Borgin Lviv í Úkraínu og kaldhæðni örlaganna

Greinin er eftir blaðakonuna, Maren Kvamme Hagen, og birtist á vef NRK (Norska ríkisútvarpsins) og er hér endursögð og lesin inn af Erni Bárði Jónssyni með leyfi höfundar og birt á vefsíðu hans ornbardur.com.

Borgin Lviv

Rússar réðust einmitt á þessa borg, sunnudaginn 13. mars 2022. Í grein á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, er rætt hvers vegna borgin búi yfir vissri ógn fyrir rustann í Rússlandi.

Lesa meira

Saga af sundi og hjólreiðum – og blautum manni að austanverðu

 

Mynd af jóladagatali fengin að láni af Vefnum!

Ég vara þig við því þetta er montfærsla á samfélagsmiðli.

Í dag hjólaði ég úr Miðbæ Reykjavíkur, vestur í Sundlaug Seltjarnarness. Synti þar skriðsund og gerði æfingar, fór í heitan nuddpott og gufubað, sem er reyndar annað en Sauna – Nota Bene!

Lesa meira

Má hefta tjáningarfrelsi, var rétt að loka á Trump?

Enurskoðuð grein að hluta til sem áður birtist í Kjarnanum 16. janúar 2021.

Tjáningarfresli ætti að vera öllum heilagt sem búa í lýðræðislegu þjóðfélagi og reyndar hvar sem er. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins og farsæls lífs á jörðinni.

En eru einhver mörk á því hvað fólk getur sagt á opinberum vettvangi?

Vissulega er það mjög umdeilanlegt að samfélagsmiðlarnir Twitter og Facebook hafi sett hömlur á tjáningu Trumps forseta. Sumir hafa fagnað þeirri ákvörðun meðan aðrir harma hana.

Tjáningarfrelsi felur það í sér að mér er heimilt að tjá mig um hvað sem er og með þeim hætti sem ég kýs, en ég verð jafnframt að standa og falla með því sem ég segi hverju sinni. Að hefta mann sem er í senn vinsæll og líka afar óvinsæll, kosinn nýlega af 70 milljónum Bandaríkjamanna, þó ekki nægði til sigurs, er mjög alvarleg gjörð. Nú er ég enginn aðdáandi Trumps, finnst hann fyrirlitlegur á margan hátt, en hann á þó sinn rétt til tjáningar eins og ég og þú. Tilfinningar mínar eru eitt en skoðanir og rökhusun mega þó ekki lúta valdi þeirra. Hvað munu þær milljónir manna gera á næstu vikum og mánuðum sem telja að kosningunum hafi verið stolið af Trump?

Fengi að láni af Vefnum

Hver hefur vald til að þagga niður í öðrum? Enginn hefur í raun það vald, en samt er því valdi beitt.

Lesa meira

Geðþótti og gerræði

Grein í KJARNANUM um nýju stjórnarskrána. Alþingi virðir ekki eigin lög og samþykktir. Hvað með þig?
https://kjarninn.is/skodun/2020-10-16-gedthotti-og-gerraedi/

Þú getur lesið með því að opna tengilinn frá Kjarnanum hér að ofan og svo geturðu hlustað með því að smella á hljóðtakkann fyrir neðan.

Að brengla sjálfa þrenninguna

Líklega þættu það tíðindi til næsta bæjar, sem gætu jafnvel valdið kirkjuklofningi, leitt til styrjaldar og aðskilnaðar þjóða og menningaheilda, ef menn létu sér detta í huga að brengla sjálfa þrennninguna, Heilaga þrenningu.
 
Hvað er ég að fara með þessum inngangi? Lítum nánar á málið. Já, MÁLIÐ sjálft.
 
Eitt þekktasta ávarp úr starfi okkar presta er þetta:  
 
„Í nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda.“
 
Þetta lætur ekki mikið yfir sér og er sakleysislegt lítur einfalt út á bók en vandinn vaknar þegar mæla skal fram þessi orð. Allt of margir kollega minna, brengla nefnilega þrenninguna með röngum framburði.

Lesa meira

Úr kvíum

Sástu íslensku þáttaröðina Ófærð í Sjónvarpinu? Ég sá hana í Noregi og þar ber hún heitið Innesperret eða Innilokuð. Mér kemur hún í hug þegar ég heyri fólk tala um innilokun vegna veirunnar skæðu. 

Já, við erum innilokuð. Það er ófærð og við neyðumst til að finna nýjar leiðir til þess að komast af í daglegu lífi og fábreytileika hversdagsins. Í leit okkar og fálmi breytist hið einhæfa og nýjar víddir kunna að opnast. 

Ég hitti nokkra karla yfir kaffisopa og við spjölluðum. Einn hafði fundið mikla gleði í matseld, annar í bóklestri, einn í bíltúrum, annar í æfingum fyrir líkama og sál. 

Innilokuð. Erum við innilokuð? (Smelltu á síðu 2 hér fyrir neðan til að sjá framhaldið).

Grænver – grænt í gegn!

Heyrst hefur að Rio Tinto hyggist loka álverinu í Straumsvík.

Ekki græt ég álver sem hættir stafsemi.

En hvað á þá að gera við þetta stóra ver, allar byggingarnar, sem eru gríðarlegt ílát?

Ég sé fyrir mér risavaxið fyrirtæki sem sér okkur fyrir grænmeti árið um kring. Hugsið ykkur þessi stóru hús sem breyta mætti í gróðurhús með því að skipta út bárujárni og setja í staðinn gler eða plast.

Ekki vantar raforkuna til að knýja grænverið og hugsið ykkur þegar túristarnir aka inn í höfuðborgina úr Keflavík og sjá græniðjuna gróa við veginn, knúna raforku úr fallvötnum og sólarorku.

Við þekkjum það vel að tómatarnir sem framleiddir eru hér á landi með þessari orku og hreinu vatni eru bragðmeiri en nokkrir aðrir sem vaxa í útlöndum. Sama má segja um kálið, salatið og allt. Ég fæ vatn í munninn! Ummmmm!

Hættum að selja orkuna á útsölu til auðhringja sem reka eiturspúandi stóriðju og snúum okkur að uppbyggingu innlendrar græniðju, iðju sem er græn í gegn.

Myndin er fengin að láni af Internetinu