Skissaði 3 myndir í messunni sem var góð og gefandi á hvítasunnudag en þá fagnar kirkjan um allan heim úthellingu heilags anda sem enn starfar og gefur kraft og líf. Þetta er dagur lita og gleði. Messuskrúðinn er rauður sem vísar í eldinn sem minnir á eldtungurnar sem settust á hvert og eitt þeirra sem fylltust andanum á hvítaasunnudag forðum og töluðu tungum. Tungutal er dásamleg gjöf. Þegar beðið er í tungum, biður hjartað klökkt af gleði.
Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir messaði.Steingrímur þandi orgelið með mögnuðu eftirspili og stýrði kórnum í stólversi.
Prestur og meðhjálpari útdeildu, dr. Steinunn Arnþrúður og Þórdís Ívarsdóttir, form. sóknarnefndar.
Föstudaginn langa tók ég í sundur litla pappaöskju utan af rafhlöðu sem ég þurfti að endurnýja og þegar kassinn breiddi úr sér var hann krosslaga.
Ég málaði á pappann mynd sem tengist atburði föstudagsins langa og hér er verkið:
Krossfestur.Umbúðir. Leyndardómar, sem opnast og verða augljósir með augum trúarinnar.Mynd af atburði sem sneri veröldinni á hvolf og gerir enn. Þjáning og dauði breyttust í upprisu og sigur lífsins yfir dauðanum að morgni páskadags.
Andlit á vegg í Vesturbænum þar sem heitir Seljavegur – A face on a wall in the western part of ReykjavikMessa í Neskirju og sólin baðaði vegginn með Ljósinu eina – During a mass in Neskirkja where the sun casts it’s eternal Light on the altar wall.Karlar á gedduveiðum í Svíþjóð – Men fishing pike in Sweden.Rökræður um fordóma í sænsku sjónvarpi – Discussing predjudism in Swedish television.Tvær á trúnó á Jómfrúnni – Women meeting at Jómfrúin, The Virgin restaurant in Reykjavík.Iðnaðarmaður bíður eftir fundi – A tradesman waiting for a meeting.Nauthólsvíkin þar sem fólk syndir í sjónum og baðar sig í heitum laugum og spjallar saman – Nautholsvik, Reykjavik where people swim in the ocean and bathe in hot tubs and chat, solving all the problems of the world. Tourists standing and checking out the premises before getting ready for a dive in the ocean.Lambóll við Ægissíðu – A house called Lambhóll (Lamb hill) at Ægisíða-shore, Reykjavík.Lambhóll. Taka tvö. Nei ég var ekki á neinum lyfjum! – Lamb hill. Take two, No, I was not taking any drugs!Gróttuviti og melgresið mærir birtu sumars – The Grotta Lighthouse and the Alfa alfa straws praise summer.Grótta – Taka tvö – Grotta: Take Two!Við Reykjavíkurtjörn – Reykjavik Lake.Við Reykjavíkurtjörn: Taka tvö! – Reykjavik Lake: Take two!Gamall fiskibátur í Reykjavík – A classical fishing boat in Reykjavik.Horfði á The Gladiator og þar voru þessir vinir, keisarinn Markús Árelíus og Maximus – Whatching The Gladiator where these two friends discussed life, emperor Marcus Aurelius and Maximus.Gróttuviti, hákarlaskúri og Snæfellsjökull – The Grotta Lighthouse, a shark hut and the Snæfellsjokull Glacier seen from a 100 km distance or 60 miles.
Bergstaðastræti 60, þar leigði ég fyrstu tvö árin mín í Verzló 1965-1967 en faðir minn leigði í sama húsi og hjá sama fólki á árunum 1937-1939.Gamalt verzlunarhús við Laugaveginn.Blóm á póstkorti til vinar.Teiknað og túlkað eftir lítilli tréstyttu.
Gatan mín, Sólgata. Í húsinu nr. 8 sem stendur á horni Sólgötu og Fjarðarstrætis, fæddist ég og ólst upp. Undraveröld allt um kring, sjór og fjöll, bryggjur og bátar, allar kynslóðir saman í bæ sem var og er einskonar míkrókosmos, smækkuð mynd af umheiminum, með verslunargötu à la meginland Evrópu.
Í bænum voru a.m.k. 4 bakarí þegar ég var strákur, 2 úrsmiðir, 2 silfursmiðir, 2 klæðskeraverkstæði, 2 eða 3 skósmiðir og svo annarskonar iðnaðarmenn af öllu tagi, 2 rækjuverksmiðjur, 2 stór frystihús, 2 skipasmíðastöðvar, smábændur inni í firði og svo inn um allt Djúp, höfn og bæjarbryggja, þar sem strandferðaskipin lögðust að og báturinn sem sótti fólk út í Catalina-flugbátinn áður en flugvöllurinn var opnaður. Undraveröld sem hefur fylgt mér alla tíð. Bærinn býr í hjarta mínu, fjöllin og fjörðurinn, fólkið og húsin, hljóð náttúrunnar, sjó- og mófuglar, vélahljóð bátanna sem sigldu inn eða út lygnan fjörðinn. Fólk í göngutúrum, spariklætt, meðfram spegilsléttum Pollinum á sumarkvöldum. Skólarnir með nesti fyrir lífið og söng ljóða- og ættjarðarsöngva. Gamla kirkjan, Hjálpræðisherinn og Salem, skátaheimilið og bíóið í Alþýðuhúsinu, verslanir af öllu tagi, verkstæði og smiðjur. Og yfir öllu himinninn sjálfur, heiðblár á sumrin en með dansandi norðurljósum á vetrarkvöldum með grænum og fjólubláum litum sem sveifluðust um himinhvolfið eins og risastórt leikhústjald sem bylgjaðist eins og hið dumbrauða fyrir sviði Alþýðuhússins en bara milljónsinnum stærra og fallegra. Sólgatan er 100 metrar að lengd og gott að mæla vegalengdir í Sólgötum. Ég syndi t.d. oft 2 Sólgötur eða jafnvel 3-4. Fyrir sunnan götuna blasir Kubburinn við en fyrir norðan, handan Djúpsins, blasir við sjálf Snæfjallaströndin.
Eitt merkasta og eftirminnilegasta hús bernsku minnar á Ísafirði var Hjallur Kristjáns Gíslasonar (1887-1963) sem kallaður var Kitti ljúfur. Hann var ljúfmenni og eini fullorðni maðurinn í hverfinu sem gaf sig að okkur börnum svo nokkru næmi og var vinur okkar, talaði við okkur með sínum skemmtilega hætti, notaði sérkennilegt orðfæri og gaf fólki nöfn og gantaðist við alla. Þar með er ekki gert lítið úr öðru fólki í hverfinu sem var upp til hópa sómafólk og elskulegt og samskiptin við þau hin bestu, en Kristján skar sig úr.
Ég kom oft í heimsókn til hans í Hjallinn og fékk harðfiskstrengsli í laun ef ég gerði viðvik fyrir hann. Hann vildi ekki að ég berði fiskinn á stóra steininum með sleggjunni hans, heldur átti ég að borða hann óbarinn: „Það er svo gott fyrir tennurnar, ljúfurinn“ sagði hann.
Ég var nýfermdur þegar hann lést og hefði svo gjarnan viljað þekkja hann framundir tvítugt því þá hefði ég munað meir um hann og skilið hann betur.
Hann og Margrét Jóhanna Magnúsdóttir (1899-1979) bjuggu í Sólgötunni eins og mín fjölskylda og eignuðust 8 börn. Vinskapur var með móður minni og dætrum þeirra. Ég er skyldur Margréti í föðurætt mína.
Seinna varð ég svo prestur og varð þess heiðurs aðnjótandi að þjóna við útför fimm af börnum þeirra hjóna.
En hér kemur teikning af Hjallinum:
Hjallur Kitta ljúfs
Myndina teiknaði ég fríhendis í gær, sunnudaginn 6. mars 2022, eftir svart/hvítri ljósmynd Kristjáns Leóssonar. Tvíburasynir hans eru báðir á myndinni, Leó heitinn og Kristján Pétur, en hinn síðarnefndi komst einn inn á teikninguna. Að baki honum er óþekktur karl.
You must be logged in to post a comment.