Bálför frá Neskirkju föstudaginn 12. maí 2023 kl. 13
Minningarorðin, texti og hljóðupptaka hér fyrir neðan:
+Ragnhildur Jónsdóttir
1. lestur:
Ég hef augu mín til fjallanna – Sl. 121
2. lestur:
25 En Jesús kallaði þá til sín og mælti: „Þið vitið að þeir sem ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu. 26 En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. 27 Og sá sem vill fremstur vera meðal ykkar sé þræll ykkar. 28 Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla.“ Mt. 20.25-28
Örn Bárður Jónsson, þýddi grein úr The Times, sem birtist laugardaginn 8. apríl 2023, aðfangadag páska og las þýðingu sína inn á upptöku samdægurs, sem hægt er að hlust á hér fyrir neðan og tekur lesturinn 5 mínútur og 38 sekúndur.
Erkibiskupinn af Kantaraborg hefur sagt að það að taka lyf gegn þunglyndi hafi hjálpa sér að finnast hann „vera venjuleg manneskja“, og komið honum aftur „í stöðu Eyrnaslapa og úr annarri mun verri stöðu“. [Hér vitnar hann í sögurnar af Bangsímon].
Justyn Welby, erkibiskup af Kantaraborg, sem ég hitti í Dómkirkjunni í Reykjavík er hann kom til Íslands árið 2013. Erkibiskupinn er æðsti maður hinnar Anglíkönsku kirkju (Church of England) og systurkirkna hennar víða um heim.
Erkibiskup Justin Welby hefur áður sagt frá því að hafa tekið lyf við þunglyndi og sagði messugestum í vikunni að lyfjanotkun hans leiki mikilvægt hlutverk í að stjórna líðan hans.
Í þriðja fyrirlestri sínum af þrem í Dómkirkjunni í Kantaraborg við upphaf kyrruviku [2023], ræddi hann þrjú þemu, bjartsýni, örvæntingu og von, og vitnaði í Eyrnaslapa, asnann dapra en geðþekka í sögunni Bangsímon eftir A.A. Milnes og útsýrði:
„Ég tek lyf við þunglyndi. Þau virka vel. Þau lyfta mér upp í stöðu Eyrnaslapa, úr enn verri stöðu. Eins og geðlæknirinn segir sem annast mig, er markmiðið ekki að ég leggist flatur, heldur að stilla mig nægjanlega af, þannig að mér líði eins og almennt gengur og gerist. Ég finn til depurðar þegar allt virðist dapurt og er hamingjusamur þegar allt virðist í lagi o.s.frv.“
Í fyrsta fyrirlestri sínum, sagði hann að persónur Milnesar gefi hjálplega leiðsögn við að skilja ólíka persónuleika – frá Tíguri, hinu síhoppandi og gjósandi tígrisdýri, til dapra asnans, Eyrnaslapa.
„Sum okkar eru Tígurar, sum Eyrnaslapar,“ sagði Welby sem er 67 ára. „Líklega eru sum okkar margar aðrar persónur í Bangsímonsögunum.“
„Rowan Williams [fv. erkibiskup af Kantaraborg] sagði eitt sinn við mig: „Eiginlega eru varla til þær mannlegu kringumstæður sem túlkunarfræði Bangsímons ná ekki að tala inn í.“ Aðeins Rowan gat sagt slíkt og verið í senn gamansamur og djúpur.““
Aðalpersónur sögunnar um Bangsímon.
Í öðrum fyrirlestri sínum, sagði Welby að „örvænting væri djúp, mannelg tilfinning“ og varaði við því að „samféleg án Guðs væri samfélag þar sem örvænting gæti reynst eina leiðin fram veginn“.
Hann hélt því fram að guðleysi fæli í sér „hugrakka heimspeki“, sem gæti á endanum reynst einskonar dýfa sem sumt fólk þurfi að reyna áður en það finni styrk í „einhverju handan“ þess sjálfs.
Erkibiskupinn sagði:
„Lífssýn án Guðs getur samt gert fólki mögulegt að reynast vel í kærleika, miskunn og réttlæti.
Þau geta eftir sem áður lifað í kærleika hvert með öðru. En slík heimspekileg sýn, því það að vera guðleysingi er hugrökk tegund heimspeki . . . gerir sjálfdæmið [autonomy] að átrúnaðargoði, og öll skurðgoð bregðast okkur.
Ekkert okkar er í raun sjálfráða [autonomous]. . . Við erum öll öðrum háð.“
Welby bætti við: „Það er einmitt á þeim stundum þegar við eru án allra valkosta að við vörpum okkur skilyrðislaust . . . á miskunn og náð Guðs. Og þá finnum við að valkostir eru til.“
Í bréfi sínu í vikunni ritaði Welby til æðstu leiðtoga annarra kirkjudeilda og sagði m.a.:
„Á yfirstandandi tímum . . . getur það reynst auðvelt að finna til tómleika vegna atburða og að líta stöðugt niður í svörð.
Yfirstandandi ár hefur verið ár mikillar þjáningar, sorgar, óvissu og ótta meðal fjölda fólks um heim allan. Í þessu landi hefur fjöldi fólks þurft að þrauka og þjást vegna dýrtíðar í daglegu lífi.
Víða um heim, þjást milljónir vegna stríðsátaka.“
Þegar við höldum páska, bætti hann við: „Er það vissulega hlutverk kristins fólks að halda áfram að minna stöðugt á dögun vonarinnar, hinn upprisna Jesú.
You must be logged in to post a comment.