Gatan mín

Gatan mín, Sólgata. Í húsinu nr. 8 sem stendur á horni Sólgötu og Fjarðarstrætis, fæddist ég og ólst upp. Undraveröld allt um kring, sjór og fjöll, bryggjur og bátar, allar kynslóðir saman í bæ sem var og er einskonar míkrókosmos, smækkuð mynd af umheiminum, með verslunargötu à la meginland Evrópu.

Í bænum voru a.m.k. 4 bakarí þegar ég var strákur, 2 úrsmiðir, 2 silfursmiðir, 2 klæðskeraverkstæði, 2 eða 3 skósmiðir og svo annarskonar iðnaðarmenn af öllu tagi, 2 rækjuverksmiðjur, 2 stór frystihús, 2 skipasmíðastöðvar, smábændur inni í firði og svo inn um allt Djúp, höfn og bæjarbryggja, þar sem strandferðaskipin lögðust að og báturinn sem sótti fólk út í Catalina-flugbátinn áður en flugvöllurinn var opnaður. Undraveröld sem hefur fylgt mér alla tíð. Bærinn býr í hjarta mínu, fjöllin og fjörðurinn, fólkið og húsin, hljóð náttúrunnar, sjó- og mófuglar, vélahljóð bátanna sem sigldu inn eða út lygnan fjörðinn. Fólk í göngutúrum, spariklætt, meðfram spegilsléttum Pollinum á sumarkvöldum. Skólarnir með nesti fyrir lífið og söng ljóða- og ættjarðarsöngva. Gamla kirkjan, Hjálpræðisherinn og Salem, skátaheimilið og bíóið í Alþýðuhúsinu, verslanir af öllu tagi, verkstæði og smiðjur. Og yfir öllu himinninn sjálfur, heiðblár á sumrin en með dansandi norðurljósum á vetrarkvöldum með grænum og fjólubláum litum sem sveifluðust um himinhvolfið eins og risastórt leikhústjald sem bylgjaðist eins og hið dumbrauða fyrir sviði Alþýðuhússins en bara milljónsinnum stærra og fallegra. Sólgatan er 100 metrar að lengd og gott að mæla vegalengdir í Sólgötum. Ég syndi t.d. oft 2 Sólgötur eða jafnvel 3-4. Fyrir sunnan götuna blasir Kubburinn við en fyrir norðan, handan Djúpsins, blasir við sjálf Snæfjallaströndin.

Hjallur Kitta-ljúfs á Ísafirði

Eitt merkasta og eftirminnilegasta hús bernsku minnar á Ísafirði var Hjallur Kristjáns Gíslasonar (1887-1963) sem kallaður var Kitti ljúfur. Hann var ljúfmenni og eini fullorðni maðurinn í hverfinu sem gaf sig að okkur börnum svo nokkru næmi og var vinur okkar, talaði við okkur með sínum skemmtilega hætti, notaði sérkennilegt orðfæri og gaf fólki nöfn og gantaðist við alla. Þar með er ekki gert lítið úr öðru fólki í hverfinu sem var upp til hópa sómafólk og elskulegt og samskiptin við þau hin bestu, en Kristján skar sig úr.

Ég kom oft í heimsókn til hans í Hjallinn og fékk harðfiskstrengsli í laun ef ég gerði viðvik fyrir hann. Hann vildi ekki að ég berði fiskinn á stóra steininum með sleggjunni hans, heldur átti ég að borða hann óbarinn: „Það er svo gott fyrir tennurnar, ljúfurinn“ sagði hann.

Ég var nýfermdur þegar hann lést og hefði svo gjarnan viljað þekkja hann framundir tvítugt því þá hefði ég munað meir um hann og skilið hann betur.

Hann og Margrét Jóhanna Magnúsdóttir (1899-1979) bjuggu í Sólgötunni eins og mín fjölskylda og eignuðust 8 börn. Vinskapur var með móður minni og dætrum þeirra. Ég er skyldur Margréti í föðurætt mína.

Seinna varð ég svo prestur og varð þess heiðurs aðnjótandi að þjóna við útför fimm af börnum þeirra hjóna.

En hér kemur teikning af Hjallinum:

Hjallur Kitta ljúfs

Myndina teiknaði ég fríhendis í gær, sunnudaginn 6. mars 2022, eftir svart/hvítri ljósmynd Kristjáns Leóssonar. Tvíburasynir hans eru báðir á myndinni, Leó heitinn og Kristján Pétur, en hinn síðarnefndi komst einn inn á teikninguna. Að baki honum er óþekktur karl.

Lesa meira

„Gvöð, hvað hann Jesús er alltaf gerendameðvirkur“

Frábær grein eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Frétablaðinu í dag, 11. feb. 2022 er ber heitið Ásakanir, kveikti hjá mér löngun til að bera ástandið í samfélaginu við þekkta frásögn af Jesú í Jóhannesaraguðspjalli 8. kafla þar sem hann gerir hefnigjarna karla orðlausa með orðum sínum og skrifar í sandinn eitthvað sem enginn veit hvað var.

https://www.frettabladid.is/skodun/asakanir/

Tvær vatnslitamyndir úr sögu Knattspyrnufélagsins Vals

Gerði 2 myndir eftir gömlum ljósmyndum fyrir atbeina vinar míns, Þorsteins Haraldssonar.

Fyrri myndir er af Laugarvegi 58b, þar sem ungur knattspyrnumaður bjó, Jón Karel Kristbjörnsson (1911-1933) sem lést eftir úrslitaleik móti KR. Hann var kistulagður heima eins og þá tíðkaðist og kistan var svo borin út á viðbyggingu og henni síðan slakað niður í garð. Þaðan var farið í Dókmkirkjuna og síðan jarðsett í Hólavallagarði.

Lesa meira

Myndir af harðfiskhjalli Kitta ljúfs

Kristján Gíslason (1887-1963)

Kristján hét maður Gíslason (1887-1963) sem var vinur minn á bernskuárunum á Ísafirði. Hann var ljúfmenni og mikill húmoristi og þegar hann ávarpaði mig og aðra bætti hann oft við orðinu „ljúfur“ eða „ljúfurinn“. Hann var einn fárra fullorðinna sem spjallaði við okkur börnin og gaf sig að okkur með sínu ljúfa vimóti og skemmtilegum orðatiltækjum.

Hann þekkti foreldar mína og vissi að faðir minn rak verzlanir í bænum og þegar hann klappaði mér á kollinn, sem hann gerði gjarnan, sagði hann oftast: „Kaupmannsblóð í þér, ljúfurinn!“ Af þessu orðatiltæki var hann jafnan nefndur „Kitti ljúfur“.

Lesa meira

My Art Exhibition 2021 – Myndlistarsýning mín 2021 – 35 artworks – verk frá árunum 1998-2021

Galleri 16, Vitastigur 16, Reykjavik, Iceland 2.-8. December 2021

The painter enjoys painting
and had great fun setting up the exhibition.
Gaman var að koma þessu loksins í verk að setja upp sýningu.

To enlarge each painting click twice. The Watercolor paintings have been framed with wood by a professional, with acid-free carton (passepartout) and back and Artglass AR 70 TM which give a much clearer view with less light reflection.

Smelltu tvisvar á myndirnar til að stækka. Vatnslitamyndirnar eru rammaðar inn í viðarramma, með sýrufríu kartoni og baki og Artglass AR 70 TM gleri sem er glampafrítt.

White Christmas
Hvít jól í Volbu, Noregi
Watercolor/Vatnslitir 2014. Size: 52×42 Cm. Sold – Seld.
Flying Boat and Fishing Huts in Reykjavik Iceland
„Sigla himinfley“ – Bátur og kofar við Ægisíðu.
Watercolor/Vatnslitir ca. 2005. Size: 46×39 Cm.
Fishing Huts and Boat in Reykjavik
Fiskiskúrar og bátur við Ægisíðu
Watercolor/Vatnslitir 2012. Size: 52×42 Cm.
Sold. Seld.
Oddi House at Isafjordur, Iceland
Húsið Oddi á Ísafirði og Íshúsfélag Ísfirðinga
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size:
Sold. Seld.
A Street in Pisa, Italy with artistic freedom!
Götumynd frá Písa, Ítalíu með skáldaleyfi!
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 52×40. Sold. Seld.

S

Doc Martins Village, Port Isaac, Cornwall
Þorpið hans Martins læknis í Cornwall
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 52×40 Cm. Price/Verð ISK: 83.000.
Red Boat in Mevagissey, Cornwall
Rauður bátur á þurru í höfn í Cornwall
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 52×40 Cm.
Sold. Seld.
The House of the Rising Sun (?), New Orleans
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 52×40 Cm.
Sold. Seld.
Lobster Boat in Portloe, Cornwall
Humarbátur í Portloe, Cornwall
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 52×40 Cm.
Price in USD: Price/Verð ISK: 83.000.
Le Noir Bar, The Black Bar, St. Jean de Cóle, France
Svarti bar í Frakklandi
Watercolor/Vatnslitir 2012. Size: 66×48 Cm.
Price in USD: 750. Verð ISK: 93.000.
A Castle in Bourdeilles, France
Kastali í Frakklandi
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size:
Sold. Seld.
Mt. Esja, Reykjavik, Iceland
Esjan og Skarðsheiðin
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 49×39 Cm.
Price in USD: 600. Verð ISK: 78.000.
Towers and Fish
Háhýsi og auur hafsins
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 49×39 Cm. Price in USD: 560. Verð ISK: 73.000.
Storage Hut
Forðabúrið við prestssetrið
Watercolor/Vatnslitir 2014. Size:
Sold. Seld.
Women Buying Bread in France
Konur kaupa ekta franskbrauð
Watercolor/Vatnslitir 2012. Size: 48×39 Cm.
Price in USD: 560. Verð ISK: 73.000.
Öxará Waterfall Thingvellir Iceland
Öxarárfoss Þingvöllum
Watercolor/Vatnslitir 2012. Size: 52×40 Cm.
Price in USD: 560. Verð ISK: 73.000.
34 Laufásvegur, Reykjavik
Laufásvegur 34, Rvk.
Watercolor/Vatnslitir 2012. Size: 53×40 Cm.
Price in USD: 700. Verð ISK: 89.000.
Grótta Lighthous Seltjarnarnes – Night Sky (Reykjavik)
Gróttuviti í kvöldsól
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size:
Sold. Seld.
Flowers in the Field
„Allt eins og blómstrið eina“ II
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 49X39 Cm. Price in USD: 560. Verð ISK: 73.000.
House of Love at Tjarnargata Reykavik
Kærleikshús: Tjarnargötu Rvk.
Watercolor/Vatnslitir 2012. Size:
Sold. Seld.
Grótta Lighthouse Seltjarnarnes (Reykjavík)
Gróttuviti
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size:
Sold. Seld.
A House Clad in Leaves
Laufiskrýtt hús við Sólvallagötu Rvk.
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 49×40 Cm.
Price in USD: 750. Verð ISK: 93.000.
Blue Eyes
„Bláu augun þín“
Acryl on Canvas, Akrýl á striga ca. 2005. Size:
Price in USD: 1.770. Verð ISK: 230.000.
Woman of the Ocean
Hafdís
Oil on Canvas, Olía á striga 1998
Price in USD: 1.770. Verð ISK: 230.000.
Wind and Fire
Fjúk og funi
Acryl on Canvas, Akrýl á striga 2021. Size:
Price in USD: 1.770. Verð ISK: 230.000.
The Beauty of Autumn
Haustið er fagurt
Acryl on Canvas, Akrýl á striga ca. 2005 Size:
Price in USD: 2.300. Verð ISK: 290.000.
Hens of the Settlers
Landmámshænur: Ingólflur og Hallveig
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 38×47 Cm.
Price in USD: 490 – „Sold“. Verð ISK: 63.000 – Seld.
Houses Reflect Across the Street
Gamalt hús speglast í nýju við Laugarveg
Watercolor/Vatnslitir 2021 Size: 38×29 Cm.
Price in USD: 450. Verð ISK: 58.000.
A Musical Couple
Músíkalskt par
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 39×32 Cm.
Sold. Seld.
Abstract 2018
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 29×30 Cm.
Price in USD: 290. Verð ISK: 38.000.
With Grandma in Traditonal Costumes and Good Mood
Með ömmu í þjóðlegum búningi og góðu skapi
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 29×35 Cm.
Price in USD: 480 – Sold. Verð ISK: 58.000 – Seld.
The House at Stapi, Snæfellsnes, Iceland
Stapahús Snæfellsnesi
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 38×29 Cm.
Price in USD: 370. Verð ISK: 48.000.
A Rooster
Hani
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 38×47 Cm.
Sold. Seld.
A Red Rasaturant by the Harbour
Rautt veitingahús við Höfnina
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 48×38 Cm.
Price in USD: 750. Verð ISK: 98.000.
Aldan – Old House in Isafjordur, Iceland
Aldan heitir hús fyrir Vestan
Watercolor/Vatnslitir 2021. Size: 48×39 Cm.
Price in USD: 490. Verð ISK: 63.000.

Vatnslitamyndir og skissur – Watercolor paintings and sketches

Í tilefni af því að ég mun halda sýningu á vatnslitamyndum og málverkum eftir mig í Galleríi 16, Vatnsstíg 16, dagana 2.-8. desember 2021 birti ég hér á þessari síðu tvö dagatöl með myndum og skissum eftir mig. Þú finnur nánari upplýsingar um sýninguna á Facebook-síðu minni.

Tvö ár í röð lánaði ég Neskirkju í Noregi myndir efitr mig án endurgjalds en þar þjónaði ég sem sóknarprestur frá 2015-2019. Söfnuðurinn gaf út dagatöl fyri árin 2019 og 2020 með myndum mínum sem þú getur skoðað með því að opna skjölin fyrir neðan myndina.

English:

Below you can see some of my watercolor works and sketches I allowed Nes church, Norway to use on a Calendar for two years. You can open the Downloads below the cover painting and see my contribution. Hope you enjoy it!