Minningarorð +Guðrún Þórðardóttir 1922-2021

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Guðrún Þórðardóttir

húsmóðir

1922-2021

Útför/bálför frá Bústaðakirkju

mánudaginn 23. ágúst 2021 kl. 15

Sálmaskráin er neðanmáls og þar geturður skoðað athöfninan, sálma og annað sem flutt var.

Til að hlusta: smelltu á skrána hér fyrir neðan og þá heyrist ræðan.

Þegar ég minnist Guðrúnar Þórðardóttur þá fyllist hjarta mitt þökk og gleði. Hún var eiginkona móðurbróður míns og ætíð kölluð Dúdda í minni fjölskyldu. Hún reyndist mér alla tíð vel. Hún lagði að baki næstum 99 ár, fædd 4 árum eftir að heimsbyggðin gekk í gegnum spænsku veikina, sem enginn trúði að kæmi aftur í annarri mynd, en reyndin er önnur. Covid-19 hefur lamað heiminn, þessi agnarlitla veira, sem mannsaugað greinir ekki. En hún slapp við veiruna, en elli kerling sigraði að lokum. Það er lífsins saga.

Lesa meira

Minningarorð +Þorkell Gunnar Guðmundsson 1934-2021

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

Þorkell Gunnar Guðmundsson

1934-2021

Húsgagnahönnuður

Útför/bálför frá Fossvogskirkju

fimmtudaginn 5. ágúst 2021 kl. 15

[Kveðjur sem bárust eru ekki á hljóðupptökunni heldur neðst í textanum. Þær voru lesnar eftir belssunarorðin í lok athafnar.]

Sálmaskrá með myndum er neðst í færslunni.

HVAR ríkir fegurðin ein? Hvar er fullkomið réttlæti að finna, fullkominn sannleika? Hvaðan höfum við hugmyndir okkar um að eitthvað sé til sem er fullkomið?

Allar slíkar hugmyndir koma úr handanverunni, úr transcendensinum. Þannig rökræddi heimspekingurinn Platón sem lifði á 4. og 5. öld f. Krist. Frummyndakenning hans er alkunn.

Lesa meira