrum? Enginn hefur í raun það vald, en samt er því valdi beitt.
„Af sjónarhóli hinna vinnandi stétta horfir það svo við að Kristur hafi tekið sér bólfestu hjá kirkjunni og hinum borgaralegu öflum.“
Sá Jesús sem birtist í guðspjöllunum var hvorki íhaldssamur miðstéttarmaður né pólitískur róttæklingur. Han slóst hvorki í för með Saddúkeum né Selótum. Jesús ruddi braut fyrir annan skapandi valmöguleika. Hann gerði Guðs ríki að kjarna alls er hann gerði, og hafnaði þeim mannasetningum sem setja fram guðhræðslu, sem ekki frelsar fólk frá synd, vonleysi og félagslegri útskúfun. Eitt er algjörlega á hreinu: Jesús tilheyrir ekki kirkjunni fyrst og síðast, heldur heiminum, og vissulega ekki þeim sem hafa allt, heldur þeim sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu.“
TIL ÍHUGUNAR:
Jesús tilheyrir ekki hinni stofananlegu trúrækni, heldur þeim sem leita hans vegna þess að þeir þarfnast hans.
Hinn „róttæki“ Jesús Mynd af Vefnum
Úr bókinni:
Charles Ringma
Grip dagen med Dietrich Bonhoeffer
Verbum 1992
Bæn 12. janúar
I Korintubréf 1,26-28
26 Minnist þess, systkin, hvernig þið voruð þegar Guð kallaði ykkur: Mörg ykkar voru ekki vitur að manna dómi, ekki voldug eða ættstór. 27 En Guð hefur útvalið það sem heimurinn telur heimsku til að gera hinum vitru kinnroða og hið veika í heiminum til þess að gera hinu volduga kinnroða. 28 Og hið lítilmótlega í heiminum, það sem heimurinn telur einskis virði, hefur Guð útvalið til þess að gera að engu það sem er í metum.
Úr Biblíu 21. aldar (2007)
Dietrich Bonhoeffer var þýskur guðfræðingur sem Nazistar tóku af lífi rétt fyrir stríðslok. „Glæpur“ hans var að mótmæla og taka þátt í undirbúningi að tilræði við Hitler.
Upphafsorðin eru eftir Bonhoeffer, hugvekjan eftir Ringma
You must be logged in to post a comment.