+Ragnhildur Jónsdóttir 1953-2023

Bálför frá Neskirkju föstudaginn 12. maí 2023 kl. 13

Minningarorðin, texti og hljóðupptaka hér fyrir neðan:

+Ragnhildur Jónsdóttir

1. lestur:

Ég hef augu mín til fjallanna – Sl. 121

2. lestur:

25 En Jesús kallaði þá til sín og mælti: „Þið vitið að þeir sem ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu. 26 En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. 27 Og sá sem vill fremstur vera meðal ykkar sé þræll ykkar. 28 Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla.“ Mt. 20.25-28

Lesa meira

+Laufey Eysteinsdóttir 1935-2023

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Laufey Eysteinsdóttir

1935-2023

Texti ræðunnar og hljóðupptaka eru fyrir neðan myndirnar af sálmaskránni.

Hólmgarði 50, Reykjavík

húsmóðir, saumakona og

fv. starfsmaður í eldhúsi Grensásdeildar

Útför frá Bústaðakirkju

föstudaginn 21. april 2023 kl. 13

Jarðsett í Görðum á Álftanesi

Ritningarlestrar – textarnir eru birtir neðanmáls.

Davíðssálmur 8 – Lofsöngur um lífið.

Guðspjall:

Jóh 21.1-14 – Fiskidráttur og Jesús birtist lærisveinum sínum upprisinn.

Lesa meira

+Kolbeinn Sæmundsson 1938-2023

Minningarorð eftir Örn Bárð Jónsson, byggð á samtali við son hans og systur.

+Kolbeinn Sæmundsson

1938-2023

Útför/bálför í kyrrþey frá Neskirkju,

mánudaginn 17. apríl 2023 kl. 13.

Duftkerið verður jarðsett

í Fossvogskirkjugarði í gröf foreldra hans.

1. Ritningarlestur: 1. Mós. 11:1-9 – Babelsturninn

2. Ritningarlestur:

Sálmur 139:1-12 – Hvaðan komum við?

Guðspjall: Jóhannes 1:1-14 – ORÐIÐ – LOGOS

Minningarorðin er hægt að lesa og hlusta á hér fyrir neðan. Vegna smá mistaka varð upptakan í tvennu lagi og því þarf að opna fyrst: Kolbeinn – inngangur og síðan kolbeinn-saemundsson-1938-2023

Lesa meira

+Jón Guðlaugur Þórðarson 1931-2022

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Jón Guðlaugur Borgfjörð Þórðarson

múrarameistari frá Ísafirði

Brákarhlíð, Borgarnesi

Útför frá Lindakirkju, Kópavogi

þriðjudaginn 6. desember 2022 kl. 13

Jarðsett í Kópavogskirkjugarði

Fyrr í athöfninni voru lesnir þessir textar:

Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Ef Drottinn verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis. (Sálmarnir 127.1)

Úr Fjallræðu Jesú: Mattheus 7:

24 Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni er byggði hús sitt á bjargi. 25 Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi en það féll eigi því það var grundvallað á bjargi.

Lesa meira

+Guðbjörg Septima Halldórsdóttir 1923-2022

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

Saumakona frá Bæjum á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi.

Útför frá Neskirkju í Reykjavík

föstudaginn 2. desember 2022 kl. 09:30

Texti og hljóðupptaka eru hér fyrir neðan. Innskot eru á hljóðupptökunni sem ekki eru í textanum.

Lesa meira