Örn Bárður Jónsson spyr hvort við þurfum ekki að horfast í augum við menningu okkar og sögu og gangast við hvoru tveggja?
Þú getur lesið textann hér fyrir neðan eða hlustað á hlóðupptöku með höfundi – eða gert hvort tveggja, lesið og hlustað!
Hana dreymdi draum. Hún var bara stelpa með fána og blöðru og tók þátt í hátíðarhöldum 17. júní. Allir voru í góðu skapi, margir fánar blöktu, í sölubásum fengust pylsur og sælgæti. Það var sungið, haldnar voru ræður, en enginn sagði hvers vegna dagurinn væri haldinn hátíðlegur, hvorki í ræðum né í fréttum Rúv, hvorki í útvarpi né sjónvarpi. Og draumurinn hélt áfram og nú var allt í einu runninn upp annar dagur sem heitir Halloween. Stelpan var í svörtum búningi með uppmjóan svartan hatt og sveif á milli húsa þar sem sætindi voru í boði. Dásamlegt ævintýri. En hún hafði ekki hugmynd um hvað þessi dagur merkti eða hvaðan hann var kominn en hafði hugboð um að þetta væri amerískur barnadagur. En enginn gat svarað henni, enginn vissi merkingu þessara daga.

You must be logged in to post a comment.