Um föl, fagurbrún og fordóma

Um föl, fagurbrún og fordóma

eftir Örn Bárð Jónsson

Svartur og hítur, hvítur og svartur

Hér fyrir neðan er greinin og einni hljóðskrá. Ýttu á þríhyrninginn og þá spilast lestur höfundar.

Hvers vegna eru flest okkar föl?

Í Kastljósi nýlega var fjallað um fordóma Íslendinga gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið, einkum lituðu. Á hverju hvíla fordómar?

Xenófóbía

Xenofóbía er hugtak sem vísar til ótta og fordóma gagnvart framandi fólki, útlendingum, fólki sem á einhvern hátt telst öðruvísi en meirihluti íbúa. Fordómar hvíla ætíð á grunni fáfræði og/eða ótta.

Einelti

Náskylt er eineltið sem allt of mörg börn mega þola í skólum. Sum þeirra eru ofsótt vegna litarafts eða útlits, önnur vegna þess að þau eru kotroskin og með ríka málkennd, tala öðruvísi og eru sum e.t.v. ekki eins félagslynd og hin, lesa kannski meira og hafa þar með stærri orðaforða. Þá verða sumir „aumingjarnir“ öfundsjúkir og fara að bögga þau eins og sagt er á ísl-ensku sem er önnur útgáfa á ís-lensku og sínu verri. Og nú virðist ég við fyrstu sýn vera dottinn í fordómapyttinn þegar ég tala um aumingja, en mér til málsbóta er að ég hef orðið innan gæsalappa, vegna þess að mér er það ljóst að ég er að dæma eineltisliðið í skólum eða vandræðagemsana. Gemsar í þessu samhengi er mun eldra en gemsarnir sem við berum flest í vösum okkar eða veskjum. Gemsi merkir upphaflega veturgömul kind en er einnig notað um ómerkilegan mann.

Hin fölu

En aftur að xenófóbíunni, hatrinu gegn fólki sem er ekki eins og meirihlutinn. Við erum nefnilega flest bæði föl og fordómafull. En hvers vegna erum við föl?

Talið er að mannkynið eigi uppruna sinn í Afríku þar sem fólk er flest dökkt á hörund og hefur verið frá upphafi. Þar er sólin hátt og lengi á lofti og fólk hefur því um aldir og árþúsund varist miklu sólskini með því að þróa með sér dökkt hörund. En þegar þetta dökka fólk flutti til annarra svæða heimsins, þar sem minna sólarljóss gætir, urðu erfðabreytingar hjá þeim með tíð og tíma.

Erfðafræðingar með fornminjar af mannfólki í fórum sínum telja að Evrópubúar séu blanda af a.m.k. þremur fornum þjóðflokkum: veiðimönnum, söfnurum og bændum, flokkum fólks sem fluttust aðskildir til Evrópu á s.l. 8000 árum. Nýlegar uppgötvanir af fornleifum frá Spáni, Lúxemborg og Ungverjalandi, gefa til kynna að þetta fólk hafi verið dökkt á hörund. Þetta fólk skorti tvennskonar erfðaefni SLC24A5 og SLC45A2 og sá skortur er valdur að því að Evrópubúar fengu flestir ljósari húð, urðu fölari á vegi tímans. Fleiri þættir spila hér stórt hlutverk í þróun manneskjunnar sem ekki verður fjallað um hér í þessum stutta pistli.

(https://www.science.org/content/article/how-europeans-evolved-white-skin)

Við sem erum hvít erum þar með upplitað blökkufólk eða það sem ég kalla, fölvar.

Til er kínversk skýringarsögn um mannkynið. Guð vildi baka manneskju og sló í deig, setti yfir eld og bakaði. En bráðlæti varð til þess að baksturinn varð fölur og hálfhrár. Í næstu tilraun ætlaði Guð að gæta sín betur og baka lengur og hann beið þolinmóður en sú bið varð reyndar ögn of löng og deigið brenndist og varð allt of dökkt. Í þriðju tilraun náði Guð þessum fína árangri og baksturinn varð ljósbrúnn og fagur eins og rétt bakað brauð.

Þessi saga er skemmtileg en í henni er vísir að xenofóbíu því sagan upphefur lit Austurlandabúa á kostnað hinna fölu frá Evrópu og þeirra svörtu frá Afríku. Sagan er auðvitað kínversk gamansaga. Já, það er erfitt að komast hjá fordómum hvort sem beitt er alvöru eða gríni.

Fordómar

Fordómar eru eins og arfi í garði. Þeir hverfa aldrei alveg úr hugarbeði þínu eða mínu. En ef við erum dugleg við að reita arfann er unnt að halda honum í skefjum og arfi er ætíð betri heftur en skefjalaus.

Við, Íslendingar, erum fölir á hörund en orðið föl getur komið af tveim orðstofnum í okkar máli, fölur og falur. Við erum föl á hörund en við erum allt of mörg einnig föl í merkingunni að vera auðkeypt og auðblekkt.

Undarleg tík

Sú skrítna tík sem kennd er við orðið pólis (borg á grísku) og kallast pólitík og er ætlað að gæta hags borgaranna skv. frummerkingu orðsins, hefur allt of lengi afhjúpað þann plagsið innan íslenskrar stjórnsýslu að þar er mörg manneskjan, föl eða til sölu. Sum taka sérhyggju fram fyrir almannahag og tryggja þar með hag hinna fáu og ríku á kostnað hinna mörgu sem hafa minna á milli handanna.

Hin fölu og fölu

Svo má líka minna á samskipti hvítra og svartra í nýlegri viðskiptasögu okkar og þar vísa ég til framgöngu upplitaðra útgerðarmanna að norðan, gagnvart fagurbrúnu fólki í sunnanverðri Afríku, sem Kveikur hefur lýst upp, en þar urðu hin brúnu föl í vafasömum viðskiptum á milli hinna fölu og hinna fölu þar sem hinir fölu báru fé á hin ófölu sem reyndust þar með vera föl – eða þannig!

Margt er skrítið í kýrhausnum, sagði kerling – eða verð ég að segja karl – til að fá ekki á mig fordómastimpil eða fæ ég hann hvort sem ég nota orðið karl eða kerling? Verð ég dissaður í báðum tilfellum? Ég vona ekki.

Góðar stundir!

Með þöggun fölsum við söguna

Örn Bárður Jónsson spyr hvort við þurfum ekki að horfast í augum við menningu okkar og sögu og gangast við hvoru tveggja?

Þú getur lesið textann hér fyrir neðan eða hlustað á hlóðupptöku með höfundi – eða gert hvort tveggja, lesið og hlustað!

Hana dreymdi draum. Hún var bara stelpa með fána og blöðru og tók þátt í hátíð­ar­höldum 17. júní. Allir voru í góðu skapi, margir fánar blöktu, í sölu­básum feng­ust pylsur og sæl­gæti. Það var sung­ið, haldnar voru ræð­ur, en eng­inn sagði hvers vegna dag­ur­inn væri hald­inn hátíð­leg­ur, hvorki í ræðum né í fréttum Rúv, hvorki í útvarpi né sjón­varpi. Og draum­ur­inn hélt áfram og nú var allt í einu runn­inn upp annar dagur sem heitir Hall­oween. Stelpan var í svörtum bún­ingi með upp­mjóan svartan hatt og sveif á milli húsa þar sem sæt­indi voru í boði. Dásam­legt ævin­týri. En hún hafði ekki hug­mynd um hvað þessi dagur merkti eða hvaðan hann var kom­inn en hafði hug­boð um að þetta væri amer­ískur barna­dag­ur. En eng­inn gat svarað henni, eng­inn vissi merk­ingu þess­ara daga.

Lesa meira

Hjallur Kitta-ljúfs á Ísafirði

Eitt merkasta og eftirminnilegasta hús bernsku minnar á Ísafirði var Hjallur Kristjáns Gíslasonar (1887-1963) sem kallaður var Kitti ljúfur. Hann var ljúfmenni og eini fullorðni maðurinn í hverfinu sem gaf sig að okkur börnum svo nokkru næmi og var vinur okkar, talaði við okkur með sínum skemmtilega hætti, notaði sérkennilegt orðfæri og gaf fólki nöfn og gantaðist við alla. Þar með er ekki gert lítið úr öðru fólki í hverfinu sem var upp til hópa sómafólk og elskulegt og samskiptin við þau hin bestu, en Kristján skar sig úr.

Ég kom oft í heimsókn til hans í Hjallinn og fékk harðfiskstrengsli í laun ef ég gerði viðvik fyrir hann. Hann vildi ekki að ég berði fiskinn á stóra steininum með sleggjunni hans, heldur átti ég að borða hann óbarinn: „Það er svo gott fyrir tennurnar, ljúfurinn“ sagði hann.

Ég var nýfermdur þegar hann lést og hefði svo gjarnan viljað þekkja hann framundir tvítugt því þá hefði ég munað meir um hann og skilið hann betur.

Hann og Margrét Jóhanna Magnúsdóttir (1899-1979) bjuggu í Sólgötunni eins og mín fjölskylda og eignuðust 8 börn. Vinskapur var með móður minni og dætrum þeirra. Ég er skyldur Margréti í föðurætt mína.

Seinna varð ég svo prestur og varð þess heiðurs aðnjótandi að þjóna við útför fimm af börnum þeirra hjóna.

En hér kemur teikning af Hjallinum:

Hjallur Kitta ljúfs

Myndina teiknaði ég fríhendis í gær, sunnudaginn 6. mars 2022, eftir svart/hvítri ljósmynd Kristjáns Leóssonar. Tvíburasynir hans eru báðir á myndinni, Leó heitinn og Kristján Pétur, en hinn síðarnefndi komst einn inn á teikninguna. Að baki honum er óþekktur karl.

Lesa meira

Máttur skáldskapar og menningar

Um Verbúðina. Hugleiðing um spillingu, sem gegnsýrir þjóðfélag okkar og hvernig menningin með skáldskapinn að vopni afhjúpar lygar og spillingu og birtir sannleikann eins og sólin skær á himni og vekur nýjar vonir um betri tíð.

Merkilegt hvernig menning og listir túlka veruleikann á annan hátt en allar aðrar greinar mannlegrar tjáningar. Þess vegna getum við ekki lifað án listar og menningar.

Lesa meira

Saga af sundi og hjólreiðum – og blautum manni að austanverðu

 

Mynd af jóladagatali fengin að láni af Vefnum!

Ég vara þig við því þetta er montfærsla á samfélagsmiðli.

Í dag hjólaði ég úr Miðbæ Reykjavíkur, vestur í Sundlaug Seltjarnarness. Synti þar skriðsund og gerði æfingar, fór í heitan nuddpott og gufubað, sem er reyndar annað en Sauna – Nota Bene!

Lesa meira

Úr kvíum

Sástu íslensku þáttaröðina Ófærð í Sjónvarpinu? Ég sá hana í Noregi og þar ber hún heitið Innesperret eða Innilokuð. Mér kemur hún í hug þegar ég heyri fólk tala um innilokun vegna veirunnar skæðu. 

Já, við erum innilokuð. Það er ófærð og við neyðumst til að finna nýjar leiðir til þess að komast af í daglegu lífi og fábreytileika hversdagsins. Í leit okkar og fálmi breytist hið einhæfa og nýjar víddir kunna að opnast. 

Ég hitti nokkra karla yfir kaffisopa og við spjölluðum. Einn hafði fundið mikla gleði í matseld, annar í bóklestri, einn í bíltúrum, annar í æfingum fyrir líkama og sál. 

Innilokuð. Erum við innilokuð? (Smelltu á síðu 2 hér fyrir neðan til að sjá framhaldið).

En rund firkant

I et veldig interessant intervju i Vårt land 1. august 2017, så jeg ordet livssynsnøytralt. Overskriften på forsiden var: Søker rom for norrøn tro men artikkelen heter Den sammensatte viking. Ordet har jeg også hørt av og til på radioen. Når jeg hører folk snakke om noe som de mener skal være livssynsnøytralt blir jeg litt forvirret fordi jeg synes ordet bærer i seg en selvmotsigelse.

Jeg tror ikke livssynsnøytralitet finnes overhodet. Jeg tror alle har et livssyn, noe de stoler på som mennesker eller tolker tilværelsene ut fra. Vi kan snakke om ulike livssyn, ulike holdninger til livet og dets spørsmål, men ikke livssynsnøytralitet. Ateister har sitt livssyn, også buddhister, muslimer, agnostikere, kristne, hinduer, de som følger åsatro, human etikere – alle har et livssyn.

To politikere skrev i en avis i fjor at de ville rense det offentlige rommet for all religion fordi det religiøse hører til det private område, hos hver og en, sa de. Men hva vil da fylle det offentlige rommet? Svaret ligger klart: Det livssynet de to politikere har, altså deres egen «tro». Denne tro kan godt få være i det offentlige rommet synes jeg, men ikke bare den. Alle livssyn må få være der, i det minste de ulike livssyn som ikke går imot lov og allmenn rett.

Ordet livssynsnøytralt synes jeg er et oksymoron som er en «språkfigur innenfor retorikk og stilistikksom kombinerer to kontraster. Når to motstående ideer settes sammen, sjokkerer de ved sin nærhet til hverandre, nærmest paradoksalt og selvmotsigende.»

Ordet oksymoron er dannet av de greske oxýs, som betyr ‘skarp’, og moros, ‘tåpelig’.[1] Oksymoron kan altså oversettes med «skarpsindi[n]g (spissformulert) dumhet». (Wikipedia)

Livssynsnøytralitet synes jeg er som en rund firkant og alle vet at den eksisterer ikke. Istedenfor å snakke om livssynsnøytralitet anbefaler jeg at vi bruker ord som for eksempel ulike livssyn, mangfoldig livssyn, eller noe som ikke kan tolkes som et oksymoron.

 

Artikkelen ble publisert i Vårt land høsten 2017

„Andskotans helvíti“

djöfullinnDavíð Þór Jónsson guðfræðingur skrifaði ritgerð til embættisprófs í guðfræði og fjallaði þar um  Satan og hið illa. Ritgerðir ber heitið Andskotans helvíti – Satan og híbýli hans í boðskap Jesú frá Nasaret og er hægt að nálgast hér. Samtalið er hins vegar hér fyrir neðan.

Sr. Örn Bárður Jónsson ræddi við hann á Krossgötum – Opnu húsi í Neskirkju miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 13.30 og þú getur hlustað á samtalið á bak við tengilinn.

Andskotans helvíiti Davíð Þór Jónsson