Fann á vefnum ljóðið Trees og glímdi við að snúa því á íslensku um bænadagana 2023. Árangurinn er hér fyrir neðan. En fyrst er vatnslitamynd af Akasíutré í Kenýu.
Akasíutré setja sterkan svip á þjóðgarðinn, Masai Mara.Ljóðið er úr ljóðabók frá 1914 og var birt sem grafskrift yfir höfundinum sjálfum, Joyce Kilmer, liðþjálfa, sem fæddur var 1886 en féll í stríðinu 1918.
Við, mannfólkið, höfum þrjár vitstöðvar sem ég kalla svo.
Sú sem oftast er talin stjórna öllu viti okkar er í höfðinu. Þar er bókvitið, getan til að lesa, reikna og teikna og vinna allskonar vísindaleg verkefni. Þar býr rökhugsunin sem er svo skemmtilegt að glíma við og þroska. En þessi stöð ræður ekki við allt sem að manninum snýr.
Við þekkjum öll orðið brjóstvit sem vísar til vitstöðvar sem við köllum stundum hjartað. Ég finn það í hjarta mér, er stundum sagt. Í Íslensku hómilíubókinni eru stólræður presta frá því snemma eftir kristnitöku og er þar að finna líklega elstu texta sem til eru á íslenskri tungu. Í einni þeirra talar prestur um að taka til í bróstkirkjum órum eða brjóstkirkjum vorum. Brjóstkirkjan er helgidómur andans og þar skiljum við margt sem heilinn ræður ekki við. Við getum t.d. skynjað eilífðina, óendanleikann, trúna, handanveruna, hið yfirnáttúrulega – og sjálfa ástina. Heilinn getur ekki sett ástina í excelskjal og reiknað hana út en brjóstvitið kann að reikna hana fram og til baka og skilgreina á þann hátt sem engin orð megna að tjá.
Svo kemur þriðja vitstöðin og hún er enn neðar í líkamanum en hjartað. Á ensku er talað um „gut feeling“, að finna eitthvað djúpt inni í sjálfum sér. Þegar Jesús gekk um og gerði gott er þess oftar en einu sinni getið í guðspjöllunum að hann hafi kennt í brjósti um einstaklinga eða hópa fólks, hann fann til með þeim.
„Þegar Jesús steig á land sá hann þar margt manna og hann kenndi í brjósti um þá því að þeir voru sem sauðir er engan hirði hafa.“ (Mark 6.34)
Orðið í frumtexta Nýja testamentisins um þessa kennd er „ἐσπλαγχνίσθη“ sem vísar til kviðarins, iðra, innyfla. Þarna er þriðja vitið. Ég hef gefið því tvö nöfn: iðravit og kviðvit og nota hið síðara því bókviti mínu hugnast þeð betur, hitt vísar í iðrakvef og fleiri óþægilega hluti og miður þekkilega.
Kviðvitið hjálpar okkur t.d. að finna til samkenndar með fólki og setja okkur í spor annarra.
Við finnum oft eitthvað á okkur, skynjum kenndir í líkamanum sem vísa okkur veg, stýra gjörðum okkar mun oftar en við kannski áttum okkur á. Hvaðan kemur okkur þetta vit? Stundum úr höfðinu eða hjartanu eða kviðnum.
Vitið er nefnilega víðar en í höfðinu.
Við höfum í raun þrjár vitstöðvar:
Bókvit
Brjóstvit og
Kviðvit.
Ritað föstudaginn langa 2022.
Guð gefi þér innri frið og kyrrð um bænadagana og svo yfirfljótandi gleði þegar páskahátíðin sjálf gengur í garð, sunnudaginn stærsta.
Örn Bárður Jónsson spyr hvort við þurfum ekki að horfast í augum við menningu okkar og sögu og gangast við hvoru tveggja?
Þú getur lesið textann hér fyrir neðan eða hlustað á hlóðupptöku með höfundi – eða gert hvort tveggja, lesið og hlustað!
Hana dreymdi draum. Hún var bara stelpa með fána og blöðru og tók þátt í hátíðarhöldum 17. júní. Allir voru í góðu skapi, margir fánar blöktu, í sölubásum fengust pylsur og sælgæti. Það var sungið, haldnar voru ræður, en enginn sagði hvers vegna dagurinn væri haldinn hátíðlegur, hvorki í ræðum né í fréttum Rúv, hvorki í útvarpi né sjónvarpi. Og draumurinn hélt áfram og nú var allt í einu runninn upp annar dagur sem heitir Halloween. Stelpan var í svörtum búningi með uppmjóan svartan hatt og sveif á milli húsa þar sem sætindi voru í boði. Dásamlegt ævintýri. En hún hafði ekki hugmynd um hvað þessi dagur merkti eða hvaðan hann var kominn en hafði hugboð um að þetta væri amerískur barnadagur. En enginn gat svarað henni, enginn vissi merkingu þessara daga.
Ég vara þig við því þetta er montfærsla á samfélagsmiðli.
Í dag hjólaði ég úr Miðbæ Reykjavíkur, vestur í Sundlaug Seltjarnarness. Synti þar skriðsund og gerði æfingar, fór í heitan nuddpott og gufubað, sem er reyndar annað en Sauna – Nota Bene!
Enurskoðuð grein að hluta til sem áður birtist í Kjarnanum 16. janúar 2021.
Tjáningarfresli ætti að vera öllum heilagt sem búa í lýðræðislegu þjóðfélagi og reyndar hvar sem er. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisins og farsæls lífs á jörðinni.
En eru einhver mörk á því hvað fólk getur sagt á opinberum vettvangi?
Vissulega er það mjög umdeilanlegt að samfélagsmiðlarnir Twitter og Facebook hafi sett hömlur á tjáningu Trumps forseta. Sumir hafa fagnað þeirri ákvörðun meðan aðrir harma hana.
Tjáningarfrelsi felur það í sér að mér er heimilt að tjá mig um hvað sem er og með þeim hætti sem ég kýs, en ég verð jafnframt að standa og falla með því sem ég segi hverju sinni. Að hefta mann sem er í senn vinsæll og líka afar óvinsæll, kosinn nýlega af 70 milljónum Bandaríkjamanna, þó ekki nægði til sigurs, er mjög alvarleg gjörð. Nú er ég enginn aðdáandi Trumps, finnst hann fyrirlitlegur á margan hátt, en hann á þó sinn rétt til tjáningar eins og ég og þú. Tilfinningar mínar eru eitt en skoðanir og rökhusun mega þó ekki lúta valdi þeirra. Hvað munu þær milljónir manna gera á næstu vikum og mánuðum sem telja að kosningunum hafi verið stolið af Trump?
Fengi að láni af Vefnum
Hver hefur vald til að þagga niður í öðrum? Enginn hefur í raun það vald, en samt er því valdi beitt.
Líklega þættu það tíðindi til næsta bæjar, sem gætu jafnvel valdið kirkjuklofningi, leitt til styrjaldar og aðskilnaðar þjóða og menningaheilda, ef menn létu sér detta í huga að brengla sjálfa þrennninguna, Heilaga þrenningu.
Hvað er ég að fara með þessum inngangi? Lítum nánar á málið. Já, MÁLIÐ sjálft.
Eitt þekktasta ávarp úr starfi okkar presta er þetta:
„Í nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda.“
Þetta lætur ekki mikið yfir sér og er sakleysislegt lítur einfalt út á bók en vandinn vaknar þegar mæla skal fram þessi orð. Allt of margir kollega minna, brengla nefnilega þrenninguna með röngum framburði.
Þessi þjónuðu við guðsþjónustuna þar sem saman komu um 50 manns sem er hámark þar til í næstu viku en þá mega 200 koma saman! Séra Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Séra Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur predikar. Lesarar: Kristín Kristjánsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni Biskupsstofu og Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni, framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma. Organisti og stjórnandi: Örn Magnússon. Kór Breiðholtskirkju syngur.
Hljóðupptöku finnur þú á vef RUV, Rás 1, 21. maí 2020 kl. 11 en getur lesið ræðuna hér fyrir neðan. Hún er auðvitað áhrifameiri með hljóði!
Komið þið sæl og blessuð.
Ég var spurður um það á þorranum, að mig minnir, hvort ég væri tilbúinn að prédika við þessa guðsþjónustu. Ég var hikandi í fyrstu, enda kominn á úreldingarlista eins og gamall ryðgaður togari, kominn á eftirlaun, en lét þó til leiðast. Ég hef varla prédikað á íslensku í 5 ár enda starfaði ég og prédikaði yfir norskum söfnuðum, skírði, fermdi, gifti og jarðsöng Norðmenn og varð að tala bæði nýnorsku og svonefnd bókmál. Og nú er ég hér í dag sem fyrrverandi sóknarprestur, einskonar ellismellur, en það orð er notað um gamalt lag sem kannski var einu sinni vinsælt.
Sástu íslensku þáttaröðina Ófærð í Sjónvarpinu? Ég sá hana í Noregi og þar ber hún heitið Innesperret eða Innilokuð. Mér kemur hún í hug þegar ég heyri fólk tala um innilokun vegna veirunnar skæðu.
Já, við erum innilokuð. Það er ófærð og við neyðumst til að finna nýjar leiðir til þess að komast af í daglegu lífi og fábreytileika hversdagsins. Í leit okkar og fálmi breytist hið einhæfa og nýjar víddir kunna að opnast.
Ég hitti nokkra karla yfir kaffisopa og við spjölluðum. Einn hafði fundið mikla gleði í matseld, annar í bóklestri, einn í bíltúrum, annar í æfingum fyrir líkama og sál.
Innilokuð. Erum við innilokuð? (Smelltu á síðu 2 hér fyrir neðan til að sjá framhaldið).
You must be logged in to post a comment.